Kawhi Leonard fyrstur til að fá Kobe Bryant bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 07:30 Kawhi Leonard með Kobe Bryant bikarinn eftir Stjörnuleik NBA deildarinnar í nótt. Getty/ Jesse D. Garrabrant Kawhi Leonard var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna þegar lið LeBron James vann nauman sigur í æsispennandi Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lið LeBron James sem lék undir merkjum Giönnu Bryant vann lið Giannis Antetokounmpo 157-155 en leikið var undir nýjum reglum og til heiðurs Kobe Bryant. Lið Giannis Antetokounmpo lék undir merkjum Kobe Bryant. Fyrir leikinn var það tilkynnt að verðlaunin fyrir mikilvægasta leikmann Stjörnuleiksins bæru hér eftir nafn Kobe Bryant og Kawhi Leonard fékk þau fyrstur alla. Kawhi Leonard skoraði 30 stig í leiknum og hitti úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta skiptir mig miklu máli. Ég á ekki orð til að lýsa því. Að vinna fyrsta Kobe Bryant bikarinn. Ég vil þakka Kobe fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Öll löngu spjöllin og æfingarnar. Takk fyrir. Þetta er fyrir hann,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. "Thank you. This one's for him." Kawhi Leonard thanks the late Kobe Bryant upon winning the first-ever Kia NBA All-Star Game Kobe Bryant MVP Award. pic.twitter.com/o8YS1jLRy9— NBA (@NBA) February 17, 2020 Nýju reglurnar voru þannig að eftir þrjá aðskilda leikhluta sem allir byrjuðu í 0-0 þá var spilað upp í 157 stig í lokaleikhlutanum. Liðin hans Giannis Antetokounmpo var 133-124 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana og þurftu LeBron James og félagar því að skora 33 stig til að vinna leikinn. Það tókst. Breytingarnar heppnuðust mjög vel og leikmenn líktu andrúmsloftinu eftir leik eins og að þetta hafi verið leikur í úrslitakeppni. Með því að keppa á fullu fram á síðustu sekúndu þá heiðruðu þeir minningu Kobe Bryant líklega best enda var Kobe þekktur fyrir keppnishörku sína. LeBron James var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst, Anthony Davis skoraði 20 stig og tók 9 fráköst og Chris Paul kom af bekknum með 23 stig og 6 stoðsendingar á 26 mínútum. Ben Simmons var líka flottur með 17 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar á 29 mínútum. Hjá liði Giannis Antetokounmpo var Giannis sjálfur atkvæðamestur með 25 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar en Kemba Walker skoraði 23 stig og Joel Embiid var með 22 stig og 10 fráköst. Rudy Gobert kom líka af bekknum með 21 stig og 11 fráköst á 19 mínútum. Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Kawhi Leonard var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna þegar lið LeBron James vann nauman sigur í æsispennandi Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lið LeBron James sem lék undir merkjum Giönnu Bryant vann lið Giannis Antetokounmpo 157-155 en leikið var undir nýjum reglum og til heiðurs Kobe Bryant. Lið Giannis Antetokounmpo lék undir merkjum Kobe Bryant. Fyrir leikinn var það tilkynnt að verðlaunin fyrir mikilvægasta leikmann Stjörnuleiksins bæru hér eftir nafn Kobe Bryant og Kawhi Leonard fékk þau fyrstur alla. Kawhi Leonard skoraði 30 stig í leiknum og hitti úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum. „Þetta skiptir mig miklu máli. Ég á ekki orð til að lýsa því. Að vinna fyrsta Kobe Bryant bikarinn. Ég vil þakka Kobe fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Öll löngu spjöllin og æfingarnar. Takk fyrir. Þetta er fyrir hann,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. "Thank you. This one's for him." Kawhi Leonard thanks the late Kobe Bryant upon winning the first-ever Kia NBA All-Star Game Kobe Bryant MVP Award. pic.twitter.com/o8YS1jLRy9— NBA (@NBA) February 17, 2020 Nýju reglurnar voru þannig að eftir þrjá aðskilda leikhluta sem allir byrjuðu í 0-0 þá var spilað upp í 157 stig í lokaleikhlutanum. Liðin hans Giannis Antetokounmpo var 133-124 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana og þurftu LeBron James og félagar því að skora 33 stig til að vinna leikinn. Það tókst. Breytingarnar heppnuðust mjög vel og leikmenn líktu andrúmsloftinu eftir leik eins og að þetta hafi verið leikur í úrslitakeppni. Með því að keppa á fullu fram á síðustu sekúndu þá heiðruðu þeir minningu Kobe Bryant líklega best enda var Kobe þekktur fyrir keppnishörku sína. LeBron James var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst, Anthony Davis skoraði 20 stig og tók 9 fráköst og Chris Paul kom af bekknum með 23 stig og 6 stoðsendingar á 26 mínútum. Ben Simmons var líka flottur með 17 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar á 29 mínútum. Hjá liði Giannis Antetokounmpo var Giannis sjálfur atkvæðamestur með 25 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar en Kemba Walker skoraði 23 stig og Joel Embiid var með 22 stig og 10 fráköst. Rudy Gobert kom líka af bekknum með 21 stig og 11 fráköst á 19 mínútum.
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti