Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 10:30 Staðan gæti alveg verið betri hjá Manchester City. vísir/epa Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. Refsinguna fengu Englandsmeistararnir fyrir brot á reglum um fjárhagslegta háttvísi, en sannað þykir að félagið hafi falsað upplýsingar um styrktarsamninga til að fegra bókhaldið. Forráðamenn City eru vonsviknir yfir ákvörðun UEFA, þó hún komi þeim ekki á óvart, og ætla að áfrýja niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. En hvernig verður framhald þessa máls? Spænska blaðið AS veltir upp sex lykilspurningum:Gæti CAS snúið dómnum við? Reiknað er með því að CAS kveði upp sinn úrskurð í sumar. Ef það næst ekki áður en næsta leiktíð hefst í Meistaradeildinni gæti City sóst eftir seinkun refsingar og þannig hugsanlega tekið þátt í keppninni á næstu leiktíð. Ef dómur CAS yrði City í óhag gæti félagið leitað til almennra dómstóla eins og svissneska félagið Sion gerði eftir að hafa verið meinuð þátttaka í Evrópudeildinni árið 2011. AS bendir á að áfrýjun AC Milan til CAS hafi skilað árangri á sínum tíma, þegar félagið hafði verið dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum. Milan gerði reyndar síðar samkomulag við UEFA um að fara í eins árs bann þegar UEFA hugðist fara af stað með nýtt mál gegn félaginu.Hvaða áhrif hefur dómurinn á ensku úrvalsdeildina? Hið virta enska blað The Independent segist hafa heimildir fyrir því að miklar líkur séu á að City verði refsað í Englandi með því að stig verði tekin af liðinu. Ekki þykir líklegt að liðinu verði vísað úr úrvalsdeildinni og stigin sem tekin verða af liðinu verða ekki svo mörg að liðið falli. Hvort sem að stig verða tekin af City eða ekki þá er ljóst að lið eins og Sheffield United, Manchester United, Everton og Tottenham eiga nú allt í einu aukna möguleika á Meistaradeildarsæti. Ef bannið gegn City heldur, en liðið verður samt í hópi fjögurra efstu í úrvalsdeildinni, þá fær liðið í 5. sæti þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.Hvað ef City vinnur Meistaradeildina? Manchester City er komið í 16-liða úrslit keppninnar í vetur og gæti mögulega unnið hana í fyrsta sinn. Ef svo fer, og bannið heldur, þá virðist sem svo að silfurlið keppninnar færi á HM félagsliða á næstu leiktíð, og myndi spila við sigurlið Evrópudeildarinnar um Ofurbikar UEFA.Má City kaupa leikmenn á meðan á banninu stendur? Já. Refsingin tengist ekki þeim refsingum sem Chelsea, Barcelona og Real Madrid hafa fengið fyrir brot á reglum um kaup á ungum leikmönnum.Hvaða áhrif hefur bannið á tekjur City? Mikil. Á þessari leiktíð er talið að félagið fái á bilinu 80-110 milljónir evra fyrir þátttöku sína í Meistaradeildinni. Þar að auki myndi það eflaust hafa mikil áhrif á styrktarsamninga og annað ef félagið yrði ekki með í keppninni.Munu stjörnuleikmenn og þjálfarinn segja bless? Það gæti reynst City erfitt að halda mönnum þegar liðið fær ekki að spila á stærsta sviðinu. Níu leikmenn úr hópnum nú eru með samning sem rennur út árið 2022 eða fyrr. Þar á meðal eru Fernandinho og Sergio Agüero sem eru með samning til 2021. Stjörnur á borð við Raheem Sterling, Kevin de Bruyne og Bernardo Silva, sem og þjálfarinn Pep Guardiola, gætu hæglega horfið á brott. Hafa ber í huga að City gæti neyðst til að selja leikmenn og lækka launakostnað duglega til að bregðast við dómnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. Refsinguna fengu Englandsmeistararnir fyrir brot á reglum um fjárhagslegta háttvísi, en sannað þykir að félagið hafi falsað upplýsingar um styrktarsamninga til að fegra bókhaldið. Forráðamenn City eru vonsviknir yfir ákvörðun UEFA, þó hún komi þeim ekki á óvart, og ætla að áfrýja niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. En hvernig verður framhald þessa máls? Spænska blaðið AS veltir upp sex lykilspurningum:Gæti CAS snúið dómnum við? Reiknað er með því að CAS kveði upp sinn úrskurð í sumar. Ef það næst ekki áður en næsta leiktíð hefst í Meistaradeildinni gæti City sóst eftir seinkun refsingar og þannig hugsanlega tekið þátt í keppninni á næstu leiktíð. Ef dómur CAS yrði City í óhag gæti félagið leitað til almennra dómstóla eins og svissneska félagið Sion gerði eftir að hafa verið meinuð þátttaka í Evrópudeildinni árið 2011. AS bendir á að áfrýjun AC Milan til CAS hafi skilað árangri á sínum tíma, þegar félagið hafði verið dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum. Milan gerði reyndar síðar samkomulag við UEFA um að fara í eins árs bann þegar UEFA hugðist fara af stað með nýtt mál gegn félaginu.Hvaða áhrif hefur dómurinn á ensku úrvalsdeildina? Hið virta enska blað The Independent segist hafa heimildir fyrir því að miklar líkur séu á að City verði refsað í Englandi með því að stig verði tekin af liðinu. Ekki þykir líklegt að liðinu verði vísað úr úrvalsdeildinni og stigin sem tekin verða af liðinu verða ekki svo mörg að liðið falli. Hvort sem að stig verða tekin af City eða ekki þá er ljóst að lið eins og Sheffield United, Manchester United, Everton og Tottenham eiga nú allt í einu aukna möguleika á Meistaradeildarsæti. Ef bannið gegn City heldur, en liðið verður samt í hópi fjögurra efstu í úrvalsdeildinni, þá fær liðið í 5. sæti þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.Hvað ef City vinnur Meistaradeildina? Manchester City er komið í 16-liða úrslit keppninnar í vetur og gæti mögulega unnið hana í fyrsta sinn. Ef svo fer, og bannið heldur, þá virðist sem svo að silfurlið keppninnar færi á HM félagsliða á næstu leiktíð, og myndi spila við sigurlið Evrópudeildarinnar um Ofurbikar UEFA.Má City kaupa leikmenn á meðan á banninu stendur? Já. Refsingin tengist ekki þeim refsingum sem Chelsea, Barcelona og Real Madrid hafa fengið fyrir brot á reglum um kaup á ungum leikmönnum.Hvaða áhrif hefur bannið á tekjur City? Mikil. Á þessari leiktíð er talið að félagið fái á bilinu 80-110 milljónir evra fyrir þátttöku sína í Meistaradeildinni. Þar að auki myndi það eflaust hafa mikil áhrif á styrktarsamninga og annað ef félagið yrði ekki með í keppninni.Munu stjörnuleikmenn og þjálfarinn segja bless? Það gæti reynst City erfitt að halda mönnum þegar liðið fær ekki að spila á stærsta sviðinu. Níu leikmenn úr hópnum nú eru með samning sem rennur út árið 2022 eða fyrr. Þar á meðal eru Fernandinho og Sergio Agüero sem eru með samning til 2021. Stjörnur á borð við Raheem Sterling, Kevin de Bruyne og Bernardo Silva, sem og þjálfarinn Pep Guardiola, gætu hæglega horfið á brott. Hafa ber í huga að City gæti neyðst til að selja leikmenn og lækka launakostnað duglega til að bregðast við dómnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn