Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Birgir Olgeirsson skrifar 17. ágúst 2020 18:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir mun á næstu dögum leggja til skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. Myndir af Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra birtust á samfélagsmiðlum þar sem hún sást í hópi vinkvenna sinna. Varði hún laugardeginum með þeim og fór út að borða um kvöldið. Á myndunum voru ekki tveir metrar á milli vinkvennanna. Töldu margir ráðherra hafa þar með brotið reglur um tveggja metra fjarlægð því þar segi að reglan eigi við þá sem ekki deila heimili. Ráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagðist ætla að tjá sig að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sóttvarnalæknir segir ráðherra ekki hafa brotið reglur um nálægðartakmörk þó heppilegra hefði verið að halda tveggja metra fjarlægð. „Ef við förum bara beint í reglugerðina þar segir að rekstraraðilar skuli tryggja fólki aðstæður til að halda tveggja metra fjarlægð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir. Auglýsingin leggi skyldur á rekstraraðila en ekki fólk Í auglýsingu heilbrigðisráðherra er lögð skylda á rekstraraðila að tryggja að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Engin skylda er þar lögð á almenning. Í auglýsingu um takmarkanir á samkomum segir m.a. í 4. gr.: „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“ Tveggja metra reglan þó hluti af mikilvægum sóttvörnum Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að þetta ákvæði leggi skyldur á rekstraraðila. Hún leggur hins vegar ekki ótvíræða skyldu á einstaklinga að halda tveggja metra fjarlægð við aðra en þá sem það deilir heimili með. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Aftur á móti á öllum að vera ljóst að tveggja metra reglan er sett fram sem hluti af mikilvægum sóttvarnaráðstöfunum sem snúa beint að ábyrgð einstaklinga, rétt eins og að gæta að reglubundnum handþvotti, spritta hendur og/eða að fara ekki til vinnu eða á mannamót finni fólk fyrir einkennum sem gætu tengst Covid-19,“ segir í svari ráðuneytisins. Sóttvarnalæknir segir sóttvarnayfirvöld hafa hvatt almenning til að halda tveggja metra fjarlægð í baráttunni við kórónuveiruna. „En við vitum að fólk gerir það ekki innan fjölskyldna og kannski í nánum fjölskylduhópi. Það er kannski fyrst og fremst í hópum þar sem fólk þekkir ekki hvort annað þar sem þarf að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En auðvitað þarf fólk að reyna að viðhafa þessa tveggja metra reglu eins og það getur,“ segir Þórólfur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Ætla að skýra orðalag auglýsingarinnar betur Lögreglan hefur undanfarnar vikur staðið í eftirlit með skemmtistöðum og veitingastöðum til að ganga úr skugga um að staðirnir tryggi aðstæður þannig að þeir sem koma saman þangað inn geti haldið tveggja metra fjarlægð við aðra. Í auglýsingu ráðherra segir hins vegar að staðir skuli tryggja að fólk sem deili ekki heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir þetta orðalag, að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð, sé nánast illframkvæmanlegt fyrir lögreglu að framfylgja. Því standi til að breyta orðalaginu. „Og þá orða þessa reglu með þeim hætti sem sóttvarnalæknir hefur gert þar sem hann talar um að gæta tveggja metra reglu á milli ótengdra aðila. Það er skarpara en það sem við erum með varðandi það að vera með sama heimilisfang, það er að segja að þeir einstaklingar sem deila ekki sama heimilisfangi geti hist,“ segir Víðir Reynisson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46 Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun á næstu dögum leggja til skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. Myndir af Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra birtust á samfélagsmiðlum þar sem hún sást í hópi vinkvenna sinna. Varði hún laugardeginum með þeim og fór út að borða um kvöldið. Á myndunum voru ekki tveir metrar á milli vinkvennanna. Töldu margir ráðherra hafa þar með brotið reglur um tveggja metra fjarlægð því þar segi að reglan eigi við þá sem ekki deila heimili. Ráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagðist ætla að tjá sig að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sóttvarnalæknir segir ráðherra ekki hafa brotið reglur um nálægðartakmörk þó heppilegra hefði verið að halda tveggja metra fjarlægð. „Ef við förum bara beint í reglugerðina þar segir að rekstraraðilar skuli tryggja fólki aðstæður til að halda tveggja metra fjarlægð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir. Auglýsingin leggi skyldur á rekstraraðila en ekki fólk Í auglýsingu heilbrigðisráðherra er lögð skylda á rekstraraðila að tryggja að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Engin skylda er þar lögð á almenning. Í auglýsingu um takmarkanir á samkomum segir m.a. í 4. gr.: „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“ Tveggja metra reglan þó hluti af mikilvægum sóttvörnum Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að þetta ákvæði leggi skyldur á rekstraraðila. Hún leggur hins vegar ekki ótvíræða skyldu á einstaklinga að halda tveggja metra fjarlægð við aðra en þá sem það deilir heimili með. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Aftur á móti á öllum að vera ljóst að tveggja metra reglan er sett fram sem hluti af mikilvægum sóttvarnaráðstöfunum sem snúa beint að ábyrgð einstaklinga, rétt eins og að gæta að reglubundnum handþvotti, spritta hendur og/eða að fara ekki til vinnu eða á mannamót finni fólk fyrir einkennum sem gætu tengst Covid-19,“ segir í svari ráðuneytisins. Sóttvarnalæknir segir sóttvarnayfirvöld hafa hvatt almenning til að halda tveggja metra fjarlægð í baráttunni við kórónuveiruna. „En við vitum að fólk gerir það ekki innan fjölskyldna og kannski í nánum fjölskylduhópi. Það er kannski fyrst og fremst í hópum þar sem fólk þekkir ekki hvort annað þar sem þarf að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En auðvitað þarf fólk að reyna að viðhafa þessa tveggja metra reglu eins og það getur,“ segir Þórólfur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Ætla að skýra orðalag auglýsingarinnar betur Lögreglan hefur undanfarnar vikur staðið í eftirlit með skemmtistöðum og veitingastöðum til að ganga úr skugga um að staðirnir tryggi aðstæður þannig að þeir sem koma saman þangað inn geti haldið tveggja metra fjarlægð við aðra. Í auglýsingu ráðherra segir hins vegar að staðir skuli tryggja að fólk sem deili ekki heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir þetta orðalag, að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð, sé nánast illframkvæmanlegt fyrir lögreglu að framfylgja. Því standi til að breyta orðalaginu. „Og þá orða þessa reglu með þeim hætti sem sóttvarnalæknir hefur gert þar sem hann talar um að gæta tveggja metra reglu á milli ótengdra aðila. Það er skarpara en það sem við erum með varðandi það að vera með sama heimilisfang, það er að segja að þeir einstaklingar sem deila ekki sama heimilisfangi geti hist,“ segir Víðir Reynisson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46 Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46
Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent