Lakers liðið ætlar að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppni NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 15:30 Kobe Bryant spilaði allan sinn feril með Los Angeles Lakers og kallaði sig Black Mamba. Hann hannaði sérstaka Black Mamba treyju á sínum tíma. Getty/Harry How Leikmenn Los Angeles Lakers ætla að heiðra minningu Kobe Bryant í úrslitakeppnin NBA-deildarinnar sem hefst í dag en aðeins ef þeir komast í gegnum fyrstu umferðina. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í dag með fjórum leikjum en næstu daga verða fjórir leikir á hverjum degi í þessari sögulegu úrslitakeppni sem fer öll fram í Disneygarðinum á Flórída. Lakers plan to wear Black Mamba jersey if they advance in playoffs https://t.co/DCmEDqC6Om— L.A. Times Sports (@latimessports) August 17, 2020 Los Angeles Lakers mætir Portland Trail Blazers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar og fer fyrsti leikurinn fram aðra nótt. Það lið sem vinnur fyrr fjóra leiki kemst áfram. Brad Turner, blaðamaður hjá Los Angeles Times, sagði frá því á Twitter, að leikmenn Lakers ætli að heiðra minningu Kobe Bryant með því að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppninni. Það verður þó ekki fyrr en að þeir vinni seríuna á móti Portland og komist áfram í undanúrslitin á móti annað hvort Houston Rockets eða Oklahoma City Thunder. Sources: If Lakers advance past 1st round of playoffs over Portland, they plan to wear the Black Mamba jersey in honor of Kobe Bryant in following rounds. Jersey features a snakeskin print on the outside. Bryant, daughter Gianna and 7 others died in a helicopter crash in January.— Brad Turner (@BA_Turner) August 17, 2020 Þetta verður fyrsta úrslitakeppnin sem Los Angeles Lakers tekur þátt í síðan að einn allra besti leikmaðurinn í sögu félagsins, Kobe Bryant, lést í þyrluslysi ásamt Giönnu dóttur sinni og sjö öðrum. Black Mamba treyjan er ekki ný af nálinni en hún var hönnuð að Kobe Bryant árið 2018. Textinn og tölurnar á treyjunni verða úr snákaskinni og þar verða líka sextán stjörnur til marks um þá sextán meistaratitla sem Los Angeles Lakers liðið hefur unnið. Kobe Bryant tók þátt í að vinna fimm af þessum sextán meistaratitlum eða þá fimm síðustu hjá félaginu. Kobe Bryant lék í treyjum 8 og 24 á sínum ferli og af þeim sökum hefur 24. ágúst næstkomandi eða 24.8 verið nefndur sérstakur Kobe Bryant dagur. Nike ætlar að byrja að selja Black Mamba treyju Kobe Bryant þann daga og þá viku sem hefur fengið nafnið Mamba-vikan. Það má búast við að sú treyja seljist í bílförmum. Los Angeles Lakers liðið hefur reyndar ekki verið mjög sannfærandi í NBA-búbblunni á sama tíma og Damian Lillard hefur farið á kostum með Portland Trail Blazers liðinu. Portland Trail Blazers gæti því reynst Lakers mjög erfitt viðureignar í þessu einvígi. NBA Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers ætla að heiðra minningu Kobe Bryant í úrslitakeppnin NBA-deildarinnar sem hefst í dag en aðeins ef þeir komast í gegnum fyrstu umferðina. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í dag með fjórum leikjum en næstu daga verða fjórir leikir á hverjum degi í þessari sögulegu úrslitakeppni sem fer öll fram í Disneygarðinum á Flórída. Lakers plan to wear Black Mamba jersey if they advance in playoffs https://t.co/DCmEDqC6Om— L.A. Times Sports (@latimessports) August 17, 2020 Los Angeles Lakers mætir Portland Trail Blazers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar og fer fyrsti leikurinn fram aðra nótt. Það lið sem vinnur fyrr fjóra leiki kemst áfram. Brad Turner, blaðamaður hjá Los Angeles Times, sagði frá því á Twitter, að leikmenn Lakers ætli að heiðra minningu Kobe Bryant með því að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppninni. Það verður þó ekki fyrr en að þeir vinni seríuna á móti Portland og komist áfram í undanúrslitin á móti annað hvort Houston Rockets eða Oklahoma City Thunder. Sources: If Lakers advance past 1st round of playoffs over Portland, they plan to wear the Black Mamba jersey in honor of Kobe Bryant in following rounds. Jersey features a snakeskin print on the outside. Bryant, daughter Gianna and 7 others died in a helicopter crash in January.— Brad Turner (@BA_Turner) August 17, 2020 Þetta verður fyrsta úrslitakeppnin sem Los Angeles Lakers tekur þátt í síðan að einn allra besti leikmaðurinn í sögu félagsins, Kobe Bryant, lést í þyrluslysi ásamt Giönnu dóttur sinni og sjö öðrum. Black Mamba treyjan er ekki ný af nálinni en hún var hönnuð að Kobe Bryant árið 2018. Textinn og tölurnar á treyjunni verða úr snákaskinni og þar verða líka sextán stjörnur til marks um þá sextán meistaratitla sem Los Angeles Lakers liðið hefur unnið. Kobe Bryant tók þátt í að vinna fimm af þessum sextán meistaratitlum eða þá fimm síðustu hjá félaginu. Kobe Bryant lék í treyjum 8 og 24 á sínum ferli og af þeim sökum hefur 24. ágúst næstkomandi eða 24.8 verið nefndur sérstakur Kobe Bryant dagur. Nike ætlar að byrja að selja Black Mamba treyju Kobe Bryant þann daga og þá viku sem hefur fengið nafnið Mamba-vikan. Það má búast við að sú treyja seljist í bílförmum. Los Angeles Lakers liðið hefur reyndar ekki verið mjög sannfærandi í NBA-búbblunni á sama tíma og Damian Lillard hefur farið á kostum með Portland Trail Blazers liðinu. Portland Trail Blazers gæti því reynst Lakers mjög erfitt viðureignar í þessu einvígi.
NBA Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira