Stefnt að því að niðurgreiðsla innanlandsflugs hefjist í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 09:33 Gert er ráð fyrir 40% greiðsluþátttöku ríkisins. vísir/vilhelm Stjórnvöld stefna að því að hefja niðurgreiðslu á innanlandsflugi þann 1. september næstkomandi. Frá þessu er greint á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafi falið verkefnahópi að útfæra framkvæmdina varðandi greiðsluþátttöku ríkisins í farmiðakaupum íbúa á landsbyggðinni. Er fyrirhuguð niðurgreiðsla í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en fyrirmyndin er meðal annars sótt í framkvæmd skoskra stjórnvalda á þessu sviði. Í hópnum sitja fulltrúar Vegagerðarinnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og þriggja flugfélaga í innanlandsflugi. „Í verkefnisáætlun hópsins segir að greiðsluþátttaka skuli taka til allra íbúa sem eiga lögheimili á svæðum í a.m.k. 270 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og/eða svæða þar sem aðrar sérstakar aðstæður kalla á slíka þátttöku svo sem eyja án vegasambands. Greiðsluþátttaka mun takmarkast við ferðir sem farnar eru í einkaerindum og á eigin kostnað umsækjanda. Miðað skal við tiltekinn fjölda ferða á mann á ári og hámarkskostnað á ferð. Í leiðbeiningum til hópsins er gert ráð fyrir 40% greiðsluþátttöku ríkisins. Stefnt er að því að greiðsluþátttaka hefjist 1. september 2020 og til ársloka verði hægt að nýta niðurgreiðslu í einni ferð fram og til baka. Frá og með 1. janúar 2021 skuli greiðsluþátttaka miðast við þrjár ferðir fram og til baka,“ segir á vef stjórnarráðsins þar sem nánar má lesa um málið. Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Stjórnvöld stefna að því að hefja niðurgreiðslu á innanlandsflugi þann 1. september næstkomandi. Frá þessu er greint á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafi falið verkefnahópi að útfæra framkvæmdina varðandi greiðsluþátttöku ríkisins í farmiðakaupum íbúa á landsbyggðinni. Er fyrirhuguð niðurgreiðsla í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en fyrirmyndin er meðal annars sótt í framkvæmd skoskra stjórnvalda á þessu sviði. Í hópnum sitja fulltrúar Vegagerðarinnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og þriggja flugfélaga í innanlandsflugi. „Í verkefnisáætlun hópsins segir að greiðsluþátttaka skuli taka til allra íbúa sem eiga lögheimili á svæðum í a.m.k. 270 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og/eða svæða þar sem aðrar sérstakar aðstæður kalla á slíka þátttöku svo sem eyja án vegasambands. Greiðsluþátttaka mun takmarkast við ferðir sem farnar eru í einkaerindum og á eigin kostnað umsækjanda. Miðað skal við tiltekinn fjölda ferða á mann á ári og hámarkskostnað á ferð. Í leiðbeiningum til hópsins er gert ráð fyrir 40% greiðsluþátttöku ríkisins. Stefnt er að því að greiðsluþátttaka hefjist 1. september 2020 og til ársloka verði hægt að nýta niðurgreiðslu í einni ferð fram og til baka. Frá og með 1. janúar 2021 skuli greiðsluþátttaka miðast við þrjár ferðir fram og til baka,“ segir á vef stjórnarráðsins þar sem nánar má lesa um málið.
Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira