Icelandair hefur aflýst 22 flugferðum til og frá Evrópu á föstudaginn 14.febrúar vegna veðurs. Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. Eins og staðan er núna er allt flug til og frá Bandaríkjunum og Kanada enn á áætlun á föstudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair.
Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. Appelsínugular viðvaranir eru í öllum landshlutum en víðast verður vindur 25-33m/s.
Eftirfarandi flugi hefur verið aflýst á morgun 14. febrúar
FI532/533 til og frá Munchen
FI520/521 til og frá Frankfurt
FI342/343 til og frá Helsinki
FI306/307 til og frá Stokkhólmi
FI500/501 til og frá Amsterdam
FI528/529 til og frá Berlín
FI204/205 til og frá Kaupmannahöfn
FI416/417 til og frá Dublin
FI544/545 til og frá París CDG
FI318/319 til og frá Osló
FI430/431 til og frá Glasgow
Búið að er að skipuleggja eftirfarandi aukaflug á morgun, 13. febrúar:
FI504 frá Keflavík til Amsterdam kl. 09:45
FI505 frá Amsterdam til Keflavíkur kl. 14:00
FI546 frá Keflavík til Parísar CDG kl. 16:00
FI547 frá París CDG til Keflavíkur kl. 20:35
FI524 frá Keflavík til Frankfurt kl. 14:40
FI525 frá Frankfurt til Keflavíkur kl. 19:20
FI216 frá Keflavík til Kaupmannahafnar kl. 16:10
FI217 frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur kl. 20:20
Röskunin hefur áhrif á þúsundir farþega en um 8000 farþegar áttu bókað flug með Icelandair á föstudag. Í tilkynningu Icelandair segir að nú þegar hafi um 1500 farþegar þegið boð flugfélagsins um að flýta og breyta flugi vegna þessa.
Þá hafa farþegar verið upplýstir um niðurfellingu flugs á föstudaginn. Unnið er að því að bóka farþegana í ný flug, hluta þeirra á morgun og restina í önnur flug á næstu dögum.
Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Nánari upplýsingar er að finna hér.