Bayern sagt ætla að bjóða 75 milljónir punda í Bobby Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 10:30 Roberto Firmino er mjög mikilvægur fyrir Liverpool liðið. Hér fagnar hann marki með fyrirliðanum Jordan Henderson. Getty/Robbie Jay Barratt Það gæti verið freistandi fyrir Liverpool að selja Roberto Firmino í sumar ef marka má fréttir í ensku slúðurblöðunum í morgun. Bayern München á nefnilega að vera að setja saman 75 milljón punda tilboð í Roberto Firmino í sumar og þýska stórliðið ætlar sér líka að ná í Leroy Sane hjá Manchester City. Þetta kemur fram í fréttum blaða í morgun. Ensku miðlarnir hafa verið duglegir að fjalla um áhuga evrópskra stórliða á mönnum eins og Mohamed Salah og Sadio Mané en hugsanleg kaup Firmino hafa ekki verið mikið á síðum þeirra. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort að Jürgen Klopp sé tilbúinn að láta einhvern fara úr þessari mögnuðu sóknarþrennu sinni. Bayern Munich are reportedly preparing a £75m bid for Liverpool forward Roberto Firmino. The gossip https://t.co/PnqwqO2WKo#bbcfootballpic.twitter.com/NMM510BpaF— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2020 Roberto Firmino er samt orðinn 28 ára gamall og 75 milljónir punda er mikill peningur. Firmino myndi spila í framlínu Bayern með hinum 32 ára gamla Robert Lewandowski. Hans-Dieter Flick, knattspyrnustjóri Bayern München, hefur mikla trú á að samvinna þessara tveggja leikmanna myndi slá í gegn. Firmino gæti verið á tímamótum í sumar ætli Jürgen Klopp að kaupa menn eins og hinn 23 ára gamla Timo Werner. Klopp gerir sér hins vegar væntanlega betur grein fyrir mikilvægi Roberto Firmino en flestir aðrir. Bobby er mjög vinnusamur og óeigingjarn leikmaður sem hefur einnig gæðin til að gera útslagið á úrslitastundum sem hann hefur gert svo oft. Á þessu tímabili hefur Roberto Firmino skorað öll mörkin sín á útivelli en hann hefur skorað nokkur sigurmörk þar á meðal í undanúrslitaleik og úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða. Roberto Firmino er alls með 8 mörk og 7 stoðsendingar í 25 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en í fyrravetur var hann með 12 mörk og 7 stoðsendingar í 34 leikjum. Liverpool keypti Roberto Firmino frá Hoffenheim árið 2015 fyrir 29 milljónir punda en hann skrifaði síðast undir samning í apríl 2018 en sá samningur nær til 30. júní 2023. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Það gæti verið freistandi fyrir Liverpool að selja Roberto Firmino í sumar ef marka má fréttir í ensku slúðurblöðunum í morgun. Bayern München á nefnilega að vera að setja saman 75 milljón punda tilboð í Roberto Firmino í sumar og þýska stórliðið ætlar sér líka að ná í Leroy Sane hjá Manchester City. Þetta kemur fram í fréttum blaða í morgun. Ensku miðlarnir hafa verið duglegir að fjalla um áhuga evrópskra stórliða á mönnum eins og Mohamed Salah og Sadio Mané en hugsanleg kaup Firmino hafa ekki verið mikið á síðum þeirra. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort að Jürgen Klopp sé tilbúinn að láta einhvern fara úr þessari mögnuðu sóknarþrennu sinni. Bayern Munich are reportedly preparing a £75m bid for Liverpool forward Roberto Firmino. The gossip https://t.co/PnqwqO2WKo#bbcfootballpic.twitter.com/NMM510BpaF— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2020 Roberto Firmino er samt orðinn 28 ára gamall og 75 milljónir punda er mikill peningur. Firmino myndi spila í framlínu Bayern með hinum 32 ára gamla Robert Lewandowski. Hans-Dieter Flick, knattspyrnustjóri Bayern München, hefur mikla trú á að samvinna þessara tveggja leikmanna myndi slá í gegn. Firmino gæti verið á tímamótum í sumar ætli Jürgen Klopp að kaupa menn eins og hinn 23 ára gamla Timo Werner. Klopp gerir sér hins vegar væntanlega betur grein fyrir mikilvægi Roberto Firmino en flestir aðrir. Bobby er mjög vinnusamur og óeigingjarn leikmaður sem hefur einnig gæðin til að gera útslagið á úrslitastundum sem hann hefur gert svo oft. Á þessu tímabili hefur Roberto Firmino skorað öll mörkin sín á útivelli en hann hefur skorað nokkur sigurmörk þar á meðal í undanúrslitaleik og úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða. Roberto Firmino er alls með 8 mörk og 7 stoðsendingar í 25 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en í fyrravetur var hann með 12 mörk og 7 stoðsendingar í 34 leikjum. Liverpool keypti Roberto Firmino frá Hoffenheim árið 2015 fyrir 29 milljónir punda en hann skrifaði síðast undir samning í apríl 2018 en sá samningur nær til 30. júní 2023.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira