Klopp útilokar ekki að Liverpool starfið verði hans síðasta á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 09:00 Jürgen Klopp með Englandsbikarinn og meistaragullið eftir sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Paul Ellis Stuðningsmenn Liverpool vilja helst aldrei upplifa þann dag þegar Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri félagsins. Sá dagur mun hins vegar örugglega renna upp og væntanlega eftir tæp fjögur ár. Jürgen Klopp hefur gert magnaða hluti með Liverpool liðið sem varð undir hans stjórn Englandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða á rúmu ári. Jürgen Klopp tók við liði Liverpool 2015 og hefur síðan búið til frábært lið á Anfield. Samningur hans við Liverpool rennur út árið 2024 og hann ætlar ekki að endurnýja hann eins og staðan er núna. „Ég mun taka mér ársfrí og þá mun ég spyrja sjálfan mig um það hvort ég sakni fótboltans. Ef ég sakna hans ekki þá verður það síðasta sem við sjáum af þjálfaranum Jürgen Klopp,“ sagði Jürgen Klopp við þýska blaðið Sportbuzzer. INTERVIEW | #LFC-Trainer Jürgen #Klopp exklusiv: "Wir haben gerade erst angefangen mit dem Gewinnen" https://t.co/TO6hAGc0Tw pic.twitter.com/VlUMBZ1Lf5— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) August 17, 2020 Margir hafa velt því fyrir sér hvort að Klopp taki þá við þýska landsliðinu eða snúi heim til Þýskalands og taki við Bayern Münhcen. Staða mála á báðum þeim vígstöðvum mun örugglega ráða miklu um hversu mikil pressa verður á það. Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í sumar en næsta tímabil fer af stað 12. september næstkomandi. Klopp lítur ekki svo á að Liverpool liðið sé að fara að verja titilinn. „Við erum ekki að verja neinn titil. Við viljum vinna nýja titla af því að við erum nýbyrjaðir að vinna titla,“ sagði Jürgen Klopp „Allt liðið hlakkar til að byrja tímabilið og við viljum gera enn betur. Við munum elta mótherja og boltann út um allan völl. Við viljum verða pirrandi liðið sem kemur í veg fyrir að mótherjar okkar skemmti sér inn á vellinum," sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool vilja helst aldrei upplifa þann dag þegar Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri félagsins. Sá dagur mun hins vegar örugglega renna upp og væntanlega eftir tæp fjögur ár. Jürgen Klopp hefur gert magnaða hluti með Liverpool liðið sem varð undir hans stjórn Englandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða á rúmu ári. Jürgen Klopp tók við liði Liverpool 2015 og hefur síðan búið til frábært lið á Anfield. Samningur hans við Liverpool rennur út árið 2024 og hann ætlar ekki að endurnýja hann eins og staðan er núna. „Ég mun taka mér ársfrí og þá mun ég spyrja sjálfan mig um það hvort ég sakni fótboltans. Ef ég sakna hans ekki þá verður það síðasta sem við sjáum af þjálfaranum Jürgen Klopp,“ sagði Jürgen Klopp við þýska blaðið Sportbuzzer. INTERVIEW | #LFC-Trainer Jürgen #Klopp exklusiv: "Wir haben gerade erst angefangen mit dem Gewinnen" https://t.co/TO6hAGc0Tw pic.twitter.com/VlUMBZ1Lf5— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) August 17, 2020 Margir hafa velt því fyrir sér hvort að Klopp taki þá við þýska landsliðinu eða snúi heim til Þýskalands og taki við Bayern Münhcen. Staða mála á báðum þeim vígstöðvum mun örugglega ráða miklu um hversu mikil pressa verður á það. Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í sumar en næsta tímabil fer af stað 12. september næstkomandi. Klopp lítur ekki svo á að Liverpool liðið sé að fara að verja titilinn. „Við erum ekki að verja neinn titil. Við viljum vinna nýja titla af því að við erum nýbyrjaðir að vinna titla,“ sagði Jürgen Klopp „Allt liðið hlakkar til að byrja tímabilið og við viljum gera enn betur. Við munum elta mótherja og boltann út um allan völl. Við viljum verða pirrandi liðið sem kemur í veg fyrir að mótherjar okkar skemmti sér inn á vellinum," sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira