Liverpool með meira forskot en öll topplið hinna toppdeildanna til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 15:45 Liverpool menn hafa unnið alla deildarleiki sína undanfarna hundrað daga. Það er nóg af stjörnuframmistöðum hjá liðinu eins og hjá þeim Sadio Mane, Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold, Alisson Becker, Virgil van Dijk, Roberto Firmino og Georginio Wijnaldum. Getty/Andrew Powell Liverpool liðið hefur ekki tapað stigi í ensku úrvalsdeildinni í meira en hundrað daga eða síðan 20. október. Á þessum 102 dögum frá 1-1 jafnteflinu á móti Manchester United á Old Trafford hefur Liverpool unnið fimmtán deildarleiki í röð og aukið forskot sitt úr sex stigum í nítján stig. Það er athyglisvert að skoða yfirburði Liverpool miðað við stöðu toppliðanna í hinum stórum deildum evrópska fótboltans, nefnilega deildunum á Spáni, á Ítalíu, í Frakklandi og í Þýskalandi. Liverpool's lead in the Premier League (19 points) is greater than the lead in the other four top European leagues combined (17 points). pic.twitter.com/XcoAwUaY38— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Minnstur er munurinn í Þýskalandi því þar hefur RB Leipzig eins stigs forskot á Bayern München og Borussia Mönchengladbach er síðan tveimur stigum á eftir toppliðinu. Leipzig liðið hefur tapað þremur leikjum og misst af stigum í sjö leikjum. Real Madrid er með þriggja stiga forystu á Barcelona í spænsku deildinni en Sevilla er síðan átta stigum á eftir toppliðinu í þriðja sætinu. Real Madrid hefur aðeins tapað einum leik en er búið að gera sjö jafntefli. Juventus er með þriggja stiga forystu í ítölsku deildinni. Internazionale er næst og það eru síðan tvö stig niður í Lazio sem á leik inni á efstu tvö liðin. Juventus hefur tapað tveimur leikjum og misst af stigum í fimm leikjum. Paris Saint Germain er með tíu stiga forystu á Olympique de Marseille í frönsku deildinni en vanalega eru úrslitin í Frakklandi ráðin löngu áður en í öðrum deildum. Nú er hins vegar meiri spenna þar en í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Toppliðin í Þýskalandi, á Spáni, á Ítalíu og í Frakklandi eru samtals með sautján stiga forystu en Liverpool er eitt með nítján stiga forystu. Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Liverpool liðið hefur ekki tapað stigi í ensku úrvalsdeildinni í meira en hundrað daga eða síðan 20. október. Á þessum 102 dögum frá 1-1 jafnteflinu á móti Manchester United á Old Trafford hefur Liverpool unnið fimmtán deildarleiki í röð og aukið forskot sitt úr sex stigum í nítján stig. Það er athyglisvert að skoða yfirburði Liverpool miðað við stöðu toppliðanna í hinum stórum deildum evrópska fótboltans, nefnilega deildunum á Spáni, á Ítalíu, í Frakklandi og í Þýskalandi. Liverpool's lead in the Premier League (19 points) is greater than the lead in the other four top European leagues combined (17 points). pic.twitter.com/XcoAwUaY38— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Minnstur er munurinn í Þýskalandi því þar hefur RB Leipzig eins stigs forskot á Bayern München og Borussia Mönchengladbach er síðan tveimur stigum á eftir toppliðinu. Leipzig liðið hefur tapað þremur leikjum og misst af stigum í sjö leikjum. Real Madrid er með þriggja stiga forystu á Barcelona í spænsku deildinni en Sevilla er síðan átta stigum á eftir toppliðinu í þriðja sætinu. Real Madrid hefur aðeins tapað einum leik en er búið að gera sjö jafntefli. Juventus er með þriggja stiga forystu í ítölsku deildinni. Internazionale er næst og það eru síðan tvö stig niður í Lazio sem á leik inni á efstu tvö liðin. Juventus hefur tapað tveimur leikjum og misst af stigum í fimm leikjum. Paris Saint Germain er með tíu stiga forystu á Olympique de Marseille í frönsku deildinni en vanalega eru úrslitin í Frakklandi ráðin löngu áður en í öðrum deildum. Nú er hins vegar meiri spenna þar en í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Toppliðin í Þýskalandi, á Spáni, á Ítalíu og í Frakklandi eru samtals með sautján stiga forystu en Liverpool er eitt með nítján stiga forystu.
Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira