Manuela segir kjaftasögurnar ekki hafa mikil áhrif á sig: „Auðvitað breytist fólk á áratug eða tveimur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 22:00 Jón Eyþór og Manuela Ósk voru í viðtali hjá Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld. Manuela Ósk Harðardóttir, samfélagsmiðlastjarna og athafnakona, kveðst lítið kippa sér upp við kjaftasögur um útlit sitt og hvernig hún hafi breyst í útliti á undanförnum árum. Hún segir að auðvitað breytist fólk á áratug eða tveimur og sjálfri hafi henni aldrei liðið betur í eigin skinni. Vala Matt ræddi við Manuelu og kærastann hennar, Jón Eyþór, í Íslandi í dag í kvöld en parið kynntist við gerð þáttanna Allir Geta Dansað sem sýndir voru á Stöð 2 í vetur. Þar voru þau danspar í þáttunum og urðu ástfangin. Þau ræddu meðal annars ástina og hvað sé fram undan hjá þeim nú þegar þáttunum er lokið en Vala spurði Manuelu svo út í kjaftasögurnar og umræðuna um hvernig hún hafi breyst í útliti. Manuela svaraði því til að hún hefði alltaf verið opin og það væri eitthvað sem hefði alltaf fylgt henni. „Ég meina, ég er 18 ára gömul þegar ég vinn Ungfrú Ísland og strax þá byrjuðu sögurnar um að ég væri búin að láta gera svo mikið við mig sem ég hef aldrei, það var ekkert. Þetta hefur fylgt mér alltaf þannig að þessir litlu hlutir sem ég hef látið gera, sem mér finnst önnur hver kona á Íslandi vera að gera, það er einhvern veginn alltaf blásið upp. Mér finnst þetta samt, þetta snertir mig ekkert þannig, en mér finnst þetta svo skrýtið. Auðvitað breytist fólk á áratug eða tveimur, það er bara svoleiðis og mér hefur einhvern veginn aldrei liðið betur í eigin skinni,“ sagði Manuela og bætti því að hún teldi það vera þroskamerki. Maður losnaði við óöryggi með aldrinum. „Þannig að þetta er ekki eitthvað sem hefur eitthvað brjálæðislega mikil áhrif á mig. En ég hef alltaf verið opin um varafyllingar sem er það helsta sem ég hef gert og ég fer í bótóx tvisvar á ári. […] Það eiga bara allir að gera það sem lætur þeim líða vel og ef manni líður bara vel að gera eitthvað þá er það bara allt í lagi og mér finnst að allir eigi bara að vera eins og þeir vilja vera.“ Þá væri eina aðgerðin sem hún hefði farið í brjóstastækkun. Slíka aðgerð hefur hún farið í tvisvar. „Ég er bara búin að eignast börn og þetta er, mér finnst þetta ekki einu sinni eitthvað sem er vert að tala um því þetta er svo algengt. En þegar það er verið að tala um einhverjar rosalegar breytingar þá stundum hristi ég bara hausinn og ég skil ekki alveg. Svo eru fylliefni annað, eins og varafyllingar já, en fleira er það eiginlega ekki. Þess vegna böggar þetta mig eiginlega ekki neitt því ég veit nákvæmlega,“ sagði Manuela. Allir geta dansað Ástin og lífið Ísland í dag Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór snúa aftur í lokaþættinum vegna mistakanna Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. 26. janúar 2020 11:14 Hundlasin Manuela og Jón Eyþór fengu frábæra dóma Manuela Ósk og Jón Eyþór dönsuðu Cha Cha við lögin Pata pata og Crazy in Love mixuð saman fyrir tæplega viku í beinni útsendingu á Stöð 2 í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. 16. janúar 2020 12:30 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir, samfélagsmiðlastjarna og athafnakona, kveðst lítið kippa sér upp við kjaftasögur um útlit sitt og hvernig hún hafi breyst í útliti á undanförnum árum. Hún segir að auðvitað breytist fólk á áratug eða tveimur og sjálfri hafi henni aldrei liðið betur í eigin skinni. Vala Matt ræddi við Manuelu og kærastann hennar, Jón Eyþór, í Íslandi í dag í kvöld en parið kynntist við gerð þáttanna Allir Geta Dansað sem sýndir voru á Stöð 2 í vetur. Þar voru þau danspar í þáttunum og urðu ástfangin. Þau ræddu meðal annars ástina og hvað sé fram undan hjá þeim nú þegar þáttunum er lokið en Vala spurði Manuelu svo út í kjaftasögurnar og umræðuna um hvernig hún hafi breyst í útliti. Manuela svaraði því til að hún hefði alltaf verið opin og það væri eitthvað sem hefði alltaf fylgt henni. „Ég meina, ég er 18 ára gömul þegar ég vinn Ungfrú Ísland og strax þá byrjuðu sögurnar um að ég væri búin að láta gera svo mikið við mig sem ég hef aldrei, það var ekkert. Þetta hefur fylgt mér alltaf þannig að þessir litlu hlutir sem ég hef látið gera, sem mér finnst önnur hver kona á Íslandi vera að gera, það er einhvern veginn alltaf blásið upp. Mér finnst þetta samt, þetta snertir mig ekkert þannig, en mér finnst þetta svo skrýtið. Auðvitað breytist fólk á áratug eða tveimur, það er bara svoleiðis og mér hefur einhvern veginn aldrei liðið betur í eigin skinni,“ sagði Manuela og bætti því að hún teldi það vera þroskamerki. Maður losnaði við óöryggi með aldrinum. „Þannig að þetta er ekki eitthvað sem hefur eitthvað brjálæðislega mikil áhrif á mig. En ég hef alltaf verið opin um varafyllingar sem er það helsta sem ég hef gert og ég fer í bótóx tvisvar á ári. […] Það eiga bara allir að gera það sem lætur þeim líða vel og ef manni líður bara vel að gera eitthvað þá er það bara allt í lagi og mér finnst að allir eigi bara að vera eins og þeir vilja vera.“ Þá væri eina aðgerðin sem hún hefði farið í brjóstastækkun. Slíka aðgerð hefur hún farið í tvisvar. „Ég er bara búin að eignast börn og þetta er, mér finnst þetta ekki einu sinni eitthvað sem er vert að tala um því þetta er svo algengt. En þegar það er verið að tala um einhverjar rosalegar breytingar þá stundum hristi ég bara hausinn og ég skil ekki alveg. Svo eru fylliefni annað, eins og varafyllingar já, en fleira er það eiginlega ekki. Þess vegna böggar þetta mig eiginlega ekki neitt því ég veit nákvæmlega,“ sagði Manuela.
Allir geta dansað Ástin og lífið Ísland í dag Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór snúa aftur í lokaþættinum vegna mistakanna Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. 26. janúar 2020 11:14 Hundlasin Manuela og Jón Eyþór fengu frábæra dóma Manuela Ósk og Jón Eyþór dönsuðu Cha Cha við lögin Pata pata og Crazy in Love mixuð saman fyrir tæplega viku í beinni útsendingu á Stöð 2 í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. 16. janúar 2020 12:30 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Manuela og Jón Eyþór snúa aftur í lokaþættinum vegna mistakanna Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. 26. janúar 2020 11:14
Hundlasin Manuela og Jón Eyþór fengu frábæra dóma Manuela Ósk og Jón Eyþór dönsuðu Cha Cha við lögin Pata pata og Crazy in Love mixuð saman fyrir tæplega viku í beinni útsendingu á Stöð 2 í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. 16. janúar 2020 12:30
Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02