Friðrik Ingi: Þurftum að spila með ánægju og gleði Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 2. febrúar 2020 21:15 Friðrik Ingi Rúnarsson er þjálfari Þórs. vísir/bára Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar var temmilega ánægður með sigur gegn Fjölni í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Hann ræddi um að liðið hans hefði unnið eftir að þeir náðu að finna jafnvægið í sókn og vörn hjá sér. „Menn föttuðu á seinustu tíu mínútunum að það væri engin ástæða til að vera að svekkja sig yfir hinu og þessu í leiknum. Ég ræddi það einmitt í einu leikhléinu að við yrðum áfram að gera það sem við vorum að gera framan af; að spila með ánægju og gleði,“ sagði Friðrik um hugarfarsbreytinguna sem hefði komið aftur jafnvægi á spil sinna manna á lokakafla leiksins. Leikurinn var ekki upp á hundrað hjá Þórsurum, benti Friðrik hins vegar réttilega á: „Já, alls ekki gallalaus leikur. Srdan lék aðeins lausum hala á einum kafla í leiknum, en við breyttum áherslum og náðum að loka á það. Þvinguðum þá í erfiðari skot og náðum þá taktinum aftur.“ Þór heimsækir næst Grindavík á útivelli, en þeir hafa hingað til ekki átt góðu gengi að fagna utan eigin heimavallar. „Við erum að fara í leik við lið sem við erum að berjast um stöðu í deildinni við og sá leikur er mjög stór. Í sumum leikjum á útivelli höfum við verið býsna góðir og verið nálægt því að vinna en í öðrum höfum við verið arfaslakir,“ sagði Friðrik um slakt gengi liðsins í útileikjum. „Við þurfum að koma með rétt hugarfar og reyna svolítið að byggja á síðustu leikjum. Vörnin var lengstum betri í dag en hún var á móti Haukum í fjórða leikhluta en sóknarleikurinn á móti þeim var fínn. Við erum að reyna finna jafnvægið,“ sagði Friðrik, augljóslega einbeittur á þessu jafnvægi milli sóknar og varnar hjá sínum mönnum. „Þetta er bara áframhaldandi og stöðug vinna,“ sagði Friðrik að lokum og bætti við: „Við þurfum að gíra okkur upp í næsta leik eins og alla aðra leiki. Hver leikur núna er upp á líf og dauða.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Fjölnir 90-82 | Öflugur sigur Þórs Þórsarar unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. 2. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar var temmilega ánægður með sigur gegn Fjölni í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Hann ræddi um að liðið hans hefði unnið eftir að þeir náðu að finna jafnvægið í sókn og vörn hjá sér. „Menn föttuðu á seinustu tíu mínútunum að það væri engin ástæða til að vera að svekkja sig yfir hinu og þessu í leiknum. Ég ræddi það einmitt í einu leikhléinu að við yrðum áfram að gera það sem við vorum að gera framan af; að spila með ánægju og gleði,“ sagði Friðrik um hugarfarsbreytinguna sem hefði komið aftur jafnvægi á spil sinna manna á lokakafla leiksins. Leikurinn var ekki upp á hundrað hjá Þórsurum, benti Friðrik hins vegar réttilega á: „Já, alls ekki gallalaus leikur. Srdan lék aðeins lausum hala á einum kafla í leiknum, en við breyttum áherslum og náðum að loka á það. Þvinguðum þá í erfiðari skot og náðum þá taktinum aftur.“ Þór heimsækir næst Grindavík á útivelli, en þeir hafa hingað til ekki átt góðu gengi að fagna utan eigin heimavallar. „Við erum að fara í leik við lið sem við erum að berjast um stöðu í deildinni við og sá leikur er mjög stór. Í sumum leikjum á útivelli höfum við verið býsna góðir og verið nálægt því að vinna en í öðrum höfum við verið arfaslakir,“ sagði Friðrik um slakt gengi liðsins í útileikjum. „Við þurfum að koma með rétt hugarfar og reyna svolítið að byggja á síðustu leikjum. Vörnin var lengstum betri í dag en hún var á móti Haukum í fjórða leikhluta en sóknarleikurinn á móti þeim var fínn. Við erum að reyna finna jafnvægið,“ sagði Friðrik, augljóslega einbeittur á þessu jafnvægi milli sóknar og varnar hjá sínum mönnum. „Þetta er bara áframhaldandi og stöðug vinna,“ sagði Friðrik að lokum og bætti við: „Við þurfum að gíra okkur upp í næsta leik eins og alla aðra leiki. Hver leikur núna er upp á líf og dauða.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Fjölnir 90-82 | Öflugur sigur Þórs Þórsarar unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. 2. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Fjölnir 90-82 | Öflugur sigur Þórs Þórsarar unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. 2. febrúar 2020 21:00