Dönsuðu fyrir baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2020 12:00 Fjölmargar söngkonur koma fram í Hörpu í dag. Dansbyltingin Milljarður rís á vegum UN Women á Íslandi fer fram í Hörpu í dag og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Dansinn dunar frá klukkan 12:15 og stendur byltingin yfir í um 45 mínútur. Reiknað er með að nokkur þúsund Íslendingar og gestir stígi trylltan dans úti um allt land til að mótmæla ofbeldi gegn konum um allan heim. Um er að ræða alheimsdansbyltingu. Viðburðurinn átti að fara fram á föstudaginn, líkt og víðast hvar í heiminum, en var frestað vegna óveðurs sem gekk yfir landið. Bein útsending verður frá Hörpu á Vísi og eiga því allir, hvort sem þeir eru fastir í vinnu eða eiga ekki heimangengt af öðrum ástæðum, kost á því að geta hækkað græjurnar í botn og stigið dans. Ókeypis er í Hörpu og sömuleiðis í bílastæði hússins. UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur. DJ Margeir er tónlistarstjóri í ár eins og fyrri ár og reiðir fram glæsta tónlistarveislu í samstarfi við úrvalslið íslenskra tónlistarkvenna. Fram koma þær Elísabet Ormslev, Hera Björk, Matthildur, Sigga Beinteins, Sigríður Thorlacius, Sólborg Guðbrands og Tara Mobee. Ein af hverjum þremur konum í heiminum er beitt kynbundnu ofbeldi - þar er Ísland engin untantekning. Annan hvern dag leitar kona á landsspítalann vegna heimilisofbeldis samkvæmt rannsókn sem gerð var í fyrra. Með því að mæta og dansa með heimsbyggðinni gefur þú ofbeldi fingurinn í eitt skipti fyrir öll. Þátttakendur eru hvattir til að taka myndir og myndbönd og birta á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #milljarðurris. Milljarður rís fer víðar fram en í Hörpu á sama tíma. Einnig verður dansað í 88 Húsinu í Reykjanesbæ, Kvikunni í Grindavík, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Félagsheimilinu á Hólmavík og Íþróttamiðstöðinni á Djúpavík. Þetta er í áttunda sinn sem fólk frá yfir 200 löndum mæta og dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. Uppfært klukkan 13:35Útsendingunni er lokið en upptöku má sjá hér að neðan. Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Dansbyltingin Milljarður rís á vegum UN Women á Íslandi fer fram í Hörpu í dag og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Dansinn dunar frá klukkan 12:15 og stendur byltingin yfir í um 45 mínútur. Reiknað er með að nokkur þúsund Íslendingar og gestir stígi trylltan dans úti um allt land til að mótmæla ofbeldi gegn konum um allan heim. Um er að ræða alheimsdansbyltingu. Viðburðurinn átti að fara fram á föstudaginn, líkt og víðast hvar í heiminum, en var frestað vegna óveðurs sem gekk yfir landið. Bein útsending verður frá Hörpu á Vísi og eiga því allir, hvort sem þeir eru fastir í vinnu eða eiga ekki heimangengt af öðrum ástæðum, kost á því að geta hækkað græjurnar í botn og stigið dans. Ókeypis er í Hörpu og sömuleiðis í bílastæði hússins. UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur. DJ Margeir er tónlistarstjóri í ár eins og fyrri ár og reiðir fram glæsta tónlistarveislu í samstarfi við úrvalslið íslenskra tónlistarkvenna. Fram koma þær Elísabet Ormslev, Hera Björk, Matthildur, Sigga Beinteins, Sigríður Thorlacius, Sólborg Guðbrands og Tara Mobee. Ein af hverjum þremur konum í heiminum er beitt kynbundnu ofbeldi - þar er Ísland engin untantekning. Annan hvern dag leitar kona á landsspítalann vegna heimilisofbeldis samkvæmt rannsókn sem gerð var í fyrra. Með því að mæta og dansa með heimsbyggðinni gefur þú ofbeldi fingurinn í eitt skipti fyrir öll. Þátttakendur eru hvattir til að taka myndir og myndbönd og birta á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #milljarðurris. Milljarður rís fer víðar fram en í Hörpu á sama tíma. Einnig verður dansað í 88 Húsinu í Reykjanesbæ, Kvikunni í Grindavík, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Félagsheimilinu á Hólmavík og Íþróttamiðstöðinni á Djúpavík. Þetta er í áttunda sinn sem fólk frá yfir 200 löndum mæta og dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. Uppfært klukkan 13:35Útsendingunni er lokið en upptöku má sjá hér að neðan.
Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira