Lognið fór svo hratt um Laugarás að það reif upp heilu trén Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2020 13:30 Miklir kraftar voru að verkum á föstudaginn ó óveðrinu sem gekk yfir landið. Mynd/Páll M. Skúlason „Ég er búinn að vera að halda því til haga og segja öllum sem ég hitti að það sé alltaf logn í Laugarási og nú er ég spurður „hvað var að gerast?“ þegar allt í einu fara að fjúka tré og gróðurhús,“ segir Páll M. Skúlason hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum. „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum“ Óveðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku hafði víðtæk áhrif um allt land en þó óvíða meiri en á Suðurlandi þar sem miklar skemmdir urðu. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Laugarás var þar ekki undanskilinn, þrátt fyrir að Páll vilji meina að þar sé yfirleitt logn. Áratuga gamlar aspir lentu illa í því.Mynd/Páll M. Skúlason „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum og maður veit lítið af þessu,“ segir Páll að gildi alla jafna um Laugarás þegar óveður gangi yfir Suðurlandið. Sú reyndist raunin ekki á föstudaginn þegar austanáttin barði á gróðurhúsum og trjám í þorpinu. „Það virðist eins og þetta hafi skellt sér niður á nokkrum stöðum,“ segir Páll en á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá hvernig áratugagamlar aspir hafa rifnað upp með rótum og illa leikið gróðurhús. Sammála bóndanum á Skíðbakka II um gagnsemi skógræktar til skjóls Páll tekur undir orð Elvar Eyvindssonar, bónda á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar um helgina en hann varð fyrir því óláni að súrheysturn skemmdist í óveðrinu á föstudaginn. Elvar þakkaði því að ekki varð meira tjón á bænum hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. Aspirnar voru nálægt þvíað lenda á húsinu.Mynd/Páll M. Skúlason „Áður en að trén komu og uxu upp var suðaustanáttin mjög slæm og skemmdi mikið gróðurhús en það hefur verið voðalega lítið um það undanfarin ár. Þetta fer dálítið eftir hvaða átt er,“ segir Páll. Töluverð vinna er framundan við að hreinsa upp eftir óveðrið. „Þetta er dálítið svakalegt og mikið verk að taka til eftir þetta.“ Fleiri myndir af eftirköstum óveðursins í Laugarási má finna á Flickr-síðu Páls. Gróðurhús sem þakin voru plasti skemmdust töluvert.Mynd/Páll M. Skúlason Bláskógabyggð Óveður 14. febrúar 2020 Skógrækt og landgræðsla Veður Tengdar fréttir Óvissustigi vegna veðurs aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. 17. febrúar 2020 10:57 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22 Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
„Ég er búinn að vera að halda því til haga og segja öllum sem ég hitti að það sé alltaf logn í Laugarási og nú er ég spurður „hvað var að gerast?“ þegar allt í einu fara að fjúka tré og gróðurhús,“ segir Páll M. Skúlason hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum. „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum“ Óveðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku hafði víðtæk áhrif um allt land en þó óvíða meiri en á Suðurlandi þar sem miklar skemmdir urðu. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Laugarás var þar ekki undanskilinn, þrátt fyrir að Páll vilji meina að þar sé yfirleitt logn. Áratuga gamlar aspir lentu illa í því.Mynd/Páll M. Skúlason „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum og maður veit lítið af þessu,“ segir Páll að gildi alla jafna um Laugarás þegar óveður gangi yfir Suðurlandið. Sú reyndist raunin ekki á föstudaginn þegar austanáttin barði á gróðurhúsum og trjám í þorpinu. „Það virðist eins og þetta hafi skellt sér niður á nokkrum stöðum,“ segir Páll en á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá hvernig áratugagamlar aspir hafa rifnað upp með rótum og illa leikið gróðurhús. Sammála bóndanum á Skíðbakka II um gagnsemi skógræktar til skjóls Páll tekur undir orð Elvar Eyvindssonar, bónda á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar um helgina en hann varð fyrir því óláni að súrheysturn skemmdist í óveðrinu á föstudaginn. Elvar þakkaði því að ekki varð meira tjón á bænum hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. Aspirnar voru nálægt þvíað lenda á húsinu.Mynd/Páll M. Skúlason „Áður en að trén komu og uxu upp var suðaustanáttin mjög slæm og skemmdi mikið gróðurhús en það hefur verið voðalega lítið um það undanfarin ár. Þetta fer dálítið eftir hvaða átt er,“ segir Páll. Töluverð vinna er framundan við að hreinsa upp eftir óveðrið. „Þetta er dálítið svakalegt og mikið verk að taka til eftir þetta.“ Fleiri myndir af eftirköstum óveðursins í Laugarási má finna á Flickr-síðu Páls. Gróðurhús sem þakin voru plasti skemmdust töluvert.Mynd/Páll M. Skúlason
Bláskógabyggð Óveður 14. febrúar 2020 Skógrækt og landgræðsla Veður Tengdar fréttir Óvissustigi vegna veðurs aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. 17. febrúar 2020 10:57 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22 Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Óvissustigi vegna veðurs aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. 17. febrúar 2020 10:57
Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07
Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22
Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30
Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00