Pep segist vera áfram þó bannið standi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 15:00 Pep þungt hugsi í 0-2 tapi City gegn Tottenham þann 2. febrúar. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram hjá félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag. Pep Guardiola has told friends he intends to stay at Manchester City despite the club's two-year ban from the Champions League. Full story: https://t.co/ExNOIarOZF#UCL#MCFCpic.twitter.com/edP4W5NL81— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum af knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna brota á fjárhagsreglugerð sambandsins [Financial Fair Play Regulations]. Það þýðir að Manchester City mun ekki geta keppt í keppnum á vegum UEFA, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, fyrr en tímabilið 2022/2023 ef bannið stendur. Samningur Guardiola við Manchester City rennur út 2021 og hefur mikið verið ritað og rætt um það hvort hann klári samning sinn en liðið hefur ekki staðið undir gríðar háum væntingum sínum á leiktíðinni. Talið er að hinn 49 ára gamli Guardiola muni í fyrsta skipti tjá sig um málið á blaðamannafundi á miðvikudaginn kemur. Man City mætir þá West Ham United í úrvalsdeildarleik sem var frestað þann 9. febrúar vegna veðurs. Í samningi Pep við enska félagið ku vera ákvæði sem gerir honum kleift að ganga frá borði eftir yfirstandandi tímabili lýkur. Er talið að hann muni nýta sér téð ákvæði takist City ekki að fá banninu hnekkt en félagið hefur áfrýjað dómi UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. Manchester City er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 25 stigum á eftir Liverpool sem á titilinn næsta vísan. Real Madrid bíður svo í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en fyrri leikur liðanna fer fram á Santiago Bernabéu í Madríd þann 26. febrúar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Juventus ætlar að klófesta Guardiola og leyfir honum að velja sér samning Juventus telur að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að gera liðið að Evrópumeisturum í fyrsta sinn síðan 1996. 11. febrúar 2020 08:30 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. 7. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram hjá félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag. Pep Guardiola has told friends he intends to stay at Manchester City despite the club's two-year ban from the Champions League. Full story: https://t.co/ExNOIarOZF#UCL#MCFCpic.twitter.com/edP4W5NL81— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum af knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna brota á fjárhagsreglugerð sambandsins [Financial Fair Play Regulations]. Það þýðir að Manchester City mun ekki geta keppt í keppnum á vegum UEFA, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, fyrr en tímabilið 2022/2023 ef bannið stendur. Samningur Guardiola við Manchester City rennur út 2021 og hefur mikið verið ritað og rætt um það hvort hann klári samning sinn en liðið hefur ekki staðið undir gríðar háum væntingum sínum á leiktíðinni. Talið er að hinn 49 ára gamli Guardiola muni í fyrsta skipti tjá sig um málið á blaðamannafundi á miðvikudaginn kemur. Man City mætir þá West Ham United í úrvalsdeildarleik sem var frestað þann 9. febrúar vegna veðurs. Í samningi Pep við enska félagið ku vera ákvæði sem gerir honum kleift að ganga frá borði eftir yfirstandandi tímabili lýkur. Er talið að hann muni nýta sér téð ákvæði takist City ekki að fá banninu hnekkt en félagið hefur áfrýjað dómi UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. Manchester City er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 25 stigum á eftir Liverpool sem á titilinn næsta vísan. Real Madrid bíður svo í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en fyrri leikur liðanna fer fram á Santiago Bernabéu í Madríd þann 26. febrúar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Juventus ætlar að klófesta Guardiola og leyfir honum að velja sér samning Juventus telur að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að gera liðið að Evrópumeisturum í fyrsta sinn síðan 1996. 11. febrúar 2020 08:30 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. 7. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30
Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30
Juventus ætlar að klófesta Guardiola og leyfir honum að velja sér samning Juventus telur að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að gera liðið að Evrópumeisturum í fyrsta sinn síðan 1996. 11. febrúar 2020 08:30
Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37
Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. 7. febrúar 2020 23:00