Hrósaði sigri og fordæmdi Demókrata og Mitt Romney Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 19:15 Forsetinn hélt uppi forsíðu dagsins hjá Washington Post og sagði þetta einu góðu fyrirsögnina sem hann hefði fengið hjá því blaði. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var sigri hrósandi í dag þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði hann af tveimur ákærum um embættisbrot í gær. Hann fordæmdi Demókrata fyrir að hafa farið fram með ákærur á hendur honum og kallaði þá illa og spillta. Þá lýsti forsetinn gremju sinni vegna rannsóknanna sem hafa einkennt embættistíð hans og beindi spjótum sínum meðal annars að rannsókn Roberts Mueller. Það má segja að Trump hafi sveiflast á milli fögnuðar og fordæmingar í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í dag. Hann kvartaði undan því sem hann kallaði óheiðarlega pólitík sem hafi orðið til þess að hann var ákærður. Hann fordæmdi ekki aðeins Demókrata heldur einnig Repúblikanann Mitt Romney. Hann var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump og fór þannig gegn flokkslínunni. „Þetta var illgjarnt. Þetta var spillt. Þetta voru skítugar löggur, uppljóstrarar og lygarar og þetta ætti aldrei að gerast fyrir annan forseta, nokkurn tímann. Ég veit ekki hvort að aðrir forsetar hefðu þolað þetta,“ sagði Trump. Forsetinn kallaði Romney misheppnaðan forsetaframbjóðanda sem hefði notað trú sína sem hækju þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að greiða atkvæði með því að ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt. Romney var forsetaframbjóðandi Repúblikana árið 2012 en laut í lægra haldi fyrir Barack Obama sem var þá sitjandi forseta. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var sigri hrósandi í dag þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði hann af tveimur ákærum um embættisbrot í gær. Hann fordæmdi Demókrata fyrir að hafa farið fram með ákærur á hendur honum og kallaði þá illa og spillta. Þá lýsti forsetinn gremju sinni vegna rannsóknanna sem hafa einkennt embættistíð hans og beindi spjótum sínum meðal annars að rannsókn Roberts Mueller. Það má segja að Trump hafi sveiflast á milli fögnuðar og fordæmingar í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í dag. Hann kvartaði undan því sem hann kallaði óheiðarlega pólitík sem hafi orðið til þess að hann var ákærður. Hann fordæmdi ekki aðeins Demókrata heldur einnig Repúblikanann Mitt Romney. Hann var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump og fór þannig gegn flokkslínunni. „Þetta var illgjarnt. Þetta var spillt. Þetta voru skítugar löggur, uppljóstrarar og lygarar og þetta ætti aldrei að gerast fyrir annan forseta, nokkurn tímann. Ég veit ekki hvort að aðrir forsetar hefðu þolað þetta,“ sagði Trump. Forsetinn kallaði Romney misheppnaðan forsetaframbjóðanda sem hefði notað trú sína sem hækju þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að greiða atkvæði með því að ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt. Romney var forsetaframbjóðandi Repúblikana árið 2012 en laut í lægra haldi fyrir Barack Obama sem var þá sitjandi forseta.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira