Gerrard mjög áhugasamur um það hvort enska úrvalsdeildin refsar Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:00 Steven Gerrard gerði slæm mistök á úrslitastundu þegar Liverpool missti af Englandsmeistaratitlinum vorið 2014. Getty/Tom Jenkins Steven Gerrard varð aldrei enskur meistari með Liverpool en gæti það breyst þótt að hann sé löngu hættur að spila? Sky Sports spurði Steven Gerrard út í fréttirnar um að Manchester City gæti mögulega misst enska meistaratitil sinn frá 2014. Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool liðsins sem endaði tveimur stigum á eftir Manchester City á 2013-14 tímabilinu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota félagsins á rekstrarreglum fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016. Manchester City gæti misst enska meistaratitilinn frá 2014 ákveði enska úrvalsdeildin að refsa félaginu fyrir þessu sömu brot. „Ég las þetta sjálfur í morgun. Við bíðum bara og sjáum til. Þetta er mjög hörð og grimm refsing hjá UEFA. Ég er viss um að þeir muni áfrýja þessu og við þurfum að bíða eftir því hvað kemur út úr því,“ sagði Steven Gerrard sem er núna knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi. „Í framhaldinu verður að koma í ljós hvort enska úrvalsdeildin ætli að aðhafast eitthvað. En ef við skoðum hversu hörð refsing UEFA er þá er ljóst að eitthvað hefur verið mikið rangt í gangi,“ sagði Gerrard. „Ég er mjög áhugasamur að sjá hvað kemur út úr því. Þangað til að við sjáum refsinguna hjá ensku úrvalsdeildinni þá mun ég ekki tjá mig frekar um þetta mál. Ég er samt virkilega áhugasamur af skiljanlegum ástæðum,“ sagði Steven Gerrard. „Það er alltaf hægt að segja ef eða hefði. Manchester City varð meistari. Ég get bara óskað þeim til hamingju. Þeir eru meistararnir. Þangað til að það breytist þá er þetta bara ef og hefði,“ sagði Gerrard. „Ég hef ekkert meira um þetta að segja. Það sem ég get sagt er að ég er mjög áhugasamur vegna alvarleika ásakana UEFA,“ sagði Gerrard. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Steven Gerrard varð aldrei enskur meistari með Liverpool en gæti það breyst þótt að hann sé löngu hættur að spila? Sky Sports spurði Steven Gerrard út í fréttirnar um að Manchester City gæti mögulega misst enska meistaratitil sinn frá 2014. Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool liðsins sem endaði tveimur stigum á eftir Manchester City á 2013-14 tímabilinu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota félagsins á rekstrarreglum fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016. Manchester City gæti misst enska meistaratitilinn frá 2014 ákveði enska úrvalsdeildin að refsa félaginu fyrir þessu sömu brot. „Ég las þetta sjálfur í morgun. Við bíðum bara og sjáum til. Þetta er mjög hörð og grimm refsing hjá UEFA. Ég er viss um að þeir muni áfrýja þessu og við þurfum að bíða eftir því hvað kemur út úr því,“ sagði Steven Gerrard sem er núna knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi. „Í framhaldinu verður að koma í ljós hvort enska úrvalsdeildin ætli að aðhafast eitthvað. En ef við skoðum hversu hörð refsing UEFA er þá er ljóst að eitthvað hefur verið mikið rangt í gangi,“ sagði Gerrard. „Ég er mjög áhugasamur að sjá hvað kemur út úr því. Þangað til að við sjáum refsinguna hjá ensku úrvalsdeildinni þá mun ég ekki tjá mig frekar um þetta mál. Ég er samt virkilega áhugasamur af skiljanlegum ástæðum,“ sagði Steven Gerrard. „Það er alltaf hægt að segja ef eða hefði. Manchester City varð meistari. Ég get bara óskað þeim til hamingju. Þeir eru meistararnir. Þangað til að það breytist þá er þetta bara ef og hefði,“ sagði Gerrard. „Ég hef ekkert meira um þetta að segja. Það sem ég get sagt er að ég er mjög áhugasamur vegna alvarleika ásakana UEFA,“ sagði Gerrard.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30
Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30
Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30
Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00
Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37