Hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 20:20 Eins og staðan er nú tekur viðvörunin gildi klukkan 3 aðfararnótt föstudagsins og gildir til klukkan 21. Veðurstofan Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. Litur viðvörunar ákvarðast ekki bara af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs – heldur einnig líkum á því að spáin gangi eftir. Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi aðfaranótt föstudags og gildir til klukkan 21 á föstudagskvöld. Útlit er fyrir að lægðin verði „sérlega djúp og áköf“ og nálgast hún nú landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. „En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?“ veltir sérfræðingur Veðurstofunnar upp í færslu sem birtist á vef stofnunarinnar í dag þar sem viðvörunarkerfið er útskýrt. Svarið felst m.a. í því að guli liturinn er einnig notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann. Þannig segir í skýringartexta fyrir gula viðvörun að slík viðvörun geti gefið til kynna að „litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Í færslunni segir jafnframt að þetta eigi einmitt við veðrið sem nú er væntanlegt á föstudag. „Þegar nær dregur, og líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast, hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem við köllum „Áhrifafylkið“. Þar er horft á „líkur“ og „áhrif“. Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Staðsetningu viðvörunarinnar fyrir föstudaginn í áhrifafylkinu má sjá hér að ofan. Staðsetningin er miðuð við spárnar eins og þær líta út í dag. „Segjum sem svo að spárnar breytist ekki hvað varðar ákefðina í veðrinu. Líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast hins vegar eftir því sem nær dregur föstudeginum og því myndi viðvörunin færast lóðrétt upp líkindaásinn og fá þannig appelsínugulan lit,“ segir í færslu Veðurstofunnar. „Þetta dæmi sýnir að það er mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun 3-5 daga fram í tímann táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum.“ Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. Litur viðvörunar ákvarðast ekki bara af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs – heldur einnig líkum á því að spáin gangi eftir. Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi aðfaranótt föstudags og gildir til klukkan 21 á föstudagskvöld. Útlit er fyrir að lægðin verði „sérlega djúp og áköf“ og nálgast hún nú landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. „En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?“ veltir sérfræðingur Veðurstofunnar upp í færslu sem birtist á vef stofnunarinnar í dag þar sem viðvörunarkerfið er útskýrt. Svarið felst m.a. í því að guli liturinn er einnig notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann. Þannig segir í skýringartexta fyrir gula viðvörun að slík viðvörun geti gefið til kynna að „litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Í færslunni segir jafnframt að þetta eigi einmitt við veðrið sem nú er væntanlegt á föstudag. „Þegar nær dregur, og líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast, hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem við köllum „Áhrifafylkið“. Þar er horft á „líkur“ og „áhrif“. Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Staðsetningu viðvörunarinnar fyrir föstudaginn í áhrifafylkinu má sjá hér að ofan. Staðsetningin er miðuð við spárnar eins og þær líta út í dag. „Segjum sem svo að spárnar breytist ekki hvað varðar ákefðina í veðrinu. Líkurnar á því að spáin gangi eftir aukast hins vegar eftir því sem nær dregur föstudeginum og því myndi viðvörunin færast lóðrétt upp líkindaásinn og fá þannig appelsínugulan lit,“ segir í færslu Veðurstofunnar. „Þetta dæmi sýnir að það er mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun 3-5 daga fram í tímann táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum.“
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. 11. febrúar 2020 06:54