Manndrápsmál verður tekið fyrir í Hæstarétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 07:45 Frá vettvangi brunans að Kirkjuvegi á Selfossi. Vísir/EGill Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Vigfúsar Ólafssonar, sem dæmdur var í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti fyrir manndráp með því að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í Landsrétti í desember 2019. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús leitaði leyfis til að áfrýja dómi Landsréttar skömmu eftir að dómurinn féll í desember. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að lögmaður hans hafi m.a. borið því fyrir sig að skera þyrfti úr um mörk ásetnings og gáleysis í málinu, auk þess sem niðurstaða Landsréttar um ásetning Vigfúsar til manndráps hafi verið á skjön við réttarframkvæmd og skrif fræðimanna. Dómur Landsréttar sé jafnframt bersýnilega rangur að efni til.Vigfús við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/MHHHæstiréttur féllst á umsókn Vigfúss á þeim grundvelli að úrlausn um mörk ásetnings og gáleysis í máli af þeim toga sem hér um ræðir myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess sem mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp. Eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. 18. júlí 2019 12:22 Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. 9. júlí 2019 15:53 Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. 13. desember 2019 15:00 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Vigfúsar Ólafssonar, sem dæmdur var í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti fyrir manndráp með því að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í Landsrétti í desember 2019. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús leitaði leyfis til að áfrýja dómi Landsréttar skömmu eftir að dómurinn féll í desember. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að lögmaður hans hafi m.a. borið því fyrir sig að skera þyrfti úr um mörk ásetnings og gáleysis í málinu, auk þess sem niðurstaða Landsréttar um ásetning Vigfúsar til manndráps hafi verið á skjön við réttarframkvæmd og skrif fræðimanna. Dómur Landsréttar sé jafnframt bersýnilega rangur að efni til.Vigfús við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/MHHHæstiréttur féllst á umsókn Vigfúss á þeim grundvelli að úrlausn um mörk ásetnings og gáleysis í máli af þeim toga sem hér um ræðir myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess sem mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp. Eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. 18. júlí 2019 12:22 Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. 9. júlí 2019 15:53 Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. 13. desember 2019 15:00 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Áfrýja dómnum yfir Vigfúsi til Landsréttar Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. 18. júlí 2019 12:22
Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. 9. júlí 2019 15:53
Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. 13. desember 2019 15:00