Hilmar Elísson er skyndihjálparmaður ársins: Lærði skyndihjálp eftir björgunina Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2020 19:00 Hilmir Elísson var útnefndur skyndihjálarmaður ársins á 112 deginum Það á að vera skylda fyrir alla að læra skyndihjálp. Þetta segir maður sem útnefndur var skyndihjálparmaður ársins á 112-deginum í dag en hann dró meðvitundarlausan mann upp af botni sundlaugar í fyrra. Þá var sjónum einnig beint að öryggi fólks í umferðinni í dag. Samstarfsaðilar 112-dagsins vara fólk sérstaklega við að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum. „Við viljum náttúrulega helst ekki fá nein símtöl hérna inn með umferðarslysum og sérstaklega ekki á ungu fólki og það er það erfiðasta sem við erum að fást við og það er kominn tími til að gera átak í þessu,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og bætir við að Neyðarlínan fái allt of mörg símtöl vegna bílslysa. Þá var skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur í dag en þann titil hlaut Hilmar Elísson. Í janúar í fyrra ákvað hann að fá sér sundsprett í Lágafellslaug í Mosfellsbæ eftir karlaþreksæfingu. Þegar hann var kominn í dýpri enda laugarinnar sá hann meðvitundarlausann mann á botninum. „Ég kafaði niður og tók í hann en náði ekki taki á honum og fór upp aftur og svo aftur niður og náði taki á honum og náði honum upp,“ segir Hilmar. Hann kallaði þá á félaga sína úr karlaleikfiminni sem einnig höfðu farið í sund eftir æfinguna og þeir hófu endurlífgun á meðan Hilmar hljóp og lét hringja á 112. Maðurinn komst aftur til meðvitundar eftir rúmlega mínútu. „Maður var ekkert að spá í tímanum,“ segir Hilmar sem ekki vill gera mikið úr sínum þætti, hann hafi einfaldlega verið á réttum stað á réttum tíma. „Þetta er erfitt á meðan áþessu stendur en þetta fór vel,“ segir Hilmar en það tók smá tíma en maðurinn sem hann bjargaði hefur náð fullum bata í dag. Eftir björgunina fóru mennirnir í karlaþrekinu allir að læra skyndihjálp. Hilmir segir gríðarlega mikilvægt að læra skyndihjálp. „Þetta á bara að vera skylda fyrir alla að læra þetta og viðhalda þessu,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Sundlaugar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Það á að vera skylda fyrir alla að læra skyndihjálp. Þetta segir maður sem útnefndur var skyndihjálparmaður ársins á 112-deginum í dag en hann dró meðvitundarlausan mann upp af botni sundlaugar í fyrra. Þá var sjónum einnig beint að öryggi fólks í umferðinni í dag. Samstarfsaðilar 112-dagsins vara fólk sérstaklega við að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum. „Við viljum náttúrulega helst ekki fá nein símtöl hérna inn með umferðarslysum og sérstaklega ekki á ungu fólki og það er það erfiðasta sem við erum að fást við og það er kominn tími til að gera átak í þessu,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og bætir við að Neyðarlínan fái allt of mörg símtöl vegna bílslysa. Þá var skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur í dag en þann titil hlaut Hilmar Elísson. Í janúar í fyrra ákvað hann að fá sér sundsprett í Lágafellslaug í Mosfellsbæ eftir karlaþreksæfingu. Þegar hann var kominn í dýpri enda laugarinnar sá hann meðvitundarlausann mann á botninum. „Ég kafaði niður og tók í hann en náði ekki taki á honum og fór upp aftur og svo aftur niður og náði taki á honum og náði honum upp,“ segir Hilmar. Hann kallaði þá á félaga sína úr karlaleikfiminni sem einnig höfðu farið í sund eftir æfinguna og þeir hófu endurlífgun á meðan Hilmar hljóp og lét hringja á 112. Maðurinn komst aftur til meðvitundar eftir rúmlega mínútu. „Maður var ekkert að spá í tímanum,“ segir Hilmar sem ekki vill gera mikið úr sínum þætti, hann hafi einfaldlega verið á réttum stað á réttum tíma. „Þetta er erfitt á meðan áþessu stendur en þetta fór vel,“ segir Hilmar en það tók smá tíma en maðurinn sem hann bjargaði hefur náð fullum bata í dag. Eftir björgunina fóru mennirnir í karlaþrekinu allir að læra skyndihjálp. Hilmir segir gríðarlega mikilvægt að læra skyndihjálp. „Þetta á bara að vera skylda fyrir alla að læra þetta og viðhalda þessu,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Sundlaugar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira