Landinn á Kanarí skemmti sér konunglega þó engir væru pungarnir né slátrið Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2020 15:25 Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum þó enginn væri þorramaturinn. „Þetta tókst allt rosalega vel til. Við vorum með 220 manns í kjötsúpu og síldarrétti líka. Allir glaðir og ánægðir,“ segir Jóhanna Kristín Júlíusdóttir formaður Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. Þorrablót Íslendinga á Kanarí, sem haldið var í gær, fer í sögubækurnar en eins og Vísir greindi frá í gær vildi ekki betur til en svo þorramaturinn sem pantaður hafði verið til gleðinnar var hent í tollinum. Jóhanna Kristín þurfti að heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum þegar fyrir lá að enginn yrði þorramaturinn. En, það tókst og allir skemmtu sér konunglega. Fóru þar hinar íslensku kræsingar fyrir lítið, í ruslið og þjóðarstoltið að einhverju leyti með því ekki virtast Spánverjar gefa mikið fyrir hið einstaka „delicatessen“ frá Íslandi. Tvennum sögum fer af því hvað varð til þess. Heimatilbúin skemmtiatriði En, Jóhanna Kristín og félagar létu þetta ekki slá sig út af laginu. „Við urðum að bretta upp ermar og gera eitthvað. Og það tókst,“ segir hún í samtali við Vísi. Glöð og kát en þreytt eftir að hafa fengist við þennan vanda og svo það að hafa skemmt sér konunglega. Hún segir það vissulega svo hafa verið að þau hafi saknað þorramatsins en létu það hins vegar ekki á sig fá. „Það voru skemmtiatriði. Við vorum búin að æfa upp karlakór og svo voru ýmis atriði, allt heimatilbúið. Að sjálfsögðu,“ segir Jóhanna Kristín spurð hvort ekki hafi verið gripið til þess að fá rándýra skemmtikrafta að sunnan. Gleðin stóð lengi. Hin formlega skemmtun stóð frá klukkan fimm til ellefu og svo hélt fólk áfram víðsvegar um það. Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. „Eins og lög gera ráð fyrir. Við erum ofboðslega þakklát stjórnin hversu vel tókst til en við erum sprungin af vinnu. En allir boðnir og búnir að aðstoða. Miklar þakkir til fólks fyrir. Það voru allir voru samtaka um að láta þetta takast.“ Pappírsvesen til vandræða Nóg var til að súpu og síld en er komið í ljós hvað olli því að Spánverjinn fargaði þorramatnum? „Það var eitthvert pappírsvesen sem klikkaði. Við erum ekki búin að fá þetta alveg á hreint þannig að við getum ekki tjáð okkur nánar um það.“En, nú segir sagan að daun hafi lagt fyrir vit tollvarða, svo stækur að viðkvæm spánsk nef þoldu ekki við og því var þessi herramanns matur umsvifalaust urðaður? „Það er ekki rétt. Svo margar sögur sem fara af stað. Þetta var ofboðslega vel frá þessu gengið, vakúmpakkað. Kjarnafæði er málið. Það er ekki rétt að ekki hafi verið vel frá matnum gengið. Það er alveg á hreinu. Allt á hreinu hjá þeim.“ Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
„Þetta tókst allt rosalega vel til. Við vorum með 220 manns í kjötsúpu og síldarrétti líka. Allir glaðir og ánægðir,“ segir Jóhanna Kristín Júlíusdóttir formaður Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. Þorrablót Íslendinga á Kanarí, sem haldið var í gær, fer í sögubækurnar en eins og Vísir greindi frá í gær vildi ekki betur til en svo þorramaturinn sem pantaður hafði verið til gleðinnar var hent í tollinum. Jóhanna Kristín þurfti að heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum þegar fyrir lá að enginn yrði þorramaturinn. En, það tókst og allir skemmtu sér konunglega. Fóru þar hinar íslensku kræsingar fyrir lítið, í ruslið og þjóðarstoltið að einhverju leyti með því ekki virtast Spánverjar gefa mikið fyrir hið einstaka „delicatessen“ frá Íslandi. Tvennum sögum fer af því hvað varð til þess. Heimatilbúin skemmtiatriði En, Jóhanna Kristín og félagar létu þetta ekki slá sig út af laginu. „Við urðum að bretta upp ermar og gera eitthvað. Og það tókst,“ segir hún í samtali við Vísi. Glöð og kát en þreytt eftir að hafa fengist við þennan vanda og svo það að hafa skemmt sér konunglega. Hún segir það vissulega svo hafa verið að þau hafi saknað þorramatsins en létu það hins vegar ekki á sig fá. „Það voru skemmtiatriði. Við vorum búin að æfa upp karlakór og svo voru ýmis atriði, allt heimatilbúið. Að sjálfsögðu,“ segir Jóhanna Kristín spurð hvort ekki hafi verið gripið til þess að fá rándýra skemmtikrafta að sunnan. Gleðin stóð lengi. Hin formlega skemmtun stóð frá klukkan fimm til ellefu og svo hélt fólk áfram víðsvegar um það. Gleðin var við völd á þorrablóti Íslendingafélagsins á Kanaríeyjum. „Eins og lög gera ráð fyrir. Við erum ofboðslega þakklát stjórnin hversu vel tókst til en við erum sprungin af vinnu. En allir boðnir og búnir að aðstoða. Miklar þakkir til fólks fyrir. Það voru allir voru samtaka um að láta þetta takast.“ Pappírsvesen til vandræða Nóg var til að súpu og síld en er komið í ljós hvað olli því að Spánverjinn fargaði þorramatnum? „Það var eitthvert pappírsvesen sem klikkaði. Við erum ekki búin að fá þetta alveg á hreint þannig að við getum ekki tjáð okkur nánar um það.“En, nú segir sagan að daun hafi lagt fyrir vit tollvarða, svo stækur að viðkvæm spánsk nef þoldu ekki við og því var þessi herramanns matur umsvifalaust urðaður? „Það er ekki rétt. Svo margar sögur sem fara af stað. Þetta var ofboðslega vel frá þessu gengið, vakúmpakkað. Kjarnafæði er málið. Það er ekki rétt að ekki hafi verið vel frá matnum gengið. Það er alveg á hreinu. Allt á hreinu hjá þeim.“
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36
Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. 12. febrúar 2020 18:21