„Ég vona að Solskjær sé ekki að halda því fram að Pogba sé fanginn hans“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 07:30 Paul Pogba og Ole Gunnar Solskjær. Getty/James Williamson Ef eitthvað er á hreinu í máli Paul Pogba þá er það óánægja Manchester United með umboðsmanninn Mino Raiola og öfugt. Mino Raiola þótti nauðsynlegt að svara Ole Gunnar Solskjær eftir nýjustu orð Norðmannnsins um franska skjólstæðinginn hans. Manchester United hefur gagnrýnt Mino Raiola opinberlega og það er afar ólíklegt að leikmenn sem eru skjólstæðingar hans endi á Old Trafford í næstu framtíð. En aftur af því nýjast í þessum deilum. Agent Mino Raiola has spoken... Paul Pogba is not Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer's property.https://t.co/JiEcuPjzsO#CHEMUN#cfc#mufc#bbcfootball#manutdpic.twitter.com/igFJ50mIZt— BBC Sport (@BBCSport) February 18, 2020 Ole Gunnar Solskjær sendi Mino Raiola tóninn um að hann ætti ekki Paul Pogba heldur væri þetta leikmaður í eigu Manchester United og það væri félagsins að ákveða hvort eða hvenær það sé tilbúið að selja hann. Það mátti líka lesa á milli línanna að Norðmaðurinn væri að undirbúa fólk fyrir það að Pogba myndi líklega ekki komast í það form sem þarf til að spila fleiri leiki fyrir Manchester United á þessu tímabili. Manchester United mun líklega selja franska heimsmeistarann í sumar en þarf þá að fá væna upphæð fyrir hann. Mino Raiola var fljótur að snúa þessum orðum sér í hag og það gæti orðið athyglisvert að sjá hvert verði framhaldið á þeirri orrahríð. Hér fyrir neðan er færsla hans á Instagram. View this post on Instagram Paul is not mine and for sure not Solskjaer’s property, Paul is Paul Pogba’s. You cannot own a human being already for a long time in the UK or anywhere else. I HOPE Solskjaer DO NOT WANT TO SUGGEST THAT PAUL IS HIS PRISONER. ? ? BUT BEFORE Solskjaer makes comments about things I say he should inform himself better about the content of what has been said. ? ? I am a free citizen who can think and express my thoughts. Until now I was maybe to nice to him. Solskjaer should just remember things that he said in the summer to Paul. ? ? I think Solskjaer may be frustrated for different reasons and is now mixing up some issues. ? ? I think that Solskjaer has other things to worry about. ? AT LEAST IF I WAS HIM I WOULD. A post shared by Mino Raiola (@minoraiola) on Feb 17, 2020 at 11:14am PST „Paul er ekki í minni eigu og hann er örugglega ekki eign Solskjær. Paul á Paul Pogba. Þú getur ekki átt manneskju sem hefur þegar verið lengi í Bretlandi eða þá einhvern annan. Ég vona að Solskjær sé ekki að halda því fram að Pogba sé fanginn hans,“ skrifaði Mino Raiola á Instagram reikning sinn. „Áður en Solskjær tjáir sig þá ætti hann að fræðast aðeins betur um það sem hann er að segja,“ skrifaði Mino Raiola og hélt áfram en nú var komið að því að skrifa um gagnrýni Manchester United á þennan kappsfulla umboðsmann. „Ég er frjáls maður og hef leyfi til að tjá mig. Hingað til hef ég verið vingjarnlegur við hann. Solskjær ætti að rija það upp sem hann sagði síðast sumar við Paul,“ skrifaði Raiola. „Ég held að Solskjær sé pirraður yfir öðrum málum og þetta mál blandast inn í það. Hann ætti kannski frekar að hafa áhyggjur af öðru. Ég hefði það ef ég væri hann,“ skrifaði Raiola fyrir leikinn í gær. Ole Gunnar Solskjær svaraði því með því að stýra Manchester United til 2-0 sigurs á Chelsea á Stamford Bridge. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Ef eitthvað er á hreinu í máli Paul Pogba þá er það óánægja Manchester United með umboðsmanninn Mino Raiola og öfugt. Mino Raiola þótti nauðsynlegt að svara Ole Gunnar Solskjær eftir nýjustu orð Norðmannnsins um franska skjólstæðinginn hans. Manchester United hefur gagnrýnt Mino Raiola opinberlega og það er afar ólíklegt að leikmenn sem eru skjólstæðingar hans endi á Old Trafford í næstu framtíð. En aftur af því nýjast í þessum deilum. Agent Mino Raiola has spoken... Paul Pogba is not Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer's property.https://t.co/JiEcuPjzsO#CHEMUN#cfc#mufc#bbcfootball#manutdpic.twitter.com/igFJ50mIZt— BBC Sport (@BBCSport) February 18, 2020 Ole Gunnar Solskjær sendi Mino Raiola tóninn um að hann ætti ekki Paul Pogba heldur væri þetta leikmaður í eigu Manchester United og það væri félagsins að ákveða hvort eða hvenær það sé tilbúið að selja hann. Það mátti líka lesa á milli línanna að Norðmaðurinn væri að undirbúa fólk fyrir það að Pogba myndi líklega ekki komast í það form sem þarf til að spila fleiri leiki fyrir Manchester United á þessu tímabili. Manchester United mun líklega selja franska heimsmeistarann í sumar en þarf þá að fá væna upphæð fyrir hann. Mino Raiola var fljótur að snúa þessum orðum sér í hag og það gæti orðið athyglisvert að sjá hvert verði framhaldið á þeirri orrahríð. Hér fyrir neðan er færsla hans á Instagram. View this post on Instagram Paul is not mine and for sure not Solskjaer’s property, Paul is Paul Pogba’s. You cannot own a human being already for a long time in the UK or anywhere else. I HOPE Solskjaer DO NOT WANT TO SUGGEST THAT PAUL IS HIS PRISONER. ? ? BUT BEFORE Solskjaer makes comments about things I say he should inform himself better about the content of what has been said. ? ? I am a free citizen who can think and express my thoughts. Until now I was maybe to nice to him. Solskjaer should just remember things that he said in the summer to Paul. ? ? I think Solskjaer may be frustrated for different reasons and is now mixing up some issues. ? ? I think that Solskjaer has other things to worry about. ? AT LEAST IF I WAS HIM I WOULD. A post shared by Mino Raiola (@minoraiola) on Feb 17, 2020 at 11:14am PST „Paul er ekki í minni eigu og hann er örugglega ekki eign Solskjær. Paul á Paul Pogba. Þú getur ekki átt manneskju sem hefur þegar verið lengi í Bretlandi eða þá einhvern annan. Ég vona að Solskjær sé ekki að halda því fram að Pogba sé fanginn hans,“ skrifaði Mino Raiola á Instagram reikning sinn. „Áður en Solskjær tjáir sig þá ætti hann að fræðast aðeins betur um það sem hann er að segja,“ skrifaði Mino Raiola og hélt áfram en nú var komið að því að skrifa um gagnrýni Manchester United á þennan kappsfulla umboðsmann. „Ég er frjáls maður og hef leyfi til að tjá mig. Hingað til hef ég verið vingjarnlegur við hann. Solskjær ætti að rija það upp sem hann sagði síðast sumar við Paul,“ skrifaði Raiola. „Ég held að Solskjær sé pirraður yfir öðrum málum og þetta mál blandast inn í það. Hann ætti kannski frekar að hafa áhyggjur af öðru. Ég hefði það ef ég væri hann,“ skrifaði Raiola fyrir leikinn í gær. Ole Gunnar Solskjær svaraði því með því að stýra Manchester United til 2-0 sigurs á Chelsea á Stamford Bridge.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira