Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 10:56 Mótmælandi við höfuðstöðvar Frjálsra demókrata í Berlín lýsir óbeit sinni á AfD, hægriöfgaflokknum sem átti óvænt þátt í að velja forsætisráðherra Þýringalands. Vísir/EPA Ákvörðun þingmanna Kristilega demókrataflokksins um að kjósa með hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) um nýjan forsætisráðherra Þýringalands hefur valdið miklum titringi í þýskum stjórnmálum. Angela Merkel kanslari segir valið „ófyrirgefanlegt“ og snúa verði úrslitunum við. Þetta er í fyrsta skipti sem AfD á hlut í vali á leiðtoga sambandslands. Allt frá lokum síðar heimsstyrjaldar hafa þýskir stjórnmálaflokkar staðið saman um að útiloka hægriöfgaflokka frá samstarfi. Því kom það mörgum í opna skjöldu þegar sambandslandsþingmenn Kristilega demókrataflokks (CDU) Merkel í Þýringalandi tóku höndum saman við þingmenn Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um að kjósa Thomas Kemmerich, lítt þekktan þingmann Frjálsra demókrata (FDP), sem forsætisráðherra sambandslandsins. Merkel sagði að dagurinn væri slæmur fyrir lýðræðið. „Þessi atburður er óafsakanlegur og því verður að snúa við úrslitunum,“ sagði kanslarinn. Neyðarfundur leiðtoga stjórnarflokkanna hefur verið boðaður á laugardag að ósk Sósíademókrataflokksins (SPD), að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málið hefur vakið miklar reiði innan raða hans. Sigmar Gabriel, fyrrverandi leiðtogi SPD, sagði á Twitter í dag að kosning Kemmerich væri skammarleg og að kjósa yrði að nýju í Þýringalandi. Kemmerich (t.v.) tekur í hönd Björn Höcke, leiðtoga AfD í Þýringalandi, eftir atkvæðagreiðsluna í gær.Vísir/EPA Sjá hliðstæðu við ris nasismans Stjórnarkreppa hefur ríkt í sambandslandinu frá því eftir kosningarnar sem fóru fram í október. Öfgavinstriflokkurinn Vinstri vann sigur í kosningunum en leiðtogi hans, Bodo Ramelow, varð undir í kosningunni um forsætisráðherra með einu atkvæði á sambandslandsþinginu í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD nýtur verulegs stuðnings í Þýringalandi. Leiðtogi flokksins þar er Björn Höcke, einn umdeildasti leiðtogi flokks sem er meðal annars þekktur fyrir andúð á flóttamönnum og innflytjendum. Höcke vakti meðal annars hneykslan þegar hann fordæmdi ákvörðun um að staðsetja minnisvarða um helför nasista í miðborg Berlínar og lýsti því honum sem „skammarlegum minnisvarða“. Kemmerich er undir töluverðum þrýstingi að segja af sér. Christian Lindner, leiðtogi FDP, hélt til fundar við hann í sambandslandshöfuðborginni Erfurt í dag en fram að þessu hefur Kemmerich hafnað að stíga til hliðar. FDP fékk aðeins 5% atkvæða í kosningunum í Þýringalandi í haust. Uppgangur AfD í Þýringalandi þykir minna óþægilega á ris Nasistaflokksins á sínum tíma. Nasistar komust fyrst til áhrifa í sambandslandsstjórn Þýringalands árið 1930 á tíma Weimar-lýðveldisins. Adolf Hitler var skipaður kanslari þremur árum síðar. Þýskaland Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Ákvörðun þingmanna Kristilega demókrataflokksins um að kjósa með hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) um nýjan forsætisráðherra Þýringalands hefur valdið miklum titringi í þýskum stjórnmálum. Angela Merkel kanslari segir valið „ófyrirgefanlegt“ og snúa verði úrslitunum við. Þetta er í fyrsta skipti sem AfD á hlut í vali á leiðtoga sambandslands. Allt frá lokum síðar heimsstyrjaldar hafa þýskir stjórnmálaflokkar staðið saman um að útiloka hægriöfgaflokka frá samstarfi. Því kom það mörgum í opna skjöldu þegar sambandslandsþingmenn Kristilega demókrataflokks (CDU) Merkel í Þýringalandi tóku höndum saman við þingmenn Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um að kjósa Thomas Kemmerich, lítt þekktan þingmann Frjálsra demókrata (FDP), sem forsætisráðherra sambandslandsins. Merkel sagði að dagurinn væri slæmur fyrir lýðræðið. „Þessi atburður er óafsakanlegur og því verður að snúa við úrslitunum,“ sagði kanslarinn. Neyðarfundur leiðtoga stjórnarflokkanna hefur verið boðaður á laugardag að ósk Sósíademókrataflokksins (SPD), að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málið hefur vakið miklar reiði innan raða hans. Sigmar Gabriel, fyrrverandi leiðtogi SPD, sagði á Twitter í dag að kosning Kemmerich væri skammarleg og að kjósa yrði að nýju í Þýringalandi. Kemmerich (t.v.) tekur í hönd Björn Höcke, leiðtoga AfD í Þýringalandi, eftir atkvæðagreiðsluna í gær.Vísir/EPA Sjá hliðstæðu við ris nasismans Stjórnarkreppa hefur ríkt í sambandslandinu frá því eftir kosningarnar sem fóru fram í október. Öfgavinstriflokkurinn Vinstri vann sigur í kosningunum en leiðtogi hans, Bodo Ramelow, varð undir í kosningunni um forsætisráðherra með einu atkvæði á sambandslandsþinginu í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD nýtur verulegs stuðnings í Þýringalandi. Leiðtogi flokksins þar er Björn Höcke, einn umdeildasti leiðtogi flokks sem er meðal annars þekktur fyrir andúð á flóttamönnum og innflytjendum. Höcke vakti meðal annars hneykslan þegar hann fordæmdi ákvörðun um að staðsetja minnisvarða um helför nasista í miðborg Berlínar og lýsti því honum sem „skammarlegum minnisvarða“. Kemmerich er undir töluverðum þrýstingi að segja af sér. Christian Lindner, leiðtogi FDP, hélt til fundar við hann í sambandslandshöfuðborginni Erfurt í dag en fram að þessu hefur Kemmerich hafnað að stíga til hliðar. FDP fékk aðeins 5% atkvæða í kosningunum í Þýringalandi í haust. Uppgangur AfD í Þýringalandi þykir minna óþægilega á ris Nasistaflokksins á sínum tíma. Nasistar komust fyrst til áhrifa í sambandslandsstjórn Þýringalands árið 1930 á tíma Weimar-lýðveldisins. Adolf Hitler var skipaður kanslari þremur árum síðar.
Þýskaland Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira