Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Birgir Olgeirsson skrifar 17. ágúst 2020 18:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir mun á næstu dögum leggja til skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. Myndir af Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra birtust á samfélagsmiðlum þar sem hún sást í hópi vinkvenna sinna. Varði hún laugardeginum með þeim og fór út að borða um kvöldið. Á myndunum voru ekki tveir metrar á milli vinkvennanna. Töldu margir ráðherra hafa þar með brotið reglur um tveggja metra fjarlægð því þar segi að reglan eigi við þá sem ekki deila heimili. Ráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagðist ætla að tjá sig að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sóttvarnalæknir segir ráðherra ekki hafa brotið reglur um nálægðartakmörk þó heppilegra hefði verið að halda tveggja metra fjarlægð. „Ef við förum bara beint í reglugerðina þar segir að rekstraraðilar skuli tryggja fólki aðstæður til að halda tveggja metra fjarlægð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir. Auglýsingin leggi skyldur á rekstraraðila en ekki fólk Í auglýsingu heilbrigðisráðherra er lögð skylda á rekstraraðila að tryggja að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Engin skylda er þar lögð á almenning. Í auglýsingu um takmarkanir á samkomum segir m.a. í 4. gr.: „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“ Tveggja metra reglan þó hluti af mikilvægum sóttvörnum Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að þetta ákvæði leggi skyldur á rekstraraðila. Hún leggur hins vegar ekki ótvíræða skyldu á einstaklinga að halda tveggja metra fjarlægð við aðra en þá sem það deilir heimili með. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Aftur á móti á öllum að vera ljóst að tveggja metra reglan er sett fram sem hluti af mikilvægum sóttvarnaráðstöfunum sem snúa beint að ábyrgð einstaklinga, rétt eins og að gæta að reglubundnum handþvotti, spritta hendur og/eða að fara ekki til vinnu eða á mannamót finni fólk fyrir einkennum sem gætu tengst Covid-19,“ segir í svari ráðuneytisins. Sóttvarnalæknir segir sóttvarnayfirvöld hafa hvatt almenning til að halda tveggja metra fjarlægð í baráttunni við kórónuveiruna. „En við vitum að fólk gerir það ekki innan fjölskyldna og kannski í nánum fjölskylduhópi. Það er kannski fyrst og fremst í hópum þar sem fólk þekkir ekki hvort annað þar sem þarf að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En auðvitað þarf fólk að reyna að viðhafa þessa tveggja metra reglu eins og það getur,“ segir Þórólfur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Ætla að skýra orðalag auglýsingarinnar betur Lögreglan hefur undanfarnar vikur staðið í eftirlit með skemmtistöðum og veitingastöðum til að ganga úr skugga um að staðirnir tryggi aðstæður þannig að þeir sem koma saman þangað inn geti haldið tveggja metra fjarlægð við aðra. Í auglýsingu ráðherra segir hins vegar að staðir skuli tryggja að fólk sem deili ekki heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir þetta orðalag, að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð, sé nánast illframkvæmanlegt fyrir lögreglu að framfylgja. Því standi til að breyta orðalaginu. „Og þá orða þessa reglu með þeim hætti sem sóttvarnalæknir hefur gert þar sem hann talar um að gæta tveggja metra reglu á milli ótengdra aðila. Það er skarpara en það sem við erum með varðandi það að vera með sama heimilisfang, það er að segja að þeir einstaklingar sem deila ekki sama heimilisfangi geti hist,“ segir Víðir Reynisson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46 Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun á næstu dögum leggja til skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. Myndir af Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra birtust á samfélagsmiðlum þar sem hún sást í hópi vinkvenna sinna. Varði hún laugardeginum með þeim og fór út að borða um kvöldið. Á myndunum voru ekki tveir metrar á milli vinkvennanna. Töldu margir ráðherra hafa þar með brotið reglur um tveggja metra fjarlægð því þar segi að reglan eigi við þá sem ekki deila heimili. Ráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagðist ætla að tjá sig að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sóttvarnalæknir segir ráðherra ekki hafa brotið reglur um nálægðartakmörk þó heppilegra hefði verið að halda tveggja metra fjarlægð. „Ef við förum bara beint í reglugerðina þar segir að rekstraraðilar skuli tryggja fólki aðstæður til að halda tveggja metra fjarlægð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir. Auglýsingin leggi skyldur á rekstraraðila en ekki fólk Í auglýsingu heilbrigðisráðherra er lögð skylda á rekstraraðila að tryggja að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Engin skylda er þar lögð á almenning. Í auglýsingu um takmarkanir á samkomum segir m.a. í 4. gr.: „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“ Tveggja metra reglan þó hluti af mikilvægum sóttvörnum Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að þetta ákvæði leggi skyldur á rekstraraðila. Hún leggur hins vegar ekki ótvíræða skyldu á einstaklinga að halda tveggja metra fjarlægð við aðra en þá sem það deilir heimili með. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Aftur á móti á öllum að vera ljóst að tveggja metra reglan er sett fram sem hluti af mikilvægum sóttvarnaráðstöfunum sem snúa beint að ábyrgð einstaklinga, rétt eins og að gæta að reglubundnum handþvotti, spritta hendur og/eða að fara ekki til vinnu eða á mannamót finni fólk fyrir einkennum sem gætu tengst Covid-19,“ segir í svari ráðuneytisins. Sóttvarnalæknir segir sóttvarnayfirvöld hafa hvatt almenning til að halda tveggja metra fjarlægð í baráttunni við kórónuveiruna. „En við vitum að fólk gerir það ekki innan fjölskyldna og kannski í nánum fjölskylduhópi. Það er kannski fyrst og fremst í hópum þar sem fólk þekkir ekki hvort annað þar sem þarf að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En auðvitað þarf fólk að reyna að viðhafa þessa tveggja metra reglu eins og það getur,“ segir Þórólfur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Ætla að skýra orðalag auglýsingarinnar betur Lögreglan hefur undanfarnar vikur staðið í eftirlit með skemmtistöðum og veitingastöðum til að ganga úr skugga um að staðirnir tryggi aðstæður þannig að þeir sem koma saman þangað inn geti haldið tveggja metra fjarlægð við aðra. Í auglýsingu ráðherra segir hins vegar að staðir skuli tryggja að fólk sem deili ekki heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir þetta orðalag, að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð, sé nánast illframkvæmanlegt fyrir lögreglu að framfylgja. Því standi til að breyta orðalaginu. „Og þá orða þessa reglu með þeim hætti sem sóttvarnalæknir hefur gert þar sem hann talar um að gæta tveggja metra reglu á milli ótengdra aðila. Það er skarpara en það sem við erum með varðandi það að vera með sama heimilisfang, það er að segja að þeir einstaklingar sem deila ekki sama heimilisfangi geti hist,“ segir Víðir Reynisson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46 Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46
Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28