Látið reyna á málsmeðferð flóttafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 20:00 Börnin eru á aldrinum tveggja til tólf ára og hafa búið hér á landi í eitt og hálft ár. Vísir/Egill Ár geta liðið frá því að fólki er synjað um dvalarleyfi þar til því er vísað úr landi. Lögmaður telur að líta eigi til þess þegar réttindi flóttafólks eru metin. Ómannúðlegt sé að vísa burt fjölskyldum sem hafi verið hér svo lengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi sem sótti um vernd á Íslandi í ágúst 2018. Þeim var synjað í júlí í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðunina í nóvember. Börnin fjögur sem eru í fjölskyldunni ganga í skóla og leikskóla á Ásbrú, hafa aðlagast vel og tala íslensku. Frétt Vísis: Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Málsmeðferðartíminn í þeirra máli, sem skilgreindur frá umsókn til synjunar kærunefndar, tók 15 mánuði og sjö daga. Eftir nýlega breytingu á reglugerð er hámarkstími málsmeðferðar sextán mánuðir. Munar því þremur vikum á því að fjölskyldan eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þau hafa þó verið hér í átján mánuði og enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þeim verður vísað úr landi. Lögmaður telur að miða eigi seinni tímamörk málsmeðferðartíma við framkvæmd brottvísunar. Réttindi flóttafólks séu túlkuð of þröngt með gildandi framkvæmd. Magnú Norðdahl, lögmaður. „Auðvitað er það svo að aðlögun barna sem hér eru heldur áfram. Það er kveðinn upp einhver úrskurður og síðan kannski líður hálft ár, átta mánuðir, eða eitt ár þangað til þessi brottvísun er framkvæmd og allan þann tíma eru þessi börn og þetta fólk að aðlagast. Þannig að þessi mannúðarsjónarmið eiga þá auðvitað við," segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Langur tími getur liðið frá úrskurði og þar til fólki er tilkynnt hvenær því verði vísað úr landi. „Ég hef verið með mál þar sem niðurstaða var fengin innan átján mánaða en fólkið var hérna ennþá eftir tvö og hálft ár frá komu. Þannig þetta getur verið mjög langur tími," segir Magnús. Magnús hyggst láta reyna á túlkun stjórnvalda. Eftir helgi mun hann leggja fram endurupptökubeiðni í máli fjölskyldunnar á grundvelli mannúðarsjóðarmiða með vísan till þess að hún hafi verið hér á landi fram yfir hámarkstímann. Verði málið ekki endurupptekið ætlar hann með það fyrir dóm. „Það eru líka önnur mál sem við erum með þar sem þessi sjónarmið sem eru undir. Þannig það er alveg ljóst að á næstu misserum mun reyna á þetta með einhverjum hætti fyrir dómi, hvort sem það verður í þessu máli eða öðru," segir Magnús. Hælisleitendur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Ár geta liðið frá því að fólki er synjað um dvalarleyfi þar til því er vísað úr landi. Lögmaður telur að líta eigi til þess þegar réttindi flóttafólks eru metin. Ómannúðlegt sé að vísa burt fjölskyldum sem hafi verið hér svo lengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi sem sótti um vernd á Íslandi í ágúst 2018. Þeim var synjað í júlí í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðunina í nóvember. Börnin fjögur sem eru í fjölskyldunni ganga í skóla og leikskóla á Ásbrú, hafa aðlagast vel og tala íslensku. Frétt Vísis: Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Málsmeðferðartíminn í þeirra máli, sem skilgreindur frá umsókn til synjunar kærunefndar, tók 15 mánuði og sjö daga. Eftir nýlega breytingu á reglugerð er hámarkstími málsmeðferðar sextán mánuðir. Munar því þremur vikum á því að fjölskyldan eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þau hafa þó verið hér í átján mánuði og enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þeim verður vísað úr landi. Lögmaður telur að miða eigi seinni tímamörk málsmeðferðartíma við framkvæmd brottvísunar. Réttindi flóttafólks séu túlkuð of þröngt með gildandi framkvæmd. Magnú Norðdahl, lögmaður. „Auðvitað er það svo að aðlögun barna sem hér eru heldur áfram. Það er kveðinn upp einhver úrskurður og síðan kannski líður hálft ár, átta mánuðir, eða eitt ár þangað til þessi brottvísun er framkvæmd og allan þann tíma eru þessi börn og þetta fólk að aðlagast. Þannig að þessi mannúðarsjónarmið eiga þá auðvitað við," segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Langur tími getur liðið frá úrskurði og þar til fólki er tilkynnt hvenær því verði vísað úr landi. „Ég hef verið með mál þar sem niðurstaða var fengin innan átján mánaða en fólkið var hérna ennþá eftir tvö og hálft ár frá komu. Þannig þetta getur verið mjög langur tími," segir Magnús. Magnús hyggst láta reyna á túlkun stjórnvalda. Eftir helgi mun hann leggja fram endurupptökubeiðni í máli fjölskyldunnar á grundvelli mannúðarsjóðarmiða með vísan till þess að hún hafi verið hér á landi fram yfir hámarkstímann. Verði málið ekki endurupptekið ætlar hann með það fyrir dóm. „Það eru líka önnur mál sem við erum með þar sem þessi sjónarmið sem eru undir. Þannig það er alveg ljóst að á næstu misserum mun reyna á þetta með einhverjum hætti fyrir dómi, hvort sem það verður í þessu máli eða öðru," segir Magnús.
Hælisleitendur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira