Fékk gult spjald er hann gekk af velli eftir kynþáttaníð | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 12:30 Marega gefur skoðun sína á stuðningsmönnum í gær. Vísir/BBC Moussa Marega, leikmaður Porto, gekk af velli er liðið mætti Vitoria Guimarães í gærkvöld í portúgölsku úrvalsdeildinni. Marega varð fyrir kynþáttaníði er áhorfendur öskruðu apahljóð í áttinu að honum. Fékk Marega gult spjald frá dómara leiksins fyrir að ætla að ganga af velli. Marega, sem lék með Guimarães á láni tímabilið 2016-2017, skoraði seinna mark Porto á 60. mínútu í leiknum. Reyndist það sigurmark leiksins sem vannst 2-1. Rúmum tíu mínútum síðar gaf hann merki til þjálfara liðsins um að hann vildi koma út af. Svo má í raun segja að allt hafi farið í háaloft inn á vellinum. Klippa: Marega varð fyrir kynþáttaníði Marega, sem er fæddur í Frakklandi en foreldrar hans eru frá Malí, gaf augljóslega til kynna að hann vildi koma út af vegna hegðunar áhorfenda í hans garð. Í kjölfarið reyndu leikmenn Porto sem og Guimarães sitt ítrasta til að halda honum á vellinum, bókstaflega. Í þokkabót ákvað dómari leiksins, Luis Miguel Branco Godinho, að spjalda Marega fyrir það eitt að ætla að ganga af velli. Marega var á endanum skipt út af og í gaf hann stuðningsmönnum skýr skilaboð. Marega birti mynd á Instagram síðu sinni í gærkvöld þar sem hann tjáði skoðun sína. Undir myndinni má sjá lauslega þýðingu á því sem leikmaðurinn lét fylgja með. View this post on Instagram Gostaria apenas de dizer a esses idiotas que vêm ao estádio fazer gritos racistas ... vá se foder E também agradeço aos árbitros por não me defenderem e por terem me dado um cartão amarelo porque defendo minha cor da pele. Espero nunca mais encontrá-lo em um campo de futebol! VOCÊ É UMA VERGONHA !!!! A post shared by Moussa Marega (@marega11) on Feb 16, 2020 at 12:32pm PST „Til hálfvitanna sem komu á leikvanginn til að vera með kynþáttaníð … farið í rassgat. Einnig vil ég þakka dómaranum fyrir að verja mig ekki og gefa mér gult spjald er ég varð húðlit minn. Ég vonast til að hitta þig aldrei aftur á fótboltavellinum! Þú ert til skammar!“Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon, sem leikur með CSKA Moskvu í Rússlandi, hefur líkað við færsluna sem og Jesse Lingard, leikmaður Manchester United. Sérgio Conceição, þjálfari Porto, hefur fordæmt hegðun þessara stuðningsmanna Vitoria Guimarães en sagði jafnframt að hann teldi að flestir þeirra hegðuðu sér með meiri sæmd en þetta. Somos todos Moussa #notoracismpic.twitter.com/es2jYaQJDC— Sérgio Conceição (@CoachConceicao) February 16, 2020 Þá birti Guimarães yfirlýsingu á vefsíðu sinni að leik loknum þar sem kemur fram að ofbeldi og fordómar eigi ekki heima í heimi íþrótta. Mun félagið, í samstarfi við yfirvöld, skoða hvað átti sér stað. Sérstaklega er tekið fram að félagið styðji ekki yfirlýsingu Miguel Pinto Lisboe, forseta félagsins, en hann sagði að Marega hefði æst stuðningsmennina upp með hegðun sinni. Hann fordæmdi þó viðbrögð þeirra. Þá hefur Fernando Gomes, forseti portúgalska knattspyrnusambandsins, gefið það út að áhorfendurnir verði fundnir og sóttir til saka. Með sigrinum í gær er Porto aðeins stigi á eftir Benfica sem situr á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Marega hefur nú skorað fimm mörk ásamt því að leggja upp önnur fimm í þeim 15 leikjum sem hann hefur leikið það af er tímabili. Fótbolti Kynþáttafordómar Portúgal Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Moussa Marega, leikmaður Porto, gekk af velli er liðið mætti Vitoria Guimarães í gærkvöld í portúgölsku úrvalsdeildinni. Marega varð fyrir kynþáttaníði er áhorfendur öskruðu apahljóð í áttinu að honum. Fékk Marega gult spjald frá dómara leiksins fyrir að ætla að ganga af velli. Marega, sem lék með Guimarães á láni tímabilið 2016-2017, skoraði seinna mark Porto á 60. mínútu í leiknum. Reyndist það sigurmark leiksins sem vannst 2-1. Rúmum tíu mínútum síðar gaf hann merki til þjálfara liðsins um að hann vildi koma út af. Svo má í raun segja að allt hafi farið í háaloft inn á vellinum. Klippa: Marega varð fyrir kynþáttaníði Marega, sem er fæddur í Frakklandi en foreldrar hans eru frá Malí, gaf augljóslega til kynna að hann vildi koma út af vegna hegðunar áhorfenda í hans garð. Í kjölfarið reyndu leikmenn Porto sem og Guimarães sitt ítrasta til að halda honum á vellinum, bókstaflega. Í þokkabót ákvað dómari leiksins, Luis Miguel Branco Godinho, að spjalda Marega fyrir það eitt að ætla að ganga af velli. Marega var á endanum skipt út af og í gaf hann stuðningsmönnum skýr skilaboð. Marega birti mynd á Instagram síðu sinni í gærkvöld þar sem hann tjáði skoðun sína. Undir myndinni má sjá lauslega þýðingu á því sem leikmaðurinn lét fylgja með. View this post on Instagram Gostaria apenas de dizer a esses idiotas que vêm ao estádio fazer gritos racistas ... vá se foder E também agradeço aos árbitros por não me defenderem e por terem me dado um cartão amarelo porque defendo minha cor da pele. Espero nunca mais encontrá-lo em um campo de futebol! VOCÊ É UMA VERGONHA !!!! A post shared by Moussa Marega (@marega11) on Feb 16, 2020 at 12:32pm PST „Til hálfvitanna sem komu á leikvanginn til að vera með kynþáttaníð … farið í rassgat. Einnig vil ég þakka dómaranum fyrir að verja mig ekki og gefa mér gult spjald er ég varð húðlit minn. Ég vonast til að hitta þig aldrei aftur á fótboltavellinum! Þú ert til skammar!“Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon, sem leikur með CSKA Moskvu í Rússlandi, hefur líkað við færsluna sem og Jesse Lingard, leikmaður Manchester United. Sérgio Conceição, þjálfari Porto, hefur fordæmt hegðun þessara stuðningsmanna Vitoria Guimarães en sagði jafnframt að hann teldi að flestir þeirra hegðuðu sér með meiri sæmd en þetta. Somos todos Moussa #notoracismpic.twitter.com/es2jYaQJDC— Sérgio Conceição (@CoachConceicao) February 16, 2020 Þá birti Guimarães yfirlýsingu á vefsíðu sinni að leik loknum þar sem kemur fram að ofbeldi og fordómar eigi ekki heima í heimi íþrótta. Mun félagið, í samstarfi við yfirvöld, skoða hvað átti sér stað. Sérstaklega er tekið fram að félagið styðji ekki yfirlýsingu Miguel Pinto Lisboe, forseta félagsins, en hann sagði að Marega hefði æst stuðningsmennina upp með hegðun sinni. Hann fordæmdi þó viðbrögð þeirra. Þá hefur Fernando Gomes, forseti portúgalska knattspyrnusambandsins, gefið það út að áhorfendurnir verði fundnir og sóttir til saka. Með sigrinum í gær er Porto aðeins stigi á eftir Benfica sem situr á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Marega hefur nú skorað fimm mörk ásamt því að leggja upp önnur fimm í þeim 15 leikjum sem hann hefur leikið það af er tímabili.
Fótbolti Kynþáttafordómar Portúgal Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti