Telur að pallbíl hafi verið ekið yfir leiði í Mosfellskirkjugarði Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 2. febrúar 2020 17:29 Helgi telur að atvikið hafi átt sér stað einhvern tímann frá því í gærkvöldi og þar til snemma í morgun. Helgi Þór Eiríksson Slæm aðkoma var í Mosfellskirkjugarði í Mosfellsbæ í dag en svo virðist sem að ökutæki hafi verið ekið utan vegslóða og yfir leiði. Helgi Þór Eiríksson, sem reynir að vitja leiðis móður sinnar vikulega með föður sínum, segir að aðkoman í garðinum hafi ekki verið góð þegar hann kom þangað um hádegisbil í dag. Hann segir leiðinlegt að horfa upp á slíkt en segir aðkomuna í garðinum oft vera misjafna. Oft sé illa gengið um garðinn auk þess sem hann sé oftar en ekki illa hirtur að hans mati. „Svo kemur eitthvað svona upp á. Bílar sækja í að keyra þarna upp í gegnum hliðið.“ Helgi Þór Eiríksson Bifreiðin líklega lent í erfiðleikum Sjálfur segist hann skilja að ekki allir eigi auðvelt með gang og vilji því keyra inn í garðinn. „Þarna tók ég eftir því að viðkomandi bíll hafði ekki keyrt eftir veginum heldur yfir garðinn, og yfir gróður sem var búið að setja þarna.“ Hann hafi síðan séð för eftir bílinn sem hafi legið á milli tveggja leiða í garðinum en Helgi telur að atvikið hafi átt sér stað einhvern tímann frá því í gærkvöldi og þar til snemma í morgun. „Svo sá ég rétt við leiði móður minnar að þar voru mjög slæm för, rétt við leiðin. Þá sá ég að bíllinn hafði lent í einhverju veseni.“ Brotinu stillt upp við leiðið Helgi segir greinilegt að um pallbíl hafi verið að ræða, þar sem för afturdekkja hafi verið tvöföld. „Við löbbuðum bara eftir förunum og til baka. Þá sé ég betur að það er búið að keyra yfir einhver leiði,“ segir Helgi. Hann segist þá einnig hafa séð að búið væri að keyra niður kross við eitt leiðanna í garðinum. „Þá var greinilega búið að taka krossinn sem brotnaði af, og stilla honum upp á brotinu.“ Forsvarsmenn kirkjugarðsins kusu að tjá sig ekki um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Helgi Þór Eiríksson Kirkjugarðar Mosfellsbær Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Slæm aðkoma var í Mosfellskirkjugarði í Mosfellsbæ í dag en svo virðist sem að ökutæki hafi verið ekið utan vegslóða og yfir leiði. Helgi Þór Eiríksson, sem reynir að vitja leiðis móður sinnar vikulega með föður sínum, segir að aðkoman í garðinum hafi ekki verið góð þegar hann kom þangað um hádegisbil í dag. Hann segir leiðinlegt að horfa upp á slíkt en segir aðkomuna í garðinum oft vera misjafna. Oft sé illa gengið um garðinn auk þess sem hann sé oftar en ekki illa hirtur að hans mati. „Svo kemur eitthvað svona upp á. Bílar sækja í að keyra þarna upp í gegnum hliðið.“ Helgi Þór Eiríksson Bifreiðin líklega lent í erfiðleikum Sjálfur segist hann skilja að ekki allir eigi auðvelt með gang og vilji því keyra inn í garðinn. „Þarna tók ég eftir því að viðkomandi bíll hafði ekki keyrt eftir veginum heldur yfir garðinn, og yfir gróður sem var búið að setja þarna.“ Hann hafi síðan séð för eftir bílinn sem hafi legið á milli tveggja leiða í garðinum en Helgi telur að atvikið hafi átt sér stað einhvern tímann frá því í gærkvöldi og þar til snemma í morgun. „Svo sá ég rétt við leiði móður minnar að þar voru mjög slæm för, rétt við leiðin. Þá sá ég að bíllinn hafði lent í einhverju veseni.“ Brotinu stillt upp við leiðið Helgi segir greinilegt að um pallbíl hafi verið að ræða, þar sem för afturdekkja hafi verið tvöföld. „Við löbbuðum bara eftir förunum og til baka. Þá sé ég betur að það er búið að keyra yfir einhver leiði,“ segir Helgi. Hann segist þá einnig hafa séð að búið væri að keyra niður kross við eitt leiðanna í garðinum. „Þá var greinilega búið að taka krossinn sem brotnaði af, og stilla honum upp á brotinu.“ Forsvarsmenn kirkjugarðsins kusu að tjá sig ekki um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Helgi Þór Eiríksson
Kirkjugarðar Mosfellsbær Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira