Djokovic sá ekkert að því að slá á skó dómarans í miðjum úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2020 16:30 Novak Djokovic sló á fætur dómarans Damien Dumusois EPA-EFE/DAVE HUNT Novak Djokovic tryggði sér sigur á Opna ástralska risamótinu í tennis í áttunda skiptið í gær en gæti átt von á veglegri sekt eftir framkomu sína í úrslitaleiknum. Novak Djokovic byrjaði leikinn illa og lenti undir á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem fékk tvö sett til að tryggja sér sigurinn en Serbinn öflugi sýndi styrk sinn með því að koma til baka og vinna 3-2. Djokovic fékk 2,85 milljónir dollara í verðlaunafé eða 355 milljónir íslenskra króna en hann gæti þurft að borga hluta af því í stóra sekt vegna hegðunar sinnar í úrslitaleiknum. Novak Djokovic says he did not overstep mark when touching umpire's shoe https://t.co/bM3Q1dIX8j— Guardian sport (@guardian_sport) February 2, 2020 Í tvígang snerti Novak Djokovic skó dómarans í úrslitaleiknum þegar hann var að mótmæla dómi. Dómarinn er Frakki og heitir Damien Dumusois. Hann hafði þá refsað Serbanum tvisvar fyrir leiktöf. Novak Djokovic var mjög ósáttur við að fá sömu refsinguna í tvígang og taldi það ekki sæma jafnreyndum dómara og Damien Dumusois. Novak Djokovic gerði lítið úr dómaranum þannig að menn heyrðu. Um leið og hann slá á fætur dómarans þá sagði hann háðslega við hann: „Þér tókst að gera sjálfan þig frægan í þessum leik. Vel gert. Sérstaklega í seinna skiptið. Stendur þig vel. Þú gerðir þig frægan. Vel gert,“ sagði Novak Djokovic. Damien Dumusois brást ekki við þessum háðsglósum Serbans. Djokovic sá ekkert að þessu og þótti þetta ekki stórmál. „Fyrir að snerta skóinn hans? Ég vissi ekki að það væri bannað. Mér fannst þetta bara vera vinaleg snerting. Ég var ekkert að ógna honum. Ég trúði því bara ekki að ég hefði fengið þessa refsingu. Það kom mér úr jafnvægi. Þetta var ekki meira en það,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic gæti fengið 20 þúsund dollara sekt fyrir hvert brot eða tvær og hálf milljón íslenskra króna en það er ekki mikill peningur hjá manni sem var að vinna 355 milljónir. Tennis Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Sjá meira
Novak Djokovic tryggði sér sigur á Opna ástralska risamótinu í tennis í áttunda skiptið í gær en gæti átt von á veglegri sekt eftir framkomu sína í úrslitaleiknum. Novak Djokovic byrjaði leikinn illa og lenti undir á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem fékk tvö sett til að tryggja sér sigurinn en Serbinn öflugi sýndi styrk sinn með því að koma til baka og vinna 3-2. Djokovic fékk 2,85 milljónir dollara í verðlaunafé eða 355 milljónir íslenskra króna en hann gæti þurft að borga hluta af því í stóra sekt vegna hegðunar sinnar í úrslitaleiknum. Novak Djokovic says he did not overstep mark when touching umpire's shoe https://t.co/bM3Q1dIX8j— Guardian sport (@guardian_sport) February 2, 2020 Í tvígang snerti Novak Djokovic skó dómarans í úrslitaleiknum þegar hann var að mótmæla dómi. Dómarinn er Frakki og heitir Damien Dumusois. Hann hafði þá refsað Serbanum tvisvar fyrir leiktöf. Novak Djokovic var mjög ósáttur við að fá sömu refsinguna í tvígang og taldi það ekki sæma jafnreyndum dómara og Damien Dumusois. Novak Djokovic gerði lítið úr dómaranum þannig að menn heyrðu. Um leið og hann slá á fætur dómarans þá sagði hann háðslega við hann: „Þér tókst að gera sjálfan þig frægan í þessum leik. Vel gert. Sérstaklega í seinna skiptið. Stendur þig vel. Þú gerðir þig frægan. Vel gert,“ sagði Novak Djokovic. Damien Dumusois brást ekki við þessum háðsglósum Serbans. Djokovic sá ekkert að þessu og þótti þetta ekki stórmál. „Fyrir að snerta skóinn hans? Ég vissi ekki að það væri bannað. Mér fannst þetta bara vera vinaleg snerting. Ég var ekkert að ógna honum. Ég trúði því bara ekki að ég hefði fengið þessa refsingu. Það kom mér úr jafnvægi. Þetta var ekki meira en það,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic gæti fengið 20 þúsund dollara sekt fyrir hvert brot eða tvær og hálf milljón íslenskra króna en það er ekki mikill peningur hjá manni sem var að vinna 355 milljónir.
Tennis Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti