Erlent

Litli bróðir Donald Trump látinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Robert Trump faðmar bróður sinn, Donald Trump Bandaríkjaforseta, eftir að niðurstöður forsetakosninganna 2016 lágu fyrir.
Robert Trump faðmar bróður sinn, Donald Trump Bandaríkjaforseta, eftir að niðurstöður forsetakosninganna 2016 lágu fyrir. Getty/ Jabin Botsford

Robert Trump, yngri bróðir Donald Trump Bandaríkjaforseta, er látinn 71 árs að aldri. Hann hafði legið á sjúkrahúsi í einhvern tíma áður en hann lést. Orsök dauða hans er ekki vituð en fjöldi bandarískra miðla hafa greint frá því að hann hafi verið alvarlega veikur.

Forsetinn sagði í yfirlýsingu í gær að Roberts yrði sárt saknað. Hann væri ekki aðeins bróðir hans heldur besti vinur. „Minning hans mun lifa í hjarta mínu að eilífu.“

Sonur forsetans, Eric, lýsti frænda sínum sem mögnuðum manni á Twitter. „Fjölskyldan öll mun sakna hans sárt.“

Robert var yngstur barna Fred og Mary Anne Trump. Þau áttu fimm börn og var Robert fæddur tveimur árum á eftir eldri bróður sínum Donald. Elsa systkinið, Fred yngri, lést fyrir aldur fram árið 1981.

Robert Trump vann nærri alla ævi við fasteignafyrirtæki fjölskyldunnar, og varð þar hæstráðandi. Ólíkt bróður sínum var hann feiminn og vildi ekki lifa í sviðsljósinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×