Lakers liðið ætlar að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppni NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 15:30 Kobe Bryant spilaði allan sinn feril með Los Angeles Lakers og kallaði sig Black Mamba. Hann hannaði sérstaka Black Mamba treyju á sínum tíma. Getty/Harry How Leikmenn Los Angeles Lakers ætla að heiðra minningu Kobe Bryant í úrslitakeppnin NBA-deildarinnar sem hefst í dag en aðeins ef þeir komast í gegnum fyrstu umferðina. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í dag með fjórum leikjum en næstu daga verða fjórir leikir á hverjum degi í þessari sögulegu úrslitakeppni sem fer öll fram í Disneygarðinum á Flórída. Lakers plan to wear Black Mamba jersey if they advance in playoffs https://t.co/DCmEDqC6Om— L.A. Times Sports (@latimessports) August 17, 2020 Los Angeles Lakers mætir Portland Trail Blazers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar og fer fyrsti leikurinn fram aðra nótt. Það lið sem vinnur fyrr fjóra leiki kemst áfram. Brad Turner, blaðamaður hjá Los Angeles Times, sagði frá því á Twitter, að leikmenn Lakers ætli að heiðra minningu Kobe Bryant með því að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppninni. Það verður þó ekki fyrr en að þeir vinni seríuna á móti Portland og komist áfram í undanúrslitin á móti annað hvort Houston Rockets eða Oklahoma City Thunder. Sources: If Lakers advance past 1st round of playoffs over Portland, they plan to wear the Black Mamba jersey in honor of Kobe Bryant in following rounds. Jersey features a snakeskin print on the outside. Bryant, daughter Gianna and 7 others died in a helicopter crash in January.— Brad Turner (@BA_Turner) August 17, 2020 Þetta verður fyrsta úrslitakeppnin sem Los Angeles Lakers tekur þátt í síðan að einn allra besti leikmaðurinn í sögu félagsins, Kobe Bryant, lést í þyrluslysi ásamt Giönnu dóttur sinni og sjö öðrum. Black Mamba treyjan er ekki ný af nálinni en hún var hönnuð að Kobe Bryant árið 2018. Textinn og tölurnar á treyjunni verða úr snákaskinni og þar verða líka sextán stjörnur til marks um þá sextán meistaratitla sem Los Angeles Lakers liðið hefur unnið. Kobe Bryant tók þátt í að vinna fimm af þessum sextán meistaratitlum eða þá fimm síðustu hjá félaginu. Kobe Bryant lék í treyjum 8 og 24 á sínum ferli og af þeim sökum hefur 24. ágúst næstkomandi eða 24.8 verið nefndur sérstakur Kobe Bryant dagur. Nike ætlar að byrja að selja Black Mamba treyju Kobe Bryant þann daga og þá viku sem hefur fengið nafnið Mamba-vikan. Það má búast við að sú treyja seljist í bílförmum. Los Angeles Lakers liðið hefur reyndar ekki verið mjög sannfærandi í NBA-búbblunni á sama tíma og Damian Lillard hefur farið á kostum með Portland Trail Blazers liðinu. Portland Trail Blazers gæti því reynst Lakers mjög erfitt viðureignar í þessu einvígi. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers ætla að heiðra minningu Kobe Bryant í úrslitakeppnin NBA-deildarinnar sem hefst í dag en aðeins ef þeir komast í gegnum fyrstu umferðina. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í dag með fjórum leikjum en næstu daga verða fjórir leikir á hverjum degi í þessari sögulegu úrslitakeppni sem fer öll fram í Disneygarðinum á Flórída. Lakers plan to wear Black Mamba jersey if they advance in playoffs https://t.co/DCmEDqC6Om— L.A. Times Sports (@latimessports) August 17, 2020 Los Angeles Lakers mætir Portland Trail Blazers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar og fer fyrsti leikurinn fram aðra nótt. Það lið sem vinnur fyrr fjóra leiki kemst áfram. Brad Turner, blaðamaður hjá Los Angeles Times, sagði frá því á Twitter, að leikmenn Lakers ætli að heiðra minningu Kobe Bryant með því að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppninni. Það verður þó ekki fyrr en að þeir vinni seríuna á móti Portland og komist áfram í undanúrslitin á móti annað hvort Houston Rockets eða Oklahoma City Thunder. Sources: If Lakers advance past 1st round of playoffs over Portland, they plan to wear the Black Mamba jersey in honor of Kobe Bryant in following rounds. Jersey features a snakeskin print on the outside. Bryant, daughter Gianna and 7 others died in a helicopter crash in January.— Brad Turner (@BA_Turner) August 17, 2020 Þetta verður fyrsta úrslitakeppnin sem Los Angeles Lakers tekur þátt í síðan að einn allra besti leikmaðurinn í sögu félagsins, Kobe Bryant, lést í þyrluslysi ásamt Giönnu dóttur sinni og sjö öðrum. Black Mamba treyjan er ekki ný af nálinni en hún var hönnuð að Kobe Bryant árið 2018. Textinn og tölurnar á treyjunni verða úr snákaskinni og þar verða líka sextán stjörnur til marks um þá sextán meistaratitla sem Los Angeles Lakers liðið hefur unnið. Kobe Bryant tók þátt í að vinna fimm af þessum sextán meistaratitlum eða þá fimm síðustu hjá félaginu. Kobe Bryant lék í treyjum 8 og 24 á sínum ferli og af þeim sökum hefur 24. ágúst næstkomandi eða 24.8 verið nefndur sérstakur Kobe Bryant dagur. Nike ætlar að byrja að selja Black Mamba treyju Kobe Bryant þann daga og þá viku sem hefur fengið nafnið Mamba-vikan. Það má búast við að sú treyja seljist í bílförmum. Los Angeles Lakers liðið hefur reyndar ekki verið mjög sannfærandi í NBA-búbblunni á sama tíma og Damian Lillard hefur farið á kostum með Portland Trail Blazers liðinu. Portland Trail Blazers gæti því reynst Lakers mjög erfitt viðureignar í þessu einvígi.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira