„Neikvæðni” núna eða braggi síðar? Guðlaugur Kristmundsson og Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. febrúar 2020 10:00 Í síðasta Garðapósti vísar bæjarfulltrúi meirihlutans til þess að af og til kvikni umræða um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Af greininni má ætla að bæjarfulltrúinn láti sér þetta í léttu rúmi liggja, enda sé þetta eins og hver önnur kvefpest sem gangi yfir. Bæjarfulltrúi meirihlutans heldur áfram og varar við að slík umræða um þurrar tölur sé leiðinleg og fólk eigi helst ekki að verja tíma sínum í að fylgjast með slíkum málum. Bæjarfulltrúinn bendir réttilega á að skuldasöfnun hefur verið hófleg og það hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í gegnum rekstur og sjóðsstreymi. Við erum sammála að sú staða er góð, æskileg og henni ætti að viðhalda. Við gagnrýnum hins vegar lélega áætlanagerð framkvæmda, slæma verkstjórn þeirra og hryllilega lélega upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa, sem hafa það hlutverk að veita aðhald og tryggja góða notkun fjármuna. Meirihlutanum finnst of þægilegt að draga upp úr hatti þær tölur sem koma vel út en hunsa aðra mælikvarða. Ábyrg fjármálastefna? Braggamál Reykjavíkurborgar er okkur minnistætt. Þar fór framkvæmd illa fram úr áætlunum og kjörnir fulltrúar brugðust eftirlitsskyldu sinni. Bragginn kostaði 400 milljónir króna en átti að kosta 158 milljónir. Framkvæmdin kostaði hvern Reykvíking rúmar 3.000 krónur og samfélagið fór á hliðina yfir innfluttum stráum. Garðabær tók í notkun fundarsal sem kostaði meira en 400 milljónir. Þar lá engin áætlun fyrir, enda framkvæmdin aðeins að hentisemi meirihlutans, sem mjatlaði fjármunum í hana í hvert sinn sem verktakar kölluðu eftir meira fé. Fundarsalurinn kostaði hvern Garðbæing rúmlega 25.000 krónur, varlega áætlað. Stolt Garðabæjar Skilaboð íbúa til kjörinna fulltrúa eru mjög skýr þegar kemur að innviðum sveitarfélagsins. Þeir kalla eftir styrkari stoðum undir grunnþjónustu Garðabæjar þar með talið stolt bæjarins, leikskólana. Leikskólarnir okkar eru alltaf ofarlega á blaði þegar íbúar eru spurðir um þá þætti þjónustu samfélagsins sem þeir eru ánægðir með, enda standast þeir líka mjög vel samanburð við leikskóla annarra sveitarfélaga. Slík þjónusta hlýtur að þurfa að hvíla á styrkum stoðum, þar sem allur aðbúnaður eflir faglegt starf og tryggir gleði og ánægju allra sem að koma. Annað er skammarlegt. Mikil þörf er á fjárfestingum í leik- og grunnskólum bæjarins. Vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk þarf að bæta, útisvæði leikskólanna kalla á viðhald og endurnýjun og grunnskólar þurfa að stækka til að rúma vel allan nemendahópinn. Ný hverfi kalla á uppbyggingu þjónustu og ráðast þarf í þá uppbyggingu á grundvelli vandaðra áætlana, öflugra framkvæmda og virks eftirlits. Gagnsæ stjórnsýsla og ábyrgð kjörinna fulltrúa Stærsta framkvæmd Garðabæjar er nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri. Sú framkvæmd kostar hvern bæjarbúa að lágmarki 280.000 krónur. Meirihlutinn bregst hins vegar illa við og sakar okkur um neikvæðni þegar við ætlum að rekja eftirlitsskyldur okkar, spyrja spurninga og krefjast heiðarlegra svara um stöðu mála. Samt erum við eingöngu að uppfylla skyldur okkar, lögum samkvæmt. Við viljum ekki að Garðabær æði út í nýtt braggamál og reisi sér ofurdýran minnisvarða um lélega áætlanagerð og slæmt eftirlit með framkvæmdum. Íbúar Garðabæjar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að kjörnir fulltrúar sinni ekki eftirlitsskyldu sinni. Þeir eiga heimtingu á að fulltrúar þeirra ræki starf sitt af trúmennsku og fari vel með þá fjármuni sem þeim er treyst fyrir. Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja 8 fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki og þrír frá Garðabæjarlistanum. Við í Garðabæjarlistanum munum hér eftir sem hingað til rækja eftirlitshlutverk okkar til að tryggja ábyrga notkun fjármuna. Við hljótum að gera þá kröfu til annarra bæjarfulltrúa. Þeir ættu allir að taka því fagnandi þegar leitast er við að upplýsa sem allra best hvernig staðið er að framkvæmdum í bænum, enda slíkar framkvæmdir á þeirra ábyrgð. Við ætlum ekki að bíða eftir að braggareikningar berist eftir á. Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og Guðlaugur Kristmundsson fulltrúi Garðabæjarlistans í leikskólanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í síðasta Garðapósti vísar bæjarfulltrúi meirihlutans til þess að af og til kvikni umræða um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Af greininni má ætla að bæjarfulltrúinn láti sér þetta í léttu rúmi liggja, enda sé þetta eins og hver önnur kvefpest sem gangi yfir. Bæjarfulltrúi meirihlutans heldur áfram og varar við að slík umræða um þurrar tölur sé leiðinleg og fólk eigi helst ekki að verja tíma sínum í að fylgjast með slíkum málum. Bæjarfulltrúinn bendir réttilega á að skuldasöfnun hefur verið hófleg og það hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í gegnum rekstur og sjóðsstreymi. Við erum sammála að sú staða er góð, æskileg og henni ætti að viðhalda. Við gagnrýnum hins vegar lélega áætlanagerð framkvæmda, slæma verkstjórn þeirra og hryllilega lélega upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa, sem hafa það hlutverk að veita aðhald og tryggja góða notkun fjármuna. Meirihlutanum finnst of þægilegt að draga upp úr hatti þær tölur sem koma vel út en hunsa aðra mælikvarða. Ábyrg fjármálastefna? Braggamál Reykjavíkurborgar er okkur minnistætt. Þar fór framkvæmd illa fram úr áætlunum og kjörnir fulltrúar brugðust eftirlitsskyldu sinni. Bragginn kostaði 400 milljónir króna en átti að kosta 158 milljónir. Framkvæmdin kostaði hvern Reykvíking rúmar 3.000 krónur og samfélagið fór á hliðina yfir innfluttum stráum. Garðabær tók í notkun fundarsal sem kostaði meira en 400 milljónir. Þar lá engin áætlun fyrir, enda framkvæmdin aðeins að hentisemi meirihlutans, sem mjatlaði fjármunum í hana í hvert sinn sem verktakar kölluðu eftir meira fé. Fundarsalurinn kostaði hvern Garðbæing rúmlega 25.000 krónur, varlega áætlað. Stolt Garðabæjar Skilaboð íbúa til kjörinna fulltrúa eru mjög skýr þegar kemur að innviðum sveitarfélagsins. Þeir kalla eftir styrkari stoðum undir grunnþjónustu Garðabæjar þar með talið stolt bæjarins, leikskólana. Leikskólarnir okkar eru alltaf ofarlega á blaði þegar íbúar eru spurðir um þá þætti þjónustu samfélagsins sem þeir eru ánægðir með, enda standast þeir líka mjög vel samanburð við leikskóla annarra sveitarfélaga. Slík þjónusta hlýtur að þurfa að hvíla á styrkum stoðum, þar sem allur aðbúnaður eflir faglegt starf og tryggir gleði og ánægju allra sem að koma. Annað er skammarlegt. Mikil þörf er á fjárfestingum í leik- og grunnskólum bæjarins. Vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk þarf að bæta, útisvæði leikskólanna kalla á viðhald og endurnýjun og grunnskólar þurfa að stækka til að rúma vel allan nemendahópinn. Ný hverfi kalla á uppbyggingu þjónustu og ráðast þarf í þá uppbyggingu á grundvelli vandaðra áætlana, öflugra framkvæmda og virks eftirlits. Gagnsæ stjórnsýsla og ábyrgð kjörinna fulltrúa Stærsta framkvæmd Garðabæjar er nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri. Sú framkvæmd kostar hvern bæjarbúa að lágmarki 280.000 krónur. Meirihlutinn bregst hins vegar illa við og sakar okkur um neikvæðni þegar við ætlum að rekja eftirlitsskyldur okkar, spyrja spurninga og krefjast heiðarlegra svara um stöðu mála. Samt erum við eingöngu að uppfylla skyldur okkar, lögum samkvæmt. Við viljum ekki að Garðabær æði út í nýtt braggamál og reisi sér ofurdýran minnisvarða um lélega áætlanagerð og slæmt eftirlit með framkvæmdum. Íbúar Garðabæjar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að kjörnir fulltrúar sinni ekki eftirlitsskyldu sinni. Þeir eiga heimtingu á að fulltrúar þeirra ræki starf sitt af trúmennsku og fari vel með þá fjármuni sem þeim er treyst fyrir. Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja 8 fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki og þrír frá Garðabæjarlistanum. Við í Garðabæjarlistanum munum hér eftir sem hingað til rækja eftirlitshlutverk okkar til að tryggja ábyrga notkun fjármuna. Við hljótum að gera þá kröfu til annarra bæjarfulltrúa. Þeir ættu allir að taka því fagnandi þegar leitast er við að upplýsa sem allra best hvernig staðið er að framkvæmdum í bænum, enda slíkar framkvæmdir á þeirra ábyrgð. Við ætlum ekki að bíða eftir að braggareikningar berist eftir á. Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og Guðlaugur Kristmundsson fulltrúi Garðabæjarlistans í leikskólanefnd.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar