Ef þú sérð það - þá getur þú verið það Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 10. febrúar 2020 16:30 Eins og örugglega allir Íslendingar vita þá vann Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaun í nótt, fyrst Íslendinga. Verðlaunin fékk hún fyrir tónlist við kvikmyndina Joker. Fyrir hafði okkar kona unnið öll verðlaun sem hún var tilnefnd til og þá líka fyrir tónsköpun sína við þættina Chernobyl. Óskarsverðlaunin eru nú líklegast talin þau allra virtustu og eftirsóttustu. Svo það er ekkert hægt að draga úr þeirri staðreynd að þjóðin er að springa úr stolti. Hildur hefur lagt mikla áherslu á að koma því að í viðtölum að velgegni hennar þessa dagana beintengist því að umræða síðastliðnu ára um að gefa konum fleiri tækifæri og pláss í kvikmyndaiðnaðinum. Í þakkarræðu sinni á Óskarsverðlaununum beindi hún orðum sínum af stúlkum, konum, mæðrum og dætrum þarna úti sem finna fyrir tónlistinni krauma innra með sér. Hvatti þær til að láta rödd sína óma því við þurfum að heyra hana. Þessar línur hafa vakið mikla athygli, ekki bara hér á okkar ástkæra ylhýra, heldur útum allan heim. Bara það að sjá Hildi Guðnadóttur vinna þessi verðlaun, öll þessi verðlaun, sem og segja þessi þýðingamiklu orð, er svo öflugt fræ í jafnréttisbaráttu kynjanna. Þetta mun hafa áhrif á stúlkur og ungar konur sem eru að læra á hljóðfæri. Hvort sem það er selló, bassa eða trommur. Eða bara hvað sem er. Það að sjá hana ganga sína sigurgöngu býr til pláss og sýn í hugarheimi framtíðarkynslóðar um að trúa því að geta gert það sama. Allavega skapað tónlist. Verið höfundur tónverks, lags eða texta. Síðast þegar ég vissi þá fengu konur greitt tæp 9% höfundarréttargjalda frá STEF. Sem þýðir að á móti 9 körlum þá er 1 kona sem hefur samið lag eða texta hér á landi. Einmitt. Landinu sem er oft talið vera jafnréttisparadís og trónir á toppum lista yfir slíka málaflokka. Ég efast ekki í eina mínútu um að Hildur Guðnadóttir sé að fara að hafa áhrif til hins betra og við förum að sjá þetta sorglega prósentuhlutfall breytast á næstu árum. „If you can see it, you can be it“ eða „Ef þú getur séð það, þá getur þú verið það“ á við um svo margt þegar það kemur að mannréttindabaráttunni allri. Margt hefur áunnist. Mjög margt er ennþá ábótavant. Ég trúi ennþá á að við náum að sigra og gera jafnréttið lóðrétt í allri sinni dýrð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og örugglega allir Íslendingar vita þá vann Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaun í nótt, fyrst Íslendinga. Verðlaunin fékk hún fyrir tónlist við kvikmyndina Joker. Fyrir hafði okkar kona unnið öll verðlaun sem hún var tilnefnd til og þá líka fyrir tónsköpun sína við þættina Chernobyl. Óskarsverðlaunin eru nú líklegast talin þau allra virtustu og eftirsóttustu. Svo það er ekkert hægt að draga úr þeirri staðreynd að þjóðin er að springa úr stolti. Hildur hefur lagt mikla áherslu á að koma því að í viðtölum að velgegni hennar þessa dagana beintengist því að umræða síðastliðnu ára um að gefa konum fleiri tækifæri og pláss í kvikmyndaiðnaðinum. Í þakkarræðu sinni á Óskarsverðlaununum beindi hún orðum sínum af stúlkum, konum, mæðrum og dætrum þarna úti sem finna fyrir tónlistinni krauma innra með sér. Hvatti þær til að láta rödd sína óma því við þurfum að heyra hana. Þessar línur hafa vakið mikla athygli, ekki bara hér á okkar ástkæra ylhýra, heldur útum allan heim. Bara það að sjá Hildi Guðnadóttur vinna þessi verðlaun, öll þessi verðlaun, sem og segja þessi þýðingamiklu orð, er svo öflugt fræ í jafnréttisbaráttu kynjanna. Þetta mun hafa áhrif á stúlkur og ungar konur sem eru að læra á hljóðfæri. Hvort sem það er selló, bassa eða trommur. Eða bara hvað sem er. Það að sjá hana ganga sína sigurgöngu býr til pláss og sýn í hugarheimi framtíðarkynslóðar um að trúa því að geta gert það sama. Allavega skapað tónlist. Verið höfundur tónverks, lags eða texta. Síðast þegar ég vissi þá fengu konur greitt tæp 9% höfundarréttargjalda frá STEF. Sem þýðir að á móti 9 körlum þá er 1 kona sem hefur samið lag eða texta hér á landi. Einmitt. Landinu sem er oft talið vera jafnréttisparadís og trónir á toppum lista yfir slíka málaflokka. Ég efast ekki í eina mínútu um að Hildur Guðnadóttir sé að fara að hafa áhrif til hins betra og við förum að sjá þetta sorglega prósentuhlutfall breytast á næstu árum. „If you can see it, you can be it“ eða „Ef þú getur séð það, þá getur þú verið það“ á við um svo margt þegar það kemur að mannréttindabaráttunni allri. Margt hefur áunnist. Mjög margt er ennþá ábótavant. Ég trúi ennþá á að við náum að sigra og gera jafnréttið lóðrétt í allri sinni dýrð.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun