Mótmæltu lokun Bláfjallavegar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2020 16:00 Ætlunin var að keyra eftir veginum en búið var að loka honum. Mynd/Bjarni Freyr Báruson Hópur áhugamanna um að Bláfjallavegur verði áfram opinn mótmælti lokun vegarins á táknrænan hátt í dag. Hópurinn ætlaði sér að aka eftir veginum en þegar þeir mættu á svæðið hafði Vegagerðin þegar lokað veginum með faratálma.Vegagerði tilkynnti í gær að Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda yrðu lokað varanlega frá og með deginum í dag. Lítil umferð væri um veginn, hann ekki þjónustaður yfir vetrartímann auk þess sem að vegurinn lægi að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis.„Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inn í áður en hugsanlegt óhapp verður,“ sagði í tilkynningu Vegagerðinnar.Tilkynningin vakti töluverða athygli en fljótlega eftir að hún var sett í loftið var Facebook-hópurinn „Vegleysa - Mótmæli gegn lokun Bláfjallavegar!“ stofnaður.Í samtali við Vísi segir Bjarni Freyr Báruson, stofnandi hópsins, að hann telji sparnaðaraðgerðir vera ástæðu lokunarinnar, en ekki vatnsverndarsjónarmið. Hann og fleiri skipulögðu táknræna mótmælaferð um veginn til að mótmæla lokuninni. Vegagerðin hefur komið fyrir þessum farartálmum á veginum.Mynd/Bjarni Freyr Báruson Segir lokunina vera harkalega aðgerð „Ég tel þetta vera alltof harkalega aðgerð á svæði sem nú þegar hefur mjög mikla umferð og starfsemi. Það er hægt að sporna við slysum með öðrum hætti,“ segir Bjarni Freyr í samtali við Vísi. Hann segir ýmsa aðra möguleika í stöðunni en að loka veginum sé markmiðið að vernda vatnsverndarsvæði fyrir mögulegri mengun. „Vatnsverndarsjónarmið getur varla verið eina röksemdin fyrir því að ákveða framtíð vegarins því en lágmarka mætti hættu af slysum með ýmsum hætti s.s. með því að lækka lágmarkshraða, takmarka öxulþunga, banna olíu- og efnisflutninga og með smávægilegum vegabótum og merkingum hér og þar,“ skrifaði hann í mótmælabréfi sem hann sendi bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Vegagerðina. „Þetta virðist ekki eiga sér neina aðra stoð en peningasparnaður og þetta er sett fram undir þeirri átyllu að þetta sé vatnsverndarsjónarmið. Maður þarf ekki að horfa lengur en bara til Bláfjalla, til Þríhnúkagígs, frá Bláfjallavegi til Suðurlandsvegar sem liggur í gegnum þetta sama vatnsverndarsvæði og þar virðast þessi rök ekki eiga við,“ segir Bjarni Freyr. Kaflanum sem hefur verið lokað er rauðmerktur á kortinu.Vegagerðin Kópavogur Samgöngur Tengdar fréttir Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Hópur áhugamanna um að Bláfjallavegur verði áfram opinn mótmælti lokun vegarins á táknrænan hátt í dag. Hópurinn ætlaði sér að aka eftir veginum en þegar þeir mættu á svæðið hafði Vegagerðin þegar lokað veginum með faratálma.Vegagerði tilkynnti í gær að Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda yrðu lokað varanlega frá og með deginum í dag. Lítil umferð væri um veginn, hann ekki þjónustaður yfir vetrartímann auk þess sem að vegurinn lægi að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis.„Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inn í áður en hugsanlegt óhapp verður,“ sagði í tilkynningu Vegagerðinnar.Tilkynningin vakti töluverða athygli en fljótlega eftir að hún var sett í loftið var Facebook-hópurinn „Vegleysa - Mótmæli gegn lokun Bláfjallavegar!“ stofnaður.Í samtali við Vísi segir Bjarni Freyr Báruson, stofnandi hópsins, að hann telji sparnaðaraðgerðir vera ástæðu lokunarinnar, en ekki vatnsverndarsjónarmið. Hann og fleiri skipulögðu táknræna mótmælaferð um veginn til að mótmæla lokuninni. Vegagerðin hefur komið fyrir þessum farartálmum á veginum.Mynd/Bjarni Freyr Báruson Segir lokunina vera harkalega aðgerð „Ég tel þetta vera alltof harkalega aðgerð á svæði sem nú þegar hefur mjög mikla umferð og starfsemi. Það er hægt að sporna við slysum með öðrum hætti,“ segir Bjarni Freyr í samtali við Vísi. Hann segir ýmsa aðra möguleika í stöðunni en að loka veginum sé markmiðið að vernda vatnsverndarsvæði fyrir mögulegri mengun. „Vatnsverndarsjónarmið getur varla verið eina röksemdin fyrir því að ákveða framtíð vegarins því en lágmarka mætti hættu af slysum með ýmsum hætti s.s. með því að lækka lágmarkshraða, takmarka öxulþunga, banna olíu- og efnisflutninga og með smávægilegum vegabótum og merkingum hér og þar,“ skrifaði hann í mótmælabréfi sem hann sendi bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Vegagerðina. „Þetta virðist ekki eiga sér neina aðra stoð en peningasparnaður og þetta er sett fram undir þeirri átyllu að þetta sé vatnsverndarsjónarmið. Maður þarf ekki að horfa lengur en bara til Bláfjalla, til Þríhnúkagígs, frá Bláfjallavegi til Suðurlandsvegar sem liggur í gegnum þetta sama vatnsverndarsvæði og þar virðast þessi rök ekki eiga við,“ segir Bjarni Freyr. Kaflanum sem hefur verið lokað er rauðmerktur á kortinu.Vegagerðin
Kópavogur Samgöngur Tengdar fréttir Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13