Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2020 22:15 Fulltrúar bandarískra olíufélaga ræddu við Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í Houston í Texas. Mynd/Naalakkersuisut. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti fyrsta útboðinu af stokkunum í Texas á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Kim Kielsen valdi Houston í Texas til að vekja athygli bandarískra olíuforstjóra á nýjum olíuútboðum Grænlendinga með sérstakri kynningu grænlenskra stjórnvalda í borginni sem kölluð hefur verið olíuhöfuðborg heimsins. Samsvarandi kynning var jafnframt haldin í London. Kim Kielsen í Texas að kynna olíuleitarútboð Grænlands.Mynd/Naalakkersuisut. Fyrsta útboðssvæðið núna í febrúar er Nuussuaq norðan Diskó-flóa. Í september verða boðin út svæði á Davíðssundi og Baffinsflóa. Sumarið 2021 verður svæði á Norðaustur-Grænlandi boðið út og í janúar 2022 kemur röðin að Miðaustur-Grænlandi. Kim Kielsen segir í yfirlýsingu vegna útboðanna að mikilvægt sé að styrkja tekjustofna Grænlands svo unnt sé að styrkja lífsskilyrði í landinu. Á sama tíma sé spáð aukinni olíu og gasvinnslu í heiminum á næstu árum. Grænlendingar hafi sama rétt og aðrir til að vinna og flytja út olíu og gas. Nýting á olíu og gasi geti stuðlað að auknum viðskiptum og tekjum landsins. Frá kynningu grænlenskra stjórnvalda í Texas.Mynd/Naalakkersuisut. Kim tekur fram að með byggingu vatnsaflsvirkjana og fleiri endurnýjanlegra orkugjafa styðji Grænland alþjóðleg loftlagsmarkmið. Olíuleitin muni fara fram í samræmi við ströngustu alþjóðlegu staðla á svæðinu. Danska ríkisútvarpið DR kallar olíuleitaráætlun Grænlendinga sókndjarfa. Grænlenski fréttamiðilinn Sermitsiaq bendir á að með því að stefna á olíuboranir á landi sé ætlunin að laða að minni olíufélög. Þá segir KNR málið umdeilt í Danmörku. Einn af stuðningsflokkum dönsku stjórnarinnar, rauðgræni flokkurinn Enhedslisten, hafi gagnrýnt útboðið, sem og Greenpeace á Norðurlöndunum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bensín og olía Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15 Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Færeyingar vilja ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. 29. maí 2019 11:09 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Engin umsókn barst í olíuleit við Færeyjar Þetta er annað útboðsferlið í röð sem reynist árangurslaust en í fjórða útboðinu í fyrra barst aðeins ein umsókn, sem síðar var dregin til baka. 16. nóvember 2019 08:00 Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. 21. júní 2019 13:10 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. Kim Kielsen forsætisráðherra hleypti fyrsta útboðinu af stokkunum í Texas á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Kim Kielsen valdi Houston í Texas til að vekja athygli bandarískra olíuforstjóra á nýjum olíuútboðum Grænlendinga með sérstakri kynningu grænlenskra stjórnvalda í borginni sem kölluð hefur verið olíuhöfuðborg heimsins. Samsvarandi kynning var jafnframt haldin í London. Kim Kielsen í Texas að kynna olíuleitarútboð Grænlands.Mynd/Naalakkersuisut. Fyrsta útboðssvæðið núna í febrúar er Nuussuaq norðan Diskó-flóa. Í september verða boðin út svæði á Davíðssundi og Baffinsflóa. Sumarið 2021 verður svæði á Norðaustur-Grænlandi boðið út og í janúar 2022 kemur röðin að Miðaustur-Grænlandi. Kim Kielsen segir í yfirlýsingu vegna útboðanna að mikilvægt sé að styrkja tekjustofna Grænlands svo unnt sé að styrkja lífsskilyrði í landinu. Á sama tíma sé spáð aukinni olíu og gasvinnslu í heiminum á næstu árum. Grænlendingar hafi sama rétt og aðrir til að vinna og flytja út olíu og gas. Nýting á olíu og gasi geti stuðlað að auknum viðskiptum og tekjum landsins. Frá kynningu grænlenskra stjórnvalda í Texas.Mynd/Naalakkersuisut. Kim tekur fram að með byggingu vatnsaflsvirkjana og fleiri endurnýjanlegra orkugjafa styðji Grænland alþjóðleg loftlagsmarkmið. Olíuleitin muni fara fram í samræmi við ströngustu alþjóðlegu staðla á svæðinu. Danska ríkisútvarpið DR kallar olíuleitaráætlun Grænlendinga sókndjarfa. Grænlenski fréttamiðilinn Sermitsiaq bendir á að með því að stefna á olíuboranir á landi sé ætlunin að laða að minni olíufélög. Þá segir KNR málið umdeilt í Danmörku. Einn af stuðningsflokkum dönsku stjórnarinnar, rauðgræni flokkurinn Enhedslisten, hafi gagnrýnt útboðið, sem og Greenpeace á Norðurlöndunum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bensín og olía Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15 Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Færeyingar vilja ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. 29. maí 2019 11:09 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Engin umsókn barst í olíuleit við Færeyjar Þetta er annað útboðsferlið í röð sem reynist árangurslaust en í fjórða útboðinu í fyrra barst aðeins ein umsókn, sem síðar var dregin til baka. 16. nóvember 2019 08:00 Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. 21. júní 2019 13:10 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Grænlensk stjórnvöld telja Parísarsáttmálann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. 17. maí 2016 19:15
Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Færeyingar vilja ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. 29. maí 2019 11:09
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Engin umsókn barst í olíuleit við Færeyjar Þetta er annað útboðsferlið í röð sem reynist árangurslaust en í fjórða útboðinu í fyrra barst aðeins ein umsókn, sem síðar var dregin til baka. 16. nóvember 2019 08:00
Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. 21. júní 2019 13:10