Liverpool með meira forskot en öll topplið hinna toppdeildanna til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 15:45 Liverpool menn hafa unnið alla deildarleiki sína undanfarna hundrað daga. Það er nóg af stjörnuframmistöðum hjá liðinu eins og hjá þeim Sadio Mane, Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold, Alisson Becker, Virgil van Dijk, Roberto Firmino og Georginio Wijnaldum. Getty/Andrew Powell Liverpool liðið hefur ekki tapað stigi í ensku úrvalsdeildinni í meira en hundrað daga eða síðan 20. október. Á þessum 102 dögum frá 1-1 jafnteflinu á móti Manchester United á Old Trafford hefur Liverpool unnið fimmtán deildarleiki í röð og aukið forskot sitt úr sex stigum í nítján stig. Það er athyglisvert að skoða yfirburði Liverpool miðað við stöðu toppliðanna í hinum stórum deildum evrópska fótboltans, nefnilega deildunum á Spáni, á Ítalíu, í Frakklandi og í Þýskalandi. Liverpool's lead in the Premier League (19 points) is greater than the lead in the other four top European leagues combined (17 points). pic.twitter.com/XcoAwUaY38— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Minnstur er munurinn í Þýskalandi því þar hefur RB Leipzig eins stigs forskot á Bayern München og Borussia Mönchengladbach er síðan tveimur stigum á eftir toppliðinu. Leipzig liðið hefur tapað þremur leikjum og misst af stigum í sjö leikjum. Real Madrid er með þriggja stiga forystu á Barcelona í spænsku deildinni en Sevilla er síðan átta stigum á eftir toppliðinu í þriðja sætinu. Real Madrid hefur aðeins tapað einum leik en er búið að gera sjö jafntefli. Juventus er með þriggja stiga forystu í ítölsku deildinni. Internazionale er næst og það eru síðan tvö stig niður í Lazio sem á leik inni á efstu tvö liðin. Juventus hefur tapað tveimur leikjum og misst af stigum í fimm leikjum. Paris Saint Germain er með tíu stiga forystu á Olympique de Marseille í frönsku deildinni en vanalega eru úrslitin í Frakklandi ráðin löngu áður en í öðrum deildum. Nú er hins vegar meiri spenna þar en í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Toppliðin í Þýskalandi, á Spáni, á Ítalíu og í Frakklandi eru samtals með sautján stiga forystu en Liverpool er eitt með nítján stiga forystu. Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Liverpool liðið hefur ekki tapað stigi í ensku úrvalsdeildinni í meira en hundrað daga eða síðan 20. október. Á þessum 102 dögum frá 1-1 jafnteflinu á móti Manchester United á Old Trafford hefur Liverpool unnið fimmtán deildarleiki í röð og aukið forskot sitt úr sex stigum í nítján stig. Það er athyglisvert að skoða yfirburði Liverpool miðað við stöðu toppliðanna í hinum stórum deildum evrópska fótboltans, nefnilega deildunum á Spáni, á Ítalíu, í Frakklandi og í Þýskalandi. Liverpool's lead in the Premier League (19 points) is greater than the lead in the other four top European leagues combined (17 points). pic.twitter.com/XcoAwUaY38— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Minnstur er munurinn í Þýskalandi því þar hefur RB Leipzig eins stigs forskot á Bayern München og Borussia Mönchengladbach er síðan tveimur stigum á eftir toppliðinu. Leipzig liðið hefur tapað þremur leikjum og misst af stigum í sjö leikjum. Real Madrid er með þriggja stiga forystu á Barcelona í spænsku deildinni en Sevilla er síðan átta stigum á eftir toppliðinu í þriðja sætinu. Real Madrid hefur aðeins tapað einum leik en er búið að gera sjö jafntefli. Juventus er með þriggja stiga forystu í ítölsku deildinni. Internazionale er næst og það eru síðan tvö stig niður í Lazio sem á leik inni á efstu tvö liðin. Juventus hefur tapað tveimur leikjum og misst af stigum í fimm leikjum. Paris Saint Germain er með tíu stiga forystu á Olympique de Marseille í frönsku deildinni en vanalega eru úrslitin í Frakklandi ráðin löngu áður en í öðrum deildum. Nú er hins vegar meiri spenna þar en í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Toppliðin í Þýskalandi, á Spáni, á Ítalíu og í Frakklandi eru samtals með sautján stiga forystu en Liverpool er eitt með nítján stiga forystu.
Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira