Telur að pallbíl hafi verið ekið yfir leiði í Mosfellskirkjugarði Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 2. febrúar 2020 17:29 Helgi telur að atvikið hafi átt sér stað einhvern tímann frá því í gærkvöldi og þar til snemma í morgun. Helgi Þór Eiríksson Slæm aðkoma var í Mosfellskirkjugarði í Mosfellsbæ í dag en svo virðist sem að ökutæki hafi verið ekið utan vegslóða og yfir leiði. Helgi Þór Eiríksson, sem reynir að vitja leiðis móður sinnar vikulega með föður sínum, segir að aðkoman í garðinum hafi ekki verið góð þegar hann kom þangað um hádegisbil í dag. Hann segir leiðinlegt að horfa upp á slíkt en segir aðkomuna í garðinum oft vera misjafna. Oft sé illa gengið um garðinn auk þess sem hann sé oftar en ekki illa hirtur að hans mati. „Svo kemur eitthvað svona upp á. Bílar sækja í að keyra þarna upp í gegnum hliðið.“ Helgi Þór Eiríksson Bifreiðin líklega lent í erfiðleikum Sjálfur segist hann skilja að ekki allir eigi auðvelt með gang og vilji því keyra inn í garðinn. „Þarna tók ég eftir því að viðkomandi bíll hafði ekki keyrt eftir veginum heldur yfir garðinn, og yfir gróður sem var búið að setja þarna.“ Hann hafi síðan séð för eftir bílinn sem hafi legið á milli tveggja leiða í garðinum en Helgi telur að atvikið hafi átt sér stað einhvern tímann frá því í gærkvöldi og þar til snemma í morgun. „Svo sá ég rétt við leiði móður minnar að þar voru mjög slæm för, rétt við leiðin. Þá sá ég að bíllinn hafði lent í einhverju veseni.“ Brotinu stillt upp við leiðið Helgi segir greinilegt að um pallbíl hafi verið að ræða, þar sem för afturdekkja hafi verið tvöföld. „Við löbbuðum bara eftir förunum og til baka. Þá sé ég betur að það er búið að keyra yfir einhver leiði,“ segir Helgi. Hann segist þá einnig hafa séð að búið væri að keyra niður kross við eitt leiðanna í garðinum. „Þá var greinilega búið að taka krossinn sem brotnaði af, og stilla honum upp á brotinu.“ Forsvarsmenn kirkjugarðsins kusu að tjá sig ekki um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Helgi Þór Eiríksson Kirkjugarðar Mosfellsbær Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Slæm aðkoma var í Mosfellskirkjugarði í Mosfellsbæ í dag en svo virðist sem að ökutæki hafi verið ekið utan vegslóða og yfir leiði. Helgi Þór Eiríksson, sem reynir að vitja leiðis móður sinnar vikulega með föður sínum, segir að aðkoman í garðinum hafi ekki verið góð þegar hann kom þangað um hádegisbil í dag. Hann segir leiðinlegt að horfa upp á slíkt en segir aðkomuna í garðinum oft vera misjafna. Oft sé illa gengið um garðinn auk þess sem hann sé oftar en ekki illa hirtur að hans mati. „Svo kemur eitthvað svona upp á. Bílar sækja í að keyra þarna upp í gegnum hliðið.“ Helgi Þór Eiríksson Bifreiðin líklega lent í erfiðleikum Sjálfur segist hann skilja að ekki allir eigi auðvelt með gang og vilji því keyra inn í garðinn. „Þarna tók ég eftir því að viðkomandi bíll hafði ekki keyrt eftir veginum heldur yfir garðinn, og yfir gróður sem var búið að setja þarna.“ Hann hafi síðan séð för eftir bílinn sem hafi legið á milli tveggja leiða í garðinum en Helgi telur að atvikið hafi átt sér stað einhvern tímann frá því í gærkvöldi og þar til snemma í morgun. „Svo sá ég rétt við leiði móður minnar að þar voru mjög slæm för, rétt við leiðin. Þá sá ég að bíllinn hafði lent í einhverju veseni.“ Brotinu stillt upp við leiðið Helgi segir greinilegt að um pallbíl hafi verið að ræða, þar sem för afturdekkja hafi verið tvöföld. „Við löbbuðum bara eftir förunum og til baka. Þá sé ég betur að það er búið að keyra yfir einhver leiði,“ segir Helgi. Hann segist þá einnig hafa séð að búið væri að keyra niður kross við eitt leiðanna í garðinum. „Þá var greinilega búið að taka krossinn sem brotnaði af, og stilla honum upp á brotinu.“ Forsvarsmenn kirkjugarðsins kusu að tjá sig ekki um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Helgi Þór Eiríksson
Kirkjugarðar Mosfellsbær Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira