Engin áform um hækkun hámarkshraða á næstu árum Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2020 22:00 Engin áform eru af hálfu Vegagerðarinnar um að leggja til hækkun hámarkshraða umfram 90 kílómetra á klukkustund næstu árin. Enginn vegur á Íslandi uppfyllir nú skilyrði laga fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn frá þingmanninum Andrési Inga Jónssyni. Í svari samgönguráðherra segir að heimild sé til þess í gildandi umferðarlögum að hækka hámarkshraða á vegum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði, uppfylli skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli skilyrði.“ Þó megi hraðamörk ekki vera hærri en 110 kílómetrar á klukkustund. Reykjanesbraut kemur ekki til greina Reykjanesbraut hefur gjarnan verið nefnd sem mögulegur kostur í þessu samhengi en fram kemur í svarinu að brautin uppfylli á köflum nokkur skilyrði fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þó vanti mikið upp á. „Næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði norðan og sunnan brautarinnar uppfyllir ekki nauðsynleg skilyrði til að leyfa hærri hraða. Til að heimila 110 km/klst. yrði að tryggja að lágmarki 18 m breitt svæði án hindrana beggja vegna brautarinnar til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur.“ Hið sama eigi við um miðjusvæðið á milli akbrauta, þar sem eftir á að setja upp vegrið báðum megin til að koma í veg fyrir að ökutæki geti farið yfir á akbraut með gagnstæða akstursstefnu. Einnig þurfi að klára að skipta út ljósastaurum norðan brautarinnar sem geti valdið slysi ef ekið er á þá. Í ljósi þessara atriða komi ekki til greina að hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut að svo stöddu. Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Engin áform eru af hálfu Vegagerðarinnar um að leggja til hækkun hámarkshraða umfram 90 kílómetra á klukkustund næstu árin. Enginn vegur á Íslandi uppfyllir nú skilyrði laga fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fyrirspurn frá þingmanninum Andrési Inga Jónssyni. Í svari samgönguráðherra segir að heimild sé til þess í gildandi umferðarlögum að hækka hámarkshraða á vegum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði, uppfylli skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli skilyrði.“ Þó megi hraðamörk ekki vera hærri en 110 kílómetrar á klukkustund. Reykjanesbraut kemur ekki til greina Reykjanesbraut hefur gjarnan verið nefnd sem mögulegur kostur í þessu samhengi en fram kemur í svarinu að brautin uppfylli á köflum nokkur skilyrði fyrir 110 kílómetra hámarkshraða. Þó vanti mikið upp á. „Næsta umhverfi vegarins, þ.e. svokallað öryggissvæði norðan og sunnan brautarinnar uppfyllir ekki nauðsynleg skilyrði til að leyfa hærri hraða. Til að heimila 110 km/klst. yrði að tryggja að lágmarki 18 m breitt svæði án hindrana beggja vegna brautarinnar til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur.“ Hið sama eigi við um miðjusvæðið á milli akbrauta, þar sem eftir á að setja upp vegrið báðum megin til að koma í veg fyrir að ökutæki geti farið yfir á akbraut með gagnstæða akstursstefnu. Einnig þurfi að klára að skipta út ljósastaurum norðan brautarinnar sem geti valdið slysi ef ekið er á þá. Í ljósi þessara atriða komi ekki til greina að hækka hámarkshraða á Reykjanesbraut að svo stöddu.
Alþingi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira