Nýjar reglur á landamærunum „algjört rothögg“ Sylvía Hall skrifar 15. ágúst 2020 16:03 Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri Hótel Sögu. Vísir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir nýjar reglur um komu ferðamanna hingað til lands mikil vonbrigði. Það sé fyrirséð að þær muni hafa áhrif á ferðamennsku hér á landi og þar af leiðandi samfélagið allt. „Þetta er algjört rothögg fyrir okkur. Það er alltaf talað um ferðaþjónustuna, hún tengist inn í samfélagið allt og þjóðfélagið – þannig þetta er ekki bara rothögg fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ingibjörg í Vikulokunum á Rás 2 í morgun. Hún segir aðila í ferðaþjónustu hafa verið vongóða eftir umræðu um að samfélagið þyrfti að læra að lifa með veirunni. Í ofanálag hafi lítill hluti smita komið frá ferðamönnum og þær aðgerðir sem gripið var til á landamærunum 15. júní höfðu skilað góðum árangri. „Landið hefur aldrei verið lokað. Þegar er verið að tala um að landið hafi verið opnað 15. júní, það er ekki rétt. Þá var farið að setja ákveðnar leiðbeiningar um skimunina og hvaða lönd mættu koma inn,“ sagði Ingibjörg. Guðmundur Steingrímsson tók undir með Ingibjörgu og sagði landið ekki hafa verið opið frá og með 15. júní. Gripið hafi verið til ákveðinna aðgerða til þess að sporna gegn því að veiran kæmist inn með ferðamönnum en það þýddi þó ekki að ferðafrelsi fólks væri ótakmarkað. „Það er ekki einkenni á heilbrigðu, opnu landi að það sé potað prjóni upp í nefið á öllum sem koma til flugstöðvarinnar. Þetta voru sérstakar aðgerðir og mér fannst þær mjög skynsamlegar,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann skildi ekki hvert markmiðið með breyttum aðgerðum væri ef ekki væri hægt að lofa því að landið yrði veirulaust. „Ein veira slapp inn með þessum afleiðingum – var það þá ekki býsna góð aðferð? Megum við ekki leggja mat á hana og megum við ekki bara halda henni áfram? Hvað ættum við að fá meira með þessari fyrst að vírusleysi er ekki í boði?“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir nýjar reglur um komu ferðamanna hingað til lands mikil vonbrigði. Það sé fyrirséð að þær muni hafa áhrif á ferðamennsku hér á landi og þar af leiðandi samfélagið allt. „Þetta er algjört rothögg fyrir okkur. Það er alltaf talað um ferðaþjónustuna, hún tengist inn í samfélagið allt og þjóðfélagið – þannig þetta er ekki bara rothögg fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ingibjörg í Vikulokunum á Rás 2 í morgun. Hún segir aðila í ferðaþjónustu hafa verið vongóða eftir umræðu um að samfélagið þyrfti að læra að lifa með veirunni. Í ofanálag hafi lítill hluti smita komið frá ferðamönnum og þær aðgerðir sem gripið var til á landamærunum 15. júní höfðu skilað góðum árangri. „Landið hefur aldrei verið lokað. Þegar er verið að tala um að landið hafi verið opnað 15. júní, það er ekki rétt. Þá var farið að setja ákveðnar leiðbeiningar um skimunina og hvaða lönd mættu koma inn,“ sagði Ingibjörg. Guðmundur Steingrímsson tók undir með Ingibjörgu og sagði landið ekki hafa verið opið frá og með 15. júní. Gripið hafi verið til ákveðinna aðgerða til þess að sporna gegn því að veiran kæmist inn með ferðamönnum en það þýddi þó ekki að ferðafrelsi fólks væri ótakmarkað. „Það er ekki einkenni á heilbrigðu, opnu landi að það sé potað prjóni upp í nefið á öllum sem koma til flugstöðvarinnar. Þetta voru sérstakar aðgerðir og mér fannst þær mjög skynsamlegar,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann skildi ekki hvert markmiðið með breyttum aðgerðum væri ef ekki væri hægt að lofa því að landið yrði veirulaust. „Ein veira slapp inn með þessum afleiðingum – var það þá ekki býsna góð aðferð? Megum við ekki leggja mat á hana og megum við ekki bara halda henni áfram? Hvað ættum við að fá meira með þessari fyrst að vírusleysi er ekki í boði?“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35
„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26