Madoff segist við dauðans dyr og leitar lausnar Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 10:43 Madoff árið 2009 þegar hann viðurkenndi að hafa rekið stærstu Ponzi-svikamyllu í sögu Bandaríkjanna. Vísir/EPA Lögmaður Bernie Madoff, eins umsvifamesta fjársvikara sögunnar, fullyrðir að skjólstæðingur hans eigi innan við átján mánuði eftir ólifaða í bréfi til bandarísks dómstóls þar sem hann fer fram á að Madoff verði sleppt úr fangelsi. Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að féfletta þúsundir fórnarlamba sinna. Í bréfi lögmannsins kemur fram að nýrnasjúkdómur sem hefur hrjáð Madoff sé nú á lokastigi. Hann sé í hjólastól og í bakspelku og hafi gengist undir meðferð til að lina þjáningar hans frá því í júlí, að því er segir í frétt New York Times. „Madoff þrætir hvorki fyrir alvarleika glæpa hans, né reynir hann að gera lítið úr þjáningu fórnarlamba hans. Madoff biður dóminn af auðmýkt um snefil af samúð,“ segir í bréfi Brandon Sample, lögmanns hans. Madoff gekkst við því að hafa rekið risavaxna svikamyllu og að hafa svikið milljarða dollara út úr þúsundum fjárfesta árið 2009. Margir þeirra töpuðu ævisparnaði sínum. Síðan þá hefur hann setið í alríkisfangelsi í Norður-Karólínu. Í fyrra falaðist Madoff eftir að Donald Trump forseti mildaði dóminn yfir honum. Bandaríkin Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Lögmaður Bernie Madoff, eins umsvifamesta fjársvikara sögunnar, fullyrðir að skjólstæðingur hans eigi innan við átján mánuði eftir ólifaða í bréfi til bandarísks dómstóls þar sem hann fer fram á að Madoff verði sleppt úr fangelsi. Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að féfletta þúsundir fórnarlamba sinna. Í bréfi lögmannsins kemur fram að nýrnasjúkdómur sem hefur hrjáð Madoff sé nú á lokastigi. Hann sé í hjólastól og í bakspelku og hafi gengist undir meðferð til að lina þjáningar hans frá því í júlí, að því er segir í frétt New York Times. „Madoff þrætir hvorki fyrir alvarleika glæpa hans, né reynir hann að gera lítið úr þjáningu fórnarlamba hans. Madoff biður dóminn af auðmýkt um snefil af samúð,“ segir í bréfi Brandon Sample, lögmanns hans. Madoff gekkst við því að hafa rekið risavaxna svikamyllu og að hafa svikið milljarða dollara út úr þúsundum fjárfesta árið 2009. Margir þeirra töpuðu ævisparnaði sínum. Síðan þá hefur hann setið í alríkisfangelsi í Norður-Karólínu. Í fyrra falaðist Madoff eftir að Donald Trump forseti mildaði dóminn yfir honum.
Bandaríkin Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira