Dagur kvenfélagskonunnar er í dag 1. febrúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2020 12:15 Elinborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og á sama tíma fagnar Kvenfélagssamband Íslands 90 ára afmæli. Í tilefni dagsins ætla kvenfélagskonur að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði og í kvöld verður skemmtun í Aratungu í Biskupstungum þar sem á að safna peningum til kaupa á tækjabúnaði, sem nýtist við skoðun á kvenlíffærum í tengslum við meðgöngu, fæðingu og kvenheilbrigði. Um fimm þúsund kvenfélagskonur eru í landinu í fjölmörgum kvenfélögum. 1. febrúar er alltaf tileinkaður kvenfélagskonum og nú háttar svo til að Kvenfélagasamband Íslands á líka 90 ára afmæli í dag en það var stofnað 1. febrúar 1930. Það stendur mikið til hjá kvenfélagskonum allt árið vegna afmælisins hjá kvenfélagskonum. Elinborg Sigurðardóttir er formaður Sambands sunnlenskra kvenna. „Við ætlum að safna fyrir tækjum og tækni til þess að hægt verði að tengja saman monitora og ómtæki um allt land og tengja það Kvennadeild Landsspítalans þannig að það sé hægt að skoða konur á meðgöngu og fæðingu og varðandi kvensjúkdóma og fá aðstoð hjá kvennadeildinni við að lesa úr ef það eru einhver vafaatriði þannig að það þurfi ekki að vera að senda konur á milli landshluta vegna einhverra óvissuþátta eins og hefur þurft að gera“, segir Elinborg og bætir við. „Þetta er heilmikið og stórt verkefni, við þurfum að safna að minnsta kosti 36 milljónum króna til þess að þetta takist og við ætlum okkur allt árið til þessa“. Ætlunin er að safna 36 milljónum króna á afmælisárinu. Kvenfélagskonurnar ætla til dæmis að selja gyllt armbönd og súkkulaði til að fjármagna verkefnið. Í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambandsin ætla fulltrúar kvenfélagskvenna að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði klukkan 14:00 í dag og í kvöld klukkan 20.00 verður fjáröflunarsamkoma á vegum Kvenfélags Biskupstungna í Aratungu, sem ber yfirskriftina; „Gyllum tilveruna“. „Það verða skemmtiatriði, matur og að konur hafi gaman saman, hlægja og skemmti sér og þess vegna að dansa, það verður líka tískusýning, já, bara eitt og annað skemmtilegt“, segir Elínborg. Þetta eru skilaboðin frá formanni Sambands sunnlenskra kvenna. „Bara að óska öllum kvenfélagskonum til hamingju með afmælið og áfram verður við sterkar og vinnum með hugsjón kvenfélagsstarfsins að leiðarljósi, kærleikur, samvinna, virðing“. Bláskógabyggð Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og á sama tíma fagnar Kvenfélagssamband Íslands 90 ára afmæli. Í tilefni dagsins ætla kvenfélagskonur að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði og í kvöld verður skemmtun í Aratungu í Biskupstungum þar sem á að safna peningum til kaupa á tækjabúnaði, sem nýtist við skoðun á kvenlíffærum í tengslum við meðgöngu, fæðingu og kvenheilbrigði. Um fimm þúsund kvenfélagskonur eru í landinu í fjölmörgum kvenfélögum. 1. febrúar er alltaf tileinkaður kvenfélagskonum og nú háttar svo til að Kvenfélagasamband Íslands á líka 90 ára afmæli í dag en það var stofnað 1. febrúar 1930. Það stendur mikið til hjá kvenfélagskonum allt árið vegna afmælisins hjá kvenfélagskonum. Elinborg Sigurðardóttir er formaður Sambands sunnlenskra kvenna. „Við ætlum að safna fyrir tækjum og tækni til þess að hægt verði að tengja saman monitora og ómtæki um allt land og tengja það Kvennadeild Landsspítalans þannig að það sé hægt að skoða konur á meðgöngu og fæðingu og varðandi kvensjúkdóma og fá aðstoð hjá kvennadeildinni við að lesa úr ef það eru einhver vafaatriði þannig að það þurfi ekki að vera að senda konur á milli landshluta vegna einhverra óvissuþátta eins og hefur þurft að gera“, segir Elinborg og bætir við. „Þetta er heilmikið og stórt verkefni, við þurfum að safna að minnsta kosti 36 milljónum króna til þess að þetta takist og við ætlum okkur allt árið til þessa“. Ætlunin er að safna 36 milljónum króna á afmælisárinu. Kvenfélagskonurnar ætla til dæmis að selja gyllt armbönd og súkkulaði til að fjármagna verkefnið. Í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambandsin ætla fulltrúar kvenfélagskvenna að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði klukkan 14:00 í dag og í kvöld klukkan 20.00 verður fjáröflunarsamkoma á vegum Kvenfélags Biskupstungna í Aratungu, sem ber yfirskriftina; „Gyllum tilveruna“. „Það verða skemmtiatriði, matur og að konur hafi gaman saman, hlægja og skemmti sér og þess vegna að dansa, það verður líka tískusýning, já, bara eitt og annað skemmtilegt“, segir Elínborg. Þetta eru skilaboðin frá formanni Sambands sunnlenskra kvenna. „Bara að óska öllum kvenfélagskonum til hamingju með afmælið og áfram verður við sterkar og vinnum með hugsjón kvenfélagsstarfsins að leiðarljósi, kærleikur, samvinna, virðing“.
Bláskógabyggð Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira