Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 18:10 Það var afar hvasst í höfuðborginni í dag. Lægðin á morgun verður öllu rólegri. Vísir/Vilhelm Lægðin sem færir okkur hvassviðri, úrkomu og gular viðvaranir á morgun gæti slegið met, að því er fram kemur í færslu á veðurvefnum Blika.is. Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. Óveðrið sem gekk yfir landið í dag hefur valdið miklu tjóni á sunnanverðu landinu í dag. Rauðar viðvaranir voru í gildi í nokkrum landshlutum, sums staðar í fyrsta skipti, en veðrið hefur nú náð hámarki víðast hvar og dregið verulega úr vindi. Ekkert lát er þó á lægðagangi. Ný lægð nálgast nú landið úr suðvestri og kemur upp að austanverðu landinu í fyrramálið með talsverðri úrkomu og vindi. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Vestfjörðum en vindur gæti orðið allt að 20 m/s og hviður náð 40 m/s. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um lægð morgundagsins í færslu á veðurvefnum Bliku.is í dag. Þar segir hann að dýpt lægðarinnar á morgun veki sérstaka athygli. GFS-reiknilíkanið sem Blika byggi á reikni 915 hPa þrýsting í lægðarmiðjunni, „sem er með því lægsta sem sést,“ skrifar Sveinn. Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Það séu tvær lægðir sem keppi um þann „vafasama heiður“ að vera dýpstu lægðir sögunnar á heimsvísu. „Báðar þessar lægðir náðu sinni mestu dýpt í grennd við Ísland. Um er að ræða 912 - 915 hPa lægð sem náði mestu dýpt suðaustur af Íslandi þann 10. janúar 1993 og svo 916 hPa (af sumum talin 912 - 913 hPa) sem dólaði á hafinu milli Íslands og Grænlands 15. desember árið 1986. Þrátt fyrir mikla dýpt ollu þessar lægðir ekki teljandi vandræðum, allavega á Íslandi, enda var lægðamiðjan fjarri landi.“ Það verði því spennandi að sjá hvort nýtt „lægðaheimsmet“ verði slegið á morgun, þ.e. verði minni en 913 hPa, þó að slíkt verði að teljast ólíklegt – en langt í frá útilokað. „Það er þó nokkuð víst að lægðin verður sú dýpsta á þessari öld,“ skrifar Sveinn. Þá getur hann þess sérstaklega að lægðin, sem nefnd hefur verið „Denni dæmalausi“ í fjölmiðlum ytra, sé afar umfangsmikil. Veðurviðaranir vegna hennar hafi verið gefnar út í tólf löndum: Austurríki, Sviss, Spáni, Frakklandi, Írlandi, Íslandi, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Litháen, Slóveníu og Bretlandi. Færsla Sveins í heild. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Lægðin sem færir okkur hvassviðri, úrkomu og gular viðvaranir á morgun gæti slegið met, að því er fram kemur í færslu á veðurvefnum Blika.is. Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. Óveðrið sem gekk yfir landið í dag hefur valdið miklu tjóni á sunnanverðu landinu í dag. Rauðar viðvaranir voru í gildi í nokkrum landshlutum, sums staðar í fyrsta skipti, en veðrið hefur nú náð hámarki víðast hvar og dregið verulega úr vindi. Ekkert lát er þó á lægðagangi. Ný lægð nálgast nú landið úr suðvestri og kemur upp að austanverðu landinu í fyrramálið með talsverðri úrkomu og vindi. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Vestfjörðum en vindur gæti orðið allt að 20 m/s og hviður náð 40 m/s. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um lægð morgundagsins í færslu á veðurvefnum Bliku.is í dag. Þar segir hann að dýpt lægðarinnar á morgun veki sérstaka athygli. GFS-reiknilíkanið sem Blika byggi á reikni 915 hPa þrýsting í lægðarmiðjunni, „sem er með því lægsta sem sést,“ skrifar Sveinn. Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Það séu tvær lægðir sem keppi um þann „vafasama heiður“ að vera dýpstu lægðir sögunnar á heimsvísu. „Báðar þessar lægðir náðu sinni mestu dýpt í grennd við Ísland. Um er að ræða 912 - 915 hPa lægð sem náði mestu dýpt suðaustur af Íslandi þann 10. janúar 1993 og svo 916 hPa (af sumum talin 912 - 913 hPa) sem dólaði á hafinu milli Íslands og Grænlands 15. desember árið 1986. Þrátt fyrir mikla dýpt ollu þessar lægðir ekki teljandi vandræðum, allavega á Íslandi, enda var lægðamiðjan fjarri landi.“ Það verði því spennandi að sjá hvort nýtt „lægðaheimsmet“ verði slegið á morgun, þ.e. verði minni en 913 hPa, þó að slíkt verði að teljast ólíklegt – en langt í frá útilokað. „Það er þó nokkuð víst að lægðin verður sú dýpsta á þessari öld,“ skrifar Sveinn. Þá getur hann þess sérstaklega að lægðin, sem nefnd hefur verið „Denni dæmalausi“ í fjölmiðlum ytra, sé afar umfangsmikil. Veðurviðaranir vegna hennar hafi verið gefnar út í tólf löndum: Austurríki, Sviss, Spáni, Frakklandi, Írlandi, Íslandi, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Litháen, Slóveníu og Bretlandi. Færsla Sveins í heild.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02