Er ekki í vafa um að Trent Alexander-Arnold geti unnið Gullhnöttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 12:00 Trent Alexander-Arnold er kominn með tíu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Getty/Marc Atkins Brasilíska knattspyrnugoðsögnin er mikill aðdáandi Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool og er tilbúinn að ganga svo langt að spá því að enski landsliðsbakvörðurinn verði einhvern tímann kosinn besti knattspyrnumaður heims. Trent Alexander-Arnold hefur verið frábær í sigurgöngu Liverpool liðsins og stoðsendingin hans í undanúrslitaleiknum á móti Barcelona gleymist seint. Alexander-Arnold raðar inn stoðsendingunum úr bakvarðarstöðunni og hefur allt til alls til að komast í hóp þeirra allra bestu að mati Cafu. Cafu segist sjá svolítið að sjálfum sér í Alexander-Arnold. „Ég held að Alexander-Arnold sé einn af bestu leikmönnum heims. Það er enginn vafi hjá mér um það. Hann hefur svo mikla hæfileika. Ég sé mikið af sjálfum mér í honum. Ég er tilbúinn að segja að hann hafi svolítið af brasilískri eðlishvöt út frá því hvernig hann spilar,“ sagði Cafu við Daily Mirror. 'No doubt about it' Brazil legend Cafu backs Liverpool star Trent Alexander-Arnold to win Ballon d'Or https://t.co/R9rgvb9TcM— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2020 Cafu er sjálfur í hópi bestu bakvarða sem hafa spilað þennan leik. Hann varð tvisvar heimsmeistari með Brasilíumönnum, lék alls þrjá úrslitaleiki á HM og lyfti heimsbikarnum sem fyrir liði Brasilíumanna á HM 2002. Cafu vann líka ítölsku deildina með bæði Roma og AC Milan og Meistaradeild Evrópu með AC Milan. „Mitt ráð til hans er einfalt: Haltu áfram að gera það sem þú hefur verið að gera undanfarin ár,“ sagði Cafui og bætti við: „Alexander-Arnold ætti ekki að breyta sínum leikstíl. Þótt að hann geri mistök þá á hann að halda áfram á sömu braut,“ sagði Cafu. „Ég held að hann hafi það sem þarf til að vinna Gullhnöttinn. Við þurfum líka að breyta þessu hugarfari að aðeins sóknarmenn eða framherjar geti unnið Gullhnöttinn,“ sagði Cafu. Liverpool stuðningsmenn verða þó að taka þessu með vissum fyrirvara. Það er ekki lengra síðan en árin 2014 og 2015 sem Cafu lýsti yfir aðdáun sinni á Liverpool leikmanninum Jon Flanagan. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin er mikill aðdáandi Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool og er tilbúinn að ganga svo langt að spá því að enski landsliðsbakvörðurinn verði einhvern tímann kosinn besti knattspyrnumaður heims. Trent Alexander-Arnold hefur verið frábær í sigurgöngu Liverpool liðsins og stoðsendingin hans í undanúrslitaleiknum á móti Barcelona gleymist seint. Alexander-Arnold raðar inn stoðsendingunum úr bakvarðarstöðunni og hefur allt til alls til að komast í hóp þeirra allra bestu að mati Cafu. Cafu segist sjá svolítið að sjálfum sér í Alexander-Arnold. „Ég held að Alexander-Arnold sé einn af bestu leikmönnum heims. Það er enginn vafi hjá mér um það. Hann hefur svo mikla hæfileika. Ég sé mikið af sjálfum mér í honum. Ég er tilbúinn að segja að hann hafi svolítið af brasilískri eðlishvöt út frá því hvernig hann spilar,“ sagði Cafu við Daily Mirror. 'No doubt about it' Brazil legend Cafu backs Liverpool star Trent Alexander-Arnold to win Ballon d'Or https://t.co/R9rgvb9TcM— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2020 Cafu er sjálfur í hópi bestu bakvarða sem hafa spilað þennan leik. Hann varð tvisvar heimsmeistari með Brasilíumönnum, lék alls þrjá úrslitaleiki á HM og lyfti heimsbikarnum sem fyrir liði Brasilíumanna á HM 2002. Cafu vann líka ítölsku deildina með bæði Roma og AC Milan og Meistaradeild Evrópu með AC Milan. „Mitt ráð til hans er einfalt: Haltu áfram að gera það sem þú hefur verið að gera undanfarin ár,“ sagði Cafui og bætti við: „Alexander-Arnold ætti ekki að breyta sínum leikstíl. Þótt að hann geri mistök þá á hann að halda áfram á sömu braut,“ sagði Cafu. „Ég held að hann hafi það sem þarf til að vinna Gullhnöttinn. Við þurfum líka að breyta þessu hugarfari að aðeins sóknarmenn eða framherjar geti unnið Gullhnöttinn,“ sagði Cafu. Liverpool stuðningsmenn verða þó að taka þessu með vissum fyrirvara. Það er ekki lengra síðan en árin 2014 og 2015 sem Cafu lýsti yfir aðdáun sinni á Liverpool leikmanninum Jon Flanagan.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira