Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. febrúar 2020 19:00 Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. Doaa Mohamed Eibdeib og Ibrahim Mahrous Khedr, komu til Íslands í byrjun árs 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi þar sem Ibrahim hafi talað opinberlega gegn stefnu yfirvalda. „Þegar við fórum til Óman frá Egyptalandi varð hann einnig fyrir ofsóknum þar og við vildum fara annað þar sem við yrðum örugg og mannréttindi eru virt,“ segir Doaa. Verður vísað úr landi á næstunni Því hafi þau komið til Íslands. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd þann í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum eftir að þau sóttu um vernd, eða í nóvember. Það þýðir að fjölskyldan mun ekki njóta góðs af þeirri reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja en samkvæmt henni verður unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en 16 mánuði. Breytingarnar voru gerðar eftir fjölmiðlar fjölluðu um mál pakistanskrar fjölskyldu sem vísa átti úr landi. Ef Doaa og Ibrahim hefðu fengið synjun þremur vikum seinna hefði breytingin átt við um þau. Til stendur að senda fjölskylduna til Egyptalands á næstunni. „Hann yrði handtekinn og kannski drepinn. Ef eitthvað gerist fyrir hann væri það hræðilegt fyrir fjölskylduna,“ segir Doaa. Dreymir um að verða náttúrufræðikennari Börnin hafa aðlagast samfélaginu vel á því eina og hálfa ári sem þau hafa búið hér. Þau búa á Ásbrú þar sem Hamza er á leikskóla og þau Rewida og Abdalla í grunnskóla. Ég elska að gera náttúrufræði og stærðfræði og ég elska að læra að skrifa Íslensku,“ segir hin tólf ára gamla Rewida Khedr. „Ég er í fjórða H.S.í Háaleitisskóla og mér finnst gaman að læra stærðfræði og íslensku og líka náttúrufræði,“segir hinn níu ára gamli Abdalla. Hann langi til að verða flugmaður í framtíðinni og Rewidu langar að verða náttúrufræðikennari. Börnin hafa eignast vini og tala góða íslensku Þau eiga slæmar minningar um kennarana sína í Egyptalandi. „Ef þu segir eitthvað sem er ekki rétt í skólanum í Egyptalandi þá lemja kennararnir þig hérna og hérna,“ segja þau og benda á puttana sína. Þegar málsmeðferðartíminn er metinn miða íslensk stjórnvöld við þann tíma sem líður frá umsókn og þar til kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun. Útlendingastofnunar. Rauði krossinn hefur sagt að eðlilegra væri að miða síðari tímamörkin við dagsetningu brottvísunar en undirbúningur og framkvæmd brottflutnings getur tekið langan tíma. Ef málsmeðferðartíminn væri skilgreindur með þessum hætti myndi fjölskyldan uppfylla skilyrði þess að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, hvort heldur sem litið er til núgildandi laga eða reglugerðarinnar sem dómsmálaráðherra hyggst setja. Doaa er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann á heilbrigðisstofnunum í Egyptalandi og í Óman. Hennar draumur er að geta starfað sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Ibrahim er verkfræðimenntaður. Þá segjast börnin vera búin að eignast mikið af vinum á Íslandi. Hælisleitendur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. Doaa Mohamed Eibdeib og Ibrahim Mahrous Khedr, komu til Íslands í byrjun árs 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi þar sem Ibrahim hafi talað opinberlega gegn stefnu yfirvalda. „Þegar við fórum til Óman frá Egyptalandi varð hann einnig fyrir ofsóknum þar og við vildum fara annað þar sem við yrðum örugg og mannréttindi eru virt,“ segir Doaa. Verður vísað úr landi á næstunni Því hafi þau komið til Íslands. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd þann í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum eftir að þau sóttu um vernd, eða í nóvember. Það þýðir að fjölskyldan mun ekki njóta góðs af þeirri reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja en samkvæmt henni verður unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en 16 mánuði. Breytingarnar voru gerðar eftir fjölmiðlar fjölluðu um mál pakistanskrar fjölskyldu sem vísa átti úr landi. Ef Doaa og Ibrahim hefðu fengið synjun þremur vikum seinna hefði breytingin átt við um þau. Til stendur að senda fjölskylduna til Egyptalands á næstunni. „Hann yrði handtekinn og kannski drepinn. Ef eitthvað gerist fyrir hann væri það hræðilegt fyrir fjölskylduna,“ segir Doaa. Dreymir um að verða náttúrufræðikennari Börnin hafa aðlagast samfélaginu vel á því eina og hálfa ári sem þau hafa búið hér. Þau búa á Ásbrú þar sem Hamza er á leikskóla og þau Rewida og Abdalla í grunnskóla. Ég elska að gera náttúrufræði og stærðfræði og ég elska að læra að skrifa Íslensku,“ segir hin tólf ára gamla Rewida Khedr. „Ég er í fjórða H.S.í Háaleitisskóla og mér finnst gaman að læra stærðfræði og íslensku og líka náttúrufræði,“segir hinn níu ára gamli Abdalla. Hann langi til að verða flugmaður í framtíðinni og Rewidu langar að verða náttúrufræðikennari. Börnin hafa eignast vini og tala góða íslensku Þau eiga slæmar minningar um kennarana sína í Egyptalandi. „Ef þu segir eitthvað sem er ekki rétt í skólanum í Egyptalandi þá lemja kennararnir þig hérna og hérna,“ segja þau og benda á puttana sína. Þegar málsmeðferðartíminn er metinn miða íslensk stjórnvöld við þann tíma sem líður frá umsókn og þar til kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun. Útlendingastofnunar. Rauði krossinn hefur sagt að eðlilegra væri að miða síðari tímamörkin við dagsetningu brottvísunar en undirbúningur og framkvæmd brottflutnings getur tekið langan tíma. Ef málsmeðferðartíminn væri skilgreindur með þessum hætti myndi fjölskyldan uppfylla skilyrði þess að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, hvort heldur sem litið er til núgildandi laga eða reglugerðarinnar sem dómsmálaráðherra hyggst setja. Doaa er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann á heilbrigðisstofnunum í Egyptalandi og í Óman. Hennar draumur er að geta starfað sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Ibrahim er verkfræðimenntaður. Þá segjast börnin vera búin að eignast mikið af vinum á Íslandi.
Hælisleitendur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira