Ætlaði að verða skurðlæknir eða poppstjarna og færir eiginmanninum alltaf kaffi í rúmið Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2020 10:30 Katrín Jakobsdóttir bauð Sindra Sindrasyni í kaffi einn morguninn á heimili sínu í Vesturbænum. Hvernig fer morguninn af stað hjá forsætisráðherra? Er hún morgunmanneskja? hvað fær hún sér áður en hún fer af stað? og hvort þeirra færir hinu kaffi í rúmið? Í Íslandi í dag bankaði Sindri Sindrason við upp á hjá Katrínu Jakobsdóttur klukkan átta að morgni og fékk hann að vita allt um málið. „Ég myndi ekki segja að ég sé morgunmanneskja en núna er eitthvað að gerast í líkamanum, ég er að verða miðaldra og vakna fyrr og sofna fyrr,“ segir Katrín en fjölskyldan fær sér alltaf hafragraut saman á morgnanna, allir nema eiginmaður hennar. „Þetta er óvenjulegur morgun en venjulega geri ég kaffi og fer með bolla inn til mannsins míns og vek hann við það, sem er algjör lúxus. Hann kemur kannski með kaffibolla inn til mín þegar ég á afmæli,“ segir Katrín sem er gift Gunnar Erni Sigvaldasyni. Saman eiga þau þrjá drengi. Katrín segist vera gömul sál, elskar allt sem er í 60´s og er heimili hennar í þeim stíl, hún er listræn, elskar tónlist, góðar bækur og að vera með skemmtilegu fólki. Hún segist vera ströng mamma. „Það er takmarkanir á tölvuleikjum, búa um rúmin sín, mæta í kvöldmat og taka þátt í því sem við erum að gera sem fjölskylda. Ég reyni að mæta alltaf í kvöldmat og reyni að forgangsraða því eins og ég get. Yngsti sonur okkar er frekar málglaður. Hann er alltaf að segja öllum allt frá fjölskyldulífinu og ég er alltaf bara, hættu að tala. Eitt af því sem hann er að segja öllum er ég verði svolítið mikið reið og það sé svolítið erfitt en pabbi hans verði meira svona pirraður í lengri tíma. Og við stöndum bara og hugsum, ætlar barnið ekki að fara þegja. Hann er svona glaðlyndur og er svona í beinni útsendingu, þessi drengur,“ segir Katrín en hún ætlaði á yngri árum að verða skurðlæknir en til vara poppstjarna. Hér að neðan má sjá Ísland í dag frá því í gærkvöldi. Ísland í dag Vinstri græn Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
Hvernig fer morguninn af stað hjá forsætisráðherra? Er hún morgunmanneskja? hvað fær hún sér áður en hún fer af stað? og hvort þeirra færir hinu kaffi í rúmið? Í Íslandi í dag bankaði Sindri Sindrason við upp á hjá Katrínu Jakobsdóttur klukkan átta að morgni og fékk hann að vita allt um málið. „Ég myndi ekki segja að ég sé morgunmanneskja en núna er eitthvað að gerast í líkamanum, ég er að verða miðaldra og vakna fyrr og sofna fyrr,“ segir Katrín en fjölskyldan fær sér alltaf hafragraut saman á morgnanna, allir nema eiginmaður hennar. „Þetta er óvenjulegur morgun en venjulega geri ég kaffi og fer með bolla inn til mannsins míns og vek hann við það, sem er algjör lúxus. Hann kemur kannski með kaffibolla inn til mín þegar ég á afmæli,“ segir Katrín sem er gift Gunnar Erni Sigvaldasyni. Saman eiga þau þrjá drengi. Katrín segist vera gömul sál, elskar allt sem er í 60´s og er heimili hennar í þeim stíl, hún er listræn, elskar tónlist, góðar bækur og að vera með skemmtilegu fólki. Hún segist vera ströng mamma. „Það er takmarkanir á tölvuleikjum, búa um rúmin sín, mæta í kvöldmat og taka þátt í því sem við erum að gera sem fjölskylda. Ég reyni að mæta alltaf í kvöldmat og reyni að forgangsraða því eins og ég get. Yngsti sonur okkar er frekar málglaður. Hann er alltaf að segja öllum allt frá fjölskyldulífinu og ég er alltaf bara, hættu að tala. Eitt af því sem hann er að segja öllum er ég verði svolítið mikið reið og það sé svolítið erfitt en pabbi hans verði meira svona pirraður í lengri tíma. Og við stöndum bara og hugsum, ætlar barnið ekki að fara þegja. Hann er svona glaðlyndur og er svona í beinni útsendingu, þessi drengur,“ segir Katrín en hún ætlaði á yngri árum að verða skurðlæknir en til vara poppstjarna. Hér að neðan má sjá Ísland í dag frá því í gærkvöldi.
Ísland í dag Vinstri græn Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira