Sérsveit Maduro sögð skipuð dæmdum glæpamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 23:45 Grímuklæddir liðsmenn FAES-sérsveitarinnar á ferð við höfuðborgina Carácas. Vísir/EPA Dæmdir glæpamenn eru sagðir á meðal liðsmanna sérsveitar lögreglunnar í Venesúela sem Nicolas Maduro stofnaði. Tveir liðsmenn sveitarinnar sem hafa hlotið refsidóma eru á meðal lögreglumanna sem eru sakaðir um morð. Maduro forseti stofnaði sérsveit innan ríkislögreglu Venesúela fyrir tveimur og hálfu ári. Liðsmenn hennar klæðast svörtum grímum og einkennisbúningum með höfuðkúpumerki og ganga yfirleitt undir nafnleynd. Mannréttindasamtök, stjórnarandstöðuþingmenn og óbreyttir borgarar hafa sakað liðsmenn hennar um pyntingar og aftökur utan dóms og laga. Þúsundir slíkra mála eru sögð látin falla niður án frekari rannsóknar. Ítarleg rannsókn Reuters-fréttastofunnar leiðir í ljós að menn sem hafa hlotið fangelsisdóma séu á meðal þeirra sem skipa sérsveit Maduro. Þannig afplánuðu að minnsta kosti tveir liðsmenn sveitarinnar sem eru sakaðir um að hafa drepið tvo menn fyrir utan höfuðborgina Caracas fangelsisdóma áður en þeir gengu til liðs við sveitina. Að minnsta kosti þrír aðrir lögreglumenn sem ekki eru ákærðir eru einnig á sakaskrá. Mennirnir tveir sem voru myrtir voru sjálfir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn, þó ekki hjá sérsveitinni. Tengsl þeirra við lögregluna eru sögð líklega eina ástæða þess að morðin voru rannsökuð frekar og upplýst var um nöfn lögreglumannanna sem eru grunaðir um að hafa drepið þá. Upphaflega hélt sérsveitin því fram að mennirnir tveir hefðu verið felldir eftir að þeir hófu sjálfir skothríð á lögreglumennina. Rannsókn leiddi síðar í ljós að hvorugur þeirra hafði hleypt af skotum og að þeir hefðu sjálfir verið skotnir ofan frá, ekki í skotbardaga eins og sérsveitin fullyrti. Vekja jafnmikinn ótta og glæpamenn Landslög og innri stefna ríkislögreglunnar bannar að dæmdir gegni starfi lögreglumanna. Fulltrúar yfirvalda svöruðu ekki fyrirspurnum Reuters um lögreglumennina sem eru með sakaferil á bakinu. Fréttaveitan hefur ekki getað staðfest hversu margir liðsmenn sérsveitarinnar eru dæmdir glæpamenn. Sérsveitin, sem gengur undir skammstöfuninni FAES, er af mörgum talin tól Maduro forseta til að halda almenningi í heljargreipum. Maduro hefur lofað sveitina fyrir að berjast gegn glæpum og ofbeldi en liðsmenn hennar eru sagðir vekja jafnmikinn ótta hjá landsmönnum og glæpamennirnir sem hún á að berjast gegn, sérstaklega í fátækari hverfum þar sem efnahagslegar þrengingar hafa valdið óánægju og gremju í garð stjórnvalda. „Þeir ráða fólk sem er ekki hrætt við að fremja glæpi, að fara inn á heimili án heimildar og drepa. Glæpamaður gerir þetta greiðar því hann hefur þegar gert þessa hluti áður,“ segir Nora Echavez, fyrrverandi saksóknari í Miranda-ríki, þar sem morðmálið gegn liðsmönnum sveitarinnar er nú rekið. Venesúela Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Dæmdir glæpamenn eru sagðir á meðal liðsmanna sérsveitar lögreglunnar í Venesúela sem Nicolas Maduro stofnaði. Tveir liðsmenn sveitarinnar sem hafa hlotið refsidóma eru á meðal lögreglumanna sem eru sakaðir um morð. Maduro forseti stofnaði sérsveit innan ríkislögreglu Venesúela fyrir tveimur og hálfu ári. Liðsmenn hennar klæðast svörtum grímum og einkennisbúningum með höfuðkúpumerki og ganga yfirleitt undir nafnleynd. Mannréttindasamtök, stjórnarandstöðuþingmenn og óbreyttir borgarar hafa sakað liðsmenn hennar um pyntingar og aftökur utan dóms og laga. Þúsundir slíkra mála eru sögð látin falla niður án frekari rannsóknar. Ítarleg rannsókn Reuters-fréttastofunnar leiðir í ljós að menn sem hafa hlotið fangelsisdóma séu á meðal þeirra sem skipa sérsveit Maduro. Þannig afplánuðu að minnsta kosti tveir liðsmenn sveitarinnar sem eru sakaðir um að hafa drepið tvo menn fyrir utan höfuðborgina Caracas fangelsisdóma áður en þeir gengu til liðs við sveitina. Að minnsta kosti þrír aðrir lögreglumenn sem ekki eru ákærðir eru einnig á sakaskrá. Mennirnir tveir sem voru myrtir voru sjálfir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn, þó ekki hjá sérsveitinni. Tengsl þeirra við lögregluna eru sögð líklega eina ástæða þess að morðin voru rannsökuð frekar og upplýst var um nöfn lögreglumannanna sem eru grunaðir um að hafa drepið þá. Upphaflega hélt sérsveitin því fram að mennirnir tveir hefðu verið felldir eftir að þeir hófu sjálfir skothríð á lögreglumennina. Rannsókn leiddi síðar í ljós að hvorugur þeirra hafði hleypt af skotum og að þeir hefðu sjálfir verið skotnir ofan frá, ekki í skotbardaga eins og sérsveitin fullyrti. Vekja jafnmikinn ótta og glæpamenn Landslög og innri stefna ríkislögreglunnar bannar að dæmdir gegni starfi lögreglumanna. Fulltrúar yfirvalda svöruðu ekki fyrirspurnum Reuters um lögreglumennina sem eru með sakaferil á bakinu. Fréttaveitan hefur ekki getað staðfest hversu margir liðsmenn sérsveitarinnar eru dæmdir glæpamenn. Sérsveitin, sem gengur undir skammstöfuninni FAES, er af mörgum talin tól Maduro forseta til að halda almenningi í heljargreipum. Maduro hefur lofað sveitina fyrir að berjast gegn glæpum og ofbeldi en liðsmenn hennar eru sagðir vekja jafnmikinn ótta hjá landsmönnum og glæpamennirnir sem hún á að berjast gegn, sérstaklega í fátækari hverfum þar sem efnahagslegar þrengingar hafa valdið óánægju og gremju í garð stjórnvalda. „Þeir ráða fólk sem er ekki hrætt við að fremja glæpi, að fara inn á heimili án heimildar og drepa. Glæpamaður gerir þetta greiðar því hann hefur þegar gert þessa hluti áður,“ segir Nora Echavez, fyrrverandi saksóknari í Miranda-ríki, þar sem morðmálið gegn liðsmönnum sveitarinnar er nú rekið.
Venesúela Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira