Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 13:08 Björgunarsveitarfólk kom mæðgunum og kisunum til bjargar. Jóhann Issi Hallgrímsson Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. Dóttir hennar vakti hana um tíuleytið þar sem þær sváfu í kjallara hússins og þurftu að hafa sig alla við að komast upp á efri hæðina þar sem vatn streymdi inn í kjallarann. Ingibjörg býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsi við Gerðarveg í Garðinum sem stendur nokkuð nærri sjónum. Sjógangur á land hefur verið sögulega mikill í morgun og íbúar hafa fundið fyrir því. Engir meira en mægðurnar í Hjarðarholti. „Ég fékk mér lúr eftir að hafa verið vakandi langt fram á nótt. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað gæti gerst. En ég gafst upp klukkan fjögur þegar ég sá ekkert í myrkrinu,“ segir Ingibjörg sem sefur í kjallaranum með dóttur sinni. Frá vettvangi í morgun.Jóhann Issi Hallgrímsson Svo heyrði hún í dóttur sinni um tíuleytið og rumskaði. „Hún kallaði: Mamma það flæðir!“ segir Ingibjörg sem opnaði útidyrnar í kjallaranum sem skilaði sér í enn meira flæði inn í kjallarann. „Svo var það bara að ná í buxurnar, símann og hlaupa upp,“ segir Ingibjörg en innangengt er úr kjallaranum á efri hæðina. Svo hvasst var að illa gekk að opna útidyrahurðina auk þess sem allt er á floti í kringum húsið. Mæðgurnar voru fegnar þegar björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Ægi í Garði mættu á bíl sínum og náðu mæðgunum úr húsinu. Raunar þurfti tvo hrausta björgunarsveitarmenn til að opna útidyrnar á húsinu því afar hvasst var. Ingibjörg hrósar björgunarsveitarmönnunum í hástert fyrir vinnu þeirra. „Ég er rosalega ánægð með strákana. Þeir eiga hrós skilið.“ Öldugangurinn hefur sömuleiðis verið mikill í Reykjanesbæ þar sem mæðgurnar halda til hjá ættingjum.Jóhann Issi Hallgrímsson Ekki þurfti aðeins að bjarga mæðgunum heldur einnig kisunum þeirra. Mægðurnar ráða nú ráðum sínum í Reykjanesbæ með kisunum sem eru órólegar á nýju tímabundnu heimili. „Við erum að hugsa næstu skref. Hvar allir iga að sofa, hvernig maður kemst í vinnu á mánudaginn með engin föt,“ segir Ingibjörg. Öll föt hennar og dóttur hennar eru á kafi í vatni í kjallaranum. Sömuleiðis rúm þeirra, þvottavél og fleira. Ingibjörg er ekki meðvituð um stöðu mála hjá öðrum húsum í Garði. Hún hefur búið þar í þrjú ár og aldrei upplifað neitt svona. Húsið þeirra er líklega einstakt að því leitinu að það er með kjallara. Það gildir um fæst hús í Garði. Hún hefur ekki áhyggjur af efri hæð hússins. Vatnslínan hafi verið sýnileg á gluggunum úr kjallaranum en nái tæplega upp á efri hæðina. Hún segist sjá að einhverju leyti eftir því að hafa ekki yfirgefið húsið í nótt enda hafði hún tilfinningu fyrir því að eitthvað svona gæti ekki gerst. „En það er ekkert hægt að ráða við þetta. Þetta er bara hafið.“ Gusugangurinn er mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Ingólfur Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis, segir nóg hafa verið að gera í morgun þótt álag hafi verið meira. Sjór hafi gengið á húsin sem standi nálægt sjónum. Þeir hafi aðstoðað mæðgurnar við að komast í skjól og unnið verkefnið í samvinnu við slökkviliðið. Líklega hafi um þrettán sinnt björgunarsveitarstörfum í morgun í tveimur hópum. Rauð viðvörun hefur verið á suðvesturhorninu það sem af er degi. „Þetta er vonskuveður. Fólk ætti ekki að vera mikið á ferðinni og ætti að fylgjast vel með eigum sínum.“ Veðrið sé aðeins byrjað að ganga niður. Hann er uppalinn Garðsbúi en muni ekki eftir að hafa séð annan eins sjógang. Björgunarsveitir Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. Dóttir hennar vakti hana um tíuleytið þar sem þær sváfu í kjallara hússins og þurftu að hafa sig alla við að komast upp á efri hæðina þar sem vatn streymdi inn í kjallarann. Ingibjörg býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsi við Gerðarveg í Garðinum sem stendur nokkuð nærri sjónum. Sjógangur á land hefur verið sögulega mikill í morgun og íbúar hafa fundið fyrir því. Engir meira en mægðurnar í Hjarðarholti. „Ég fékk mér lúr eftir að hafa verið vakandi langt fram á nótt. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað gæti gerst. En ég gafst upp klukkan fjögur þegar ég sá ekkert í myrkrinu,“ segir Ingibjörg sem sefur í kjallaranum með dóttur sinni. Frá vettvangi í morgun.Jóhann Issi Hallgrímsson Svo heyrði hún í dóttur sinni um tíuleytið og rumskaði. „Hún kallaði: Mamma það flæðir!“ segir Ingibjörg sem opnaði útidyrnar í kjallaranum sem skilaði sér í enn meira flæði inn í kjallarann. „Svo var það bara að ná í buxurnar, símann og hlaupa upp,“ segir Ingibjörg en innangengt er úr kjallaranum á efri hæðina. Svo hvasst var að illa gekk að opna útidyrahurðina auk þess sem allt er á floti í kringum húsið. Mæðgurnar voru fegnar þegar björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Ægi í Garði mættu á bíl sínum og náðu mæðgunum úr húsinu. Raunar þurfti tvo hrausta björgunarsveitarmenn til að opna útidyrnar á húsinu því afar hvasst var. Ingibjörg hrósar björgunarsveitarmönnunum í hástert fyrir vinnu þeirra. „Ég er rosalega ánægð með strákana. Þeir eiga hrós skilið.“ Öldugangurinn hefur sömuleiðis verið mikill í Reykjanesbæ þar sem mæðgurnar halda til hjá ættingjum.Jóhann Issi Hallgrímsson Ekki þurfti aðeins að bjarga mæðgunum heldur einnig kisunum þeirra. Mægðurnar ráða nú ráðum sínum í Reykjanesbæ með kisunum sem eru órólegar á nýju tímabundnu heimili. „Við erum að hugsa næstu skref. Hvar allir iga að sofa, hvernig maður kemst í vinnu á mánudaginn með engin föt,“ segir Ingibjörg. Öll föt hennar og dóttur hennar eru á kafi í vatni í kjallaranum. Sömuleiðis rúm þeirra, þvottavél og fleira. Ingibjörg er ekki meðvituð um stöðu mála hjá öðrum húsum í Garði. Hún hefur búið þar í þrjú ár og aldrei upplifað neitt svona. Húsið þeirra er líklega einstakt að því leitinu að það er með kjallara. Það gildir um fæst hús í Garði. Hún hefur ekki áhyggjur af efri hæð hússins. Vatnslínan hafi verið sýnileg á gluggunum úr kjallaranum en nái tæplega upp á efri hæðina. Hún segist sjá að einhverju leyti eftir því að hafa ekki yfirgefið húsið í nótt enda hafði hún tilfinningu fyrir því að eitthvað svona gæti ekki gerst. „En það er ekkert hægt að ráða við þetta. Þetta er bara hafið.“ Gusugangurinn er mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Ingólfur Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis, segir nóg hafa verið að gera í morgun þótt álag hafi verið meira. Sjór hafi gengið á húsin sem standi nálægt sjónum. Þeir hafi aðstoðað mæðgurnar við að komast í skjól og unnið verkefnið í samvinnu við slökkviliðið. Líklega hafi um þrettán sinnt björgunarsveitarstörfum í morgun í tveimur hópum. Rauð viðvörun hefur verið á suðvesturhorninu það sem af er degi. „Þetta er vonskuveður. Fólk ætti ekki að vera mikið á ferðinni og ætti að fylgjast vel með eigum sínum.“ Veðrið sé aðeins byrjað að ganga niður. Hann er uppalinn Garðsbúi en muni ekki eftir að hafa séð annan eins sjógang.
Björgunarsveitir Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels