PSG sýndi mátt sinn og er komið í úrslit Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 20:58 Þessir tveir áttu frábæran leik í liði PSG í kvöld. EPA-EFE/David Ramos Paris Saint-Germain reyndist of stór biti fyrir Julian Nagelsmann og lærisveina hans í RB Leipzig er liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hafði franska liðið betur 3-0 gegn spútnik liði keppninnar til þessa. PSG byrjaði leikinn mjög vel. Fyrsta mark leiksins kom þó úr óvæntri átt en Brasilíumaðurinn Marquinhos stangaði aukaspyrnu Angel Di Maria í netið á 13. mínútu. Di Maria put it on a platter for Marquinhos pic.twitter.com/8BSudFuwtG— B/R Football (@brfootball) August 18, 2020 Neymar átti aukaspyrnu í stöngina lengst utan af kanti áður en Di Maria sjálfur tvöfaldaði forystu Parísar með 12. marki sínu á leiktíðinnni eftir hörmulega sendingu Peter Gulacsi í marki Leipzig. Markvörðurinn ætlaði sér að gefa á miðjumanninn Marcel Sabitzer en sendingin var slæm, miðja PSG vann boltann sem fór þaðan á Neymar sem sendi Di Maria í gegn. Leipzig gat vart valið verri tímapunkt til að fá á sig mark en fyrri hálfleikur var í þann mund að renna út er Di Maria fann netmöskvana. Neymar hefði geta bætt við þriðja marki PSG en allt kom fyrir ekki og staðan 2-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Neymar registers the 24th #UCL assist of his career - more than any other player since the Brazilian made his debut in the competition in 2013 pic.twitter.com/UfiEJLTvu5— WhoScored.com (@WhoScored) August 18, 2020 Leipzig gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og byrjaði síðari hálfleik af krafti. Þegar tíu mínútur voru hins vegar liðnar þá gerði PSG út um leikinn. Di Maria átti þá sendingu á Juan Bernat sem skallaði knöttinn fram hjá Gulacsi af stuttu færi. Neymar hamraði boltanum reyndar í netið en hann var farinn yfir marklínuna þegar Brassinn slengdi fætinum í boltann. PSG er verðskuldað komið í úrslit Meistaradeildarinnar.EPA-EFE/JOSE SENA GOULAO PSG hefði hæglega getað bætt við marki eða mörkum í kvöld en þeir yfirspiluðu Leipzig einfaldlega frá A til Ö. Lokatölur 3-0 og ljóst að við gætum fengið franskan úrslitaleik fari svo að Lyon leggi Bayern Munich annað kvöld. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Paris Saint-Germain reyndist of stór biti fyrir Julian Nagelsmann og lærisveina hans í RB Leipzig er liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hafði franska liðið betur 3-0 gegn spútnik liði keppninnar til þessa. PSG byrjaði leikinn mjög vel. Fyrsta mark leiksins kom þó úr óvæntri átt en Brasilíumaðurinn Marquinhos stangaði aukaspyrnu Angel Di Maria í netið á 13. mínútu. Di Maria put it on a platter for Marquinhos pic.twitter.com/8BSudFuwtG— B/R Football (@brfootball) August 18, 2020 Neymar átti aukaspyrnu í stöngina lengst utan af kanti áður en Di Maria sjálfur tvöfaldaði forystu Parísar með 12. marki sínu á leiktíðinnni eftir hörmulega sendingu Peter Gulacsi í marki Leipzig. Markvörðurinn ætlaði sér að gefa á miðjumanninn Marcel Sabitzer en sendingin var slæm, miðja PSG vann boltann sem fór þaðan á Neymar sem sendi Di Maria í gegn. Leipzig gat vart valið verri tímapunkt til að fá á sig mark en fyrri hálfleikur var í þann mund að renna út er Di Maria fann netmöskvana. Neymar hefði geta bætt við þriðja marki PSG en allt kom fyrir ekki og staðan 2-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Neymar registers the 24th #UCL assist of his career - more than any other player since the Brazilian made his debut in the competition in 2013 pic.twitter.com/UfiEJLTvu5— WhoScored.com (@WhoScored) August 18, 2020 Leipzig gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og byrjaði síðari hálfleik af krafti. Þegar tíu mínútur voru hins vegar liðnar þá gerði PSG út um leikinn. Di Maria átti þá sendingu á Juan Bernat sem skallaði knöttinn fram hjá Gulacsi af stuttu færi. Neymar hamraði boltanum reyndar í netið en hann var farinn yfir marklínuna þegar Brassinn slengdi fætinum í boltann. PSG er verðskuldað komið í úrslit Meistaradeildarinnar.EPA-EFE/JOSE SENA GOULAO PSG hefði hæglega getað bætt við marki eða mörkum í kvöld en þeir yfirspiluðu Leipzig einfaldlega frá A til Ö. Lokatölur 3-0 og ljóst að við gætum fengið franskan úrslitaleik fari svo að Lyon leggi Bayern Munich annað kvöld.
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn