Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 14:00 Alex Grétar og Gabríela María segja sína sögu í fyrsta þættinum af Trans börn. Myndir/Stöð 2 „Trans er að ég fæddist sem stelpa, en ég vildi samt vera strákur. Eða ég er strákur, en samt er ég stelpa,“ segir Alex Grétar, einn fjögurra barna sem er fjallað um í þáttunum Trans börn. Fyrsti þáttur var sýndur í opinni dagskrá og hægt er að horfa á hann í heild sinni í spilaranum neðar í fréttinni. Aðeins fyrsti þátturinn af þremur var í opinni dagskrá, en stjórnendum Stöðvar 2 fannst að þessi þáttur ætti einfaldlega erindi við sem flesta.Sjá einnig: Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Trans börn er heimildarþáttaröð í þremur hlutum en í fyrsta þætti kynnumst við Alex Grétari og Gabríelu Maríu og fjölskyldum þeirra. Þættirnir gefa innsýn í það hvernig það er fyrir þau að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína á táningsaldri. „Mér leið alveg illa á sumum dögum, eins og það væri eitthvað að mér.“ segir Gabríela María en hún leit samt aldrei á sig sem annað en stelpu. Fjölskyldurnar fjórar opna sig upp á gátt í þáttunum. Þau lýsa því hvenær fyrstu merkin fóru að sjást um að börnin upplifðu sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. Sumir foreldranna streittust á móti í byrjun, jafnvel með því að banna ákveðinn klæðaburð eða með því að snoða hárið í stað þess að leyfa því að verða sítt. „Það er voðalega gott að geta sagt við foreldra að barnið þitt hefur alla möguleika til að verða hamingjusamt og meiri möguleika á að verða hamingjusamt ef það fær að vera það sjálft,“ segir segir Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Hún segir að flestir foreldrar trans barna sem hún hittir, hafi fengið að heyra frá öðru fólki að þau séu að ýta barninu sínu út í einhverja hegðun með því að leyfa því að vera eins og það er. Klippa: Trans börn - Fyrsti þáttur Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku. Næsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 næsta sunnudag strax á eftir fréttum. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Trans börn Tengdar fréttir Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Trans er að ég fæddist sem stelpa, en ég vildi samt vera strákur. Eða ég er strákur, en samt er ég stelpa,“ segir Alex Grétar, einn fjögurra barna sem er fjallað um í þáttunum Trans börn. Fyrsti þáttur var sýndur í opinni dagskrá og hægt er að horfa á hann í heild sinni í spilaranum neðar í fréttinni. Aðeins fyrsti þátturinn af þremur var í opinni dagskrá, en stjórnendum Stöðvar 2 fannst að þessi þáttur ætti einfaldlega erindi við sem flesta.Sjá einnig: Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Trans börn er heimildarþáttaröð í þremur hlutum en í fyrsta þætti kynnumst við Alex Grétari og Gabríelu Maríu og fjölskyldum þeirra. Þættirnir gefa innsýn í það hvernig það er fyrir þau að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína á táningsaldri. „Mér leið alveg illa á sumum dögum, eins og það væri eitthvað að mér.“ segir Gabríela María en hún leit samt aldrei á sig sem annað en stelpu. Fjölskyldurnar fjórar opna sig upp á gátt í þáttunum. Þau lýsa því hvenær fyrstu merkin fóru að sjást um að börnin upplifðu sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. Sumir foreldranna streittust á móti í byrjun, jafnvel með því að banna ákveðinn klæðaburð eða með því að snoða hárið í stað þess að leyfa því að verða sítt. „Það er voðalega gott að geta sagt við foreldra að barnið þitt hefur alla möguleika til að verða hamingjusamt og meiri möguleika á að verða hamingjusamt ef það fær að vera það sjálft,“ segir segir Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Hún segir að flestir foreldrar trans barna sem hún hittir, hafi fengið að heyra frá öðru fólki að þau séu að ýta barninu sínu út í einhverja hegðun með því að leyfa því að vera eins og það er. Klippa: Trans börn - Fyrsti þáttur Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku. Næsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 næsta sunnudag strax á eftir fréttum.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Trans börn Tengdar fréttir Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30
Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06
Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30