Ein af stórstjörnum í Super Bowl á sunnudaginn vill keppa á Ólympíuleikunum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 14:00 Tyreek Hill er mögulega fljótasti leikmaður NFL-deildarinnar. Getty/Peter Aiken Tyreek Hill og félagar í Kansas City Chiefs eiga á sunnudagskvöldið möguleika á að vinna fyrsta NFL-titil félagsins í fimmtíu ár. Hinn eldsnöggi Tyreek Hill er einn af lykilmönnum liðsins en það eru fáir fljótari í NFL-deildnini en þessi 25 ára gamli útherji Kansas City Chiefs. Tyreek Hill er svo fljótur að hann er kallaður „Blettatígurinn“ í NFL-heiminum. Það er hins vegar ekki nóg fyrir Tyreek Hill að vinna bara NFL-titilinn á þessu ári því hann vill líka komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Tyreek Hill says he wants to try out for the US Olympic team if he’s healthy after the Super Bowl. This was Cheetah’s speed in HIGH SCHOOL @brgridiron (via @thecheckdown)pic.twitter.com/H6kdk512x9— Bleacher Report (@BleacherReport) January 30, 2020 „Ef ég verð heill eftir tímabilið og hugurinn á réttum stað þá langar mig að vinna mér sæti í Ólympíuliðinu,“ sagði Tyreek Hill í viðtali við David Smith á Pro Football Talk. Tyreek Hill hefur gengið svo langt að skoða hvað hann þurfi að gera til þess að komast með á Ólympíuleikanna. Leikarnir fara fram í Japan 24. júlí til 9. ágúst. Tyreek Hill segist hins vegar þurfa að létta sig ætli hann að keppa á Ólympíuleikunum. Tyreek Hill says he wants to try out for the Olympics https://t.co/6fxSnsoAUV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) January 29, 2020 „Vandamálið er að ég er 88 kíló í núna. Þegar ég var í menntaskóla og hljóp 100 metrana á 9,9 sekúndum þá var ég bara 79 kíló. Ég gæti því þurft að breyta öllu mataræðinu mínu en það hefur hjálpað mér að komast þangað sem ég er í dag,“ sagði Hill. Það eru fáir varnarmenn sem eiga roð í Tyreek Hill á sprettinum og hann er líklegur kandídat í að skora snertimörk í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Hann býr líka að því að Patrick Mahomes er að kasta á honum boltanum og tengdasonur Mosfellsbæjar á ekki í miklum vandræðum með að kasta langt. Tyreek Hill skoraði 7 snertimörk í 12 leikjum Chiefs í deildarkeppninni en á enn eftir að skora snertimark í úrslitakeppninni.Leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin með upphitun klukkan 22.00. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan hálf tólf. NFL Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Tyreek Hill og félagar í Kansas City Chiefs eiga á sunnudagskvöldið möguleika á að vinna fyrsta NFL-titil félagsins í fimmtíu ár. Hinn eldsnöggi Tyreek Hill er einn af lykilmönnum liðsins en það eru fáir fljótari í NFL-deildnini en þessi 25 ára gamli útherji Kansas City Chiefs. Tyreek Hill er svo fljótur að hann er kallaður „Blettatígurinn“ í NFL-heiminum. Það er hins vegar ekki nóg fyrir Tyreek Hill að vinna bara NFL-titilinn á þessu ári því hann vill líka komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Tyreek Hill says he wants to try out for the US Olympic team if he’s healthy after the Super Bowl. This was Cheetah’s speed in HIGH SCHOOL @brgridiron (via @thecheckdown)pic.twitter.com/H6kdk512x9— Bleacher Report (@BleacherReport) January 30, 2020 „Ef ég verð heill eftir tímabilið og hugurinn á réttum stað þá langar mig að vinna mér sæti í Ólympíuliðinu,“ sagði Tyreek Hill í viðtali við David Smith á Pro Football Talk. Tyreek Hill hefur gengið svo langt að skoða hvað hann þurfi að gera til þess að komast með á Ólympíuleikanna. Leikarnir fara fram í Japan 24. júlí til 9. ágúst. Tyreek Hill segist hins vegar þurfa að létta sig ætli hann að keppa á Ólympíuleikunum. Tyreek Hill says he wants to try out for the Olympics https://t.co/6fxSnsoAUV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) January 29, 2020 „Vandamálið er að ég er 88 kíló í núna. Þegar ég var í menntaskóla og hljóp 100 metrana á 9,9 sekúndum þá var ég bara 79 kíló. Ég gæti því þurft að breyta öllu mataræðinu mínu en það hefur hjálpað mér að komast þangað sem ég er í dag,“ sagði Hill. Það eru fáir varnarmenn sem eiga roð í Tyreek Hill á sprettinum og hann er líklegur kandídat í að skora snertimörk í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Hann býr líka að því að Patrick Mahomes er að kasta á honum boltanum og tengdasonur Mosfellsbæjar á ekki í miklum vandræðum með að kasta langt. Tyreek Hill skoraði 7 snertimörk í 12 leikjum Chiefs í deildarkeppninni en á enn eftir að skora snertimark í úrslitakeppninni.Leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin með upphitun klukkan 22.00. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan hálf tólf.
NFL Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira