Stórt bandarískt fjölmiðlafyrirtæki í fjárhagskröggum Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2020 14:27 McClatchy rekur stór dagblöð eins og Miami Herald, The Kansas City Star, The Charlotte Observer og marga fleiri. AP/Wilfredo Lee Útgefandinn McClatchy, sem rekur 30 dagblöð í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna, hefur sótt um gjaldþrotsvernd. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja þó mögulegt að reka fyrirtækið áfram en rekstur McClatchy hófst í Kaliforníu árið 1857. Nú rekur fyrirtækið stór dagblöð eins og Miami Herald, The Kansas City Star, The Charlotte Observer og marga fleiri. Craig Forman, framkvæmdastjóri McClatchy, sagði í yfirlýsingu að slæm staða héraðsmiðla hafi áhrif á samfélög Bandaríkjanna og íbúa þeirra. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að tryggja rekstur fyrirtækisins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa tekjur McClatchy dregist saman samfleytt í tæp sex ár. Spár gera ráð fyrir frekari samdrætti en fyrirtækið hefur að undanförnu reynt að færa sig nær tekjumódeli sem snýr að áskriftum. Undanfarin ár hafa áskriftir verið að aukast um fimmtíu prósent á milli ára og eru áskriftatekjur McClatchy að verða sambærilegar auglýsingatekjum. „McClatchy er enn öflugt fyrirtæki sem er skuldbundið sjálfstæðri blaðamennsku sem spannar fimm kynslóðir í minni fjölskyldu,“ segir Kevin McClatchy, afkomandi stofnanda fyrirtækisins, James McClatchy. Fyrirtækið skuldar rúmar 700 milljónir dala og samþykki dómstólar gjaldþrotsverndarumsóknina verða rúmur helmingur þeirra skulda felldar niður og fjárfestingarsjóðurinn Chatham Asset Management mun taka yfir rekstur þess. Sjóðurinn er stærsti lánadrottinn McClatchy. Í frétt Washington Post segir að frá árinu 2004 hafi tuttugu prósent dagblaða Bandaríkjanna orðið gjaldþrota. Samhliða því hafi störfum fækkað um helming. Penny Abernathy, sérfræðingur í efnahagsmálum fjölmiðla við háskóla Norður-Karólínu, segir heildarauglýsingatekjur í geiranum hafa árið 2010, verið lægri en þær voru árið 1950. Þá hafi forsvarsmenn dagblaða búist við því að hægt væri að hagnast á auglýsingum á netinu og halda rekstri áfram. Það hafi þó ekki gengið eftir. „Vandamálið er það að árið 2015 fóru um 75 prósent allra auglýsingatekna í Bandaríkjunum til Google og Facebook,“ segir Abernathy. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Útgefandinn McClatchy, sem rekur 30 dagblöð í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna, hefur sótt um gjaldþrotsvernd. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja þó mögulegt að reka fyrirtækið áfram en rekstur McClatchy hófst í Kaliforníu árið 1857. Nú rekur fyrirtækið stór dagblöð eins og Miami Herald, The Kansas City Star, The Charlotte Observer og marga fleiri. Craig Forman, framkvæmdastjóri McClatchy, sagði í yfirlýsingu að slæm staða héraðsmiðla hafi áhrif á samfélög Bandaríkjanna og íbúa þeirra. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að tryggja rekstur fyrirtækisins. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa tekjur McClatchy dregist saman samfleytt í tæp sex ár. Spár gera ráð fyrir frekari samdrætti en fyrirtækið hefur að undanförnu reynt að færa sig nær tekjumódeli sem snýr að áskriftum. Undanfarin ár hafa áskriftir verið að aukast um fimmtíu prósent á milli ára og eru áskriftatekjur McClatchy að verða sambærilegar auglýsingatekjum. „McClatchy er enn öflugt fyrirtæki sem er skuldbundið sjálfstæðri blaðamennsku sem spannar fimm kynslóðir í minni fjölskyldu,“ segir Kevin McClatchy, afkomandi stofnanda fyrirtækisins, James McClatchy. Fyrirtækið skuldar rúmar 700 milljónir dala og samþykki dómstólar gjaldþrotsverndarumsóknina verða rúmur helmingur þeirra skulda felldar niður og fjárfestingarsjóðurinn Chatham Asset Management mun taka yfir rekstur þess. Sjóðurinn er stærsti lánadrottinn McClatchy. Í frétt Washington Post segir að frá árinu 2004 hafi tuttugu prósent dagblaða Bandaríkjanna orðið gjaldþrota. Samhliða því hafi störfum fækkað um helming. Penny Abernathy, sérfræðingur í efnahagsmálum fjölmiðla við háskóla Norður-Karólínu, segir heildarauglýsingatekjur í geiranum hafa árið 2010, verið lægri en þær voru árið 1950. Þá hafi forsvarsmenn dagblaða búist við því að hægt væri að hagnast á auglýsingum á netinu og halda rekstri áfram. Það hafi þó ekki gengið eftir. „Vandamálið er það að árið 2015 fóru um 75 prósent allra auglýsingatekna í Bandaríkjunum til Google og Facebook,“ segir Abernathy.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira