Rúm tíu prósent leikmanna í Pepsi Max vildu ekki hefja keppni á ný Ísak Hallmundarson skrifar 15. ágúst 2020 14:30 Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands. mynd/Stöð 2 Sport Leikmannasamtökin á Íslandi gerðu könnun meðal leikmanna í Pepsi Max deild karla og kvenna varðandi viðhorf þeirra til að byrja að spila fótbolta aftur eftir að ný bylgja kórónuveirusmita fór af stað í lok síðasta mánaðar. Keppni í Pepsi Max deild karla hófst aftur í gær eftir rúmt tveggja vikna hlé og mun keppni í Pepsi Max deild kvenna hefjast aftur á morgun. Það voru 345 leikmenn sem svöruðu könnunni, tæplega helmingur þeirra úr Pepsi Max deild kvenna og rúmur helmingur úr karladeildinni. Í könnunni er spurt: „Hvert er viðhorf þitt gagnvart því að fótboltinn hefjist aftur miðað við núverandi aðstæður í samfélaginu?“ Tæp 50% leikmanna svara „mjög gott“, 20% svara „gott“ og ríflega 10% svöruðu „slæmt“. Þá sögðust tæp 45% óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun en allar niðurstöður könnuninnar má skoða hér. Yfirlýsing Leikmannasamtaka Íslands: Þriðjudaginn 11. ágúst settum við út könnun til allra leikmanna í Pepsi Max deildunum, karla og kvenna. Við vildum kanna viðhorf leikmanna gagnvart því að byrja að spila aftur við þær aðstæður sem þá voru uppi, þ.e. seinni bylgja faraldursins í gangi, 100 manna samkomutakmörk og tveggja metra regla. Þann 14. ágúst samþykkti stjórn KSÍ nýjar reglur varðandi framkvæmd leikja á þeirra vegum og svo varðandi daglegt líf þeirra sem koma að leikjunum. Því skal haldið til haga að leikmenn voru ekki spurðir álits varðandi þessar reglur, hafa ekki samþykkt þær né fengið nokkurs konar kynningu á þeim reglum sem settar voru. Að auki spurðum við út í það hvort að félögin hefðu brugðist við með einhverjum hætti í fyrri bylgju faraldursins, þ.e. lækkað laun eða aðrar greiðslur og þá hvort það hefði verið gert í sátt við allan leikmannahópinn. Niðurstöðurnar í könnuninni, ásamt þeim reglum sem voru samþykktar án nokkurs samráðs við leikmenn, sýna okkur að enn er samtalið við leikmenn alls ekki nægilega gott. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og við vonumst til þess að KSÍ og aðrir hagsmunaaðilar fari að átta sig á því að leikmenn eru stærstu hagsmunaaðilarnir. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Leikmannasamtökin á Íslandi gerðu könnun meðal leikmanna í Pepsi Max deild karla og kvenna varðandi viðhorf þeirra til að byrja að spila fótbolta aftur eftir að ný bylgja kórónuveirusmita fór af stað í lok síðasta mánaðar. Keppni í Pepsi Max deild karla hófst aftur í gær eftir rúmt tveggja vikna hlé og mun keppni í Pepsi Max deild kvenna hefjast aftur á morgun. Það voru 345 leikmenn sem svöruðu könnunni, tæplega helmingur þeirra úr Pepsi Max deild kvenna og rúmur helmingur úr karladeildinni. Í könnunni er spurt: „Hvert er viðhorf þitt gagnvart því að fótboltinn hefjist aftur miðað við núverandi aðstæður í samfélaginu?“ Tæp 50% leikmanna svara „mjög gott“, 20% svara „gott“ og ríflega 10% svöruðu „slæmt“. Þá sögðust tæp 45% óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun en allar niðurstöður könnuninnar má skoða hér. Yfirlýsing Leikmannasamtaka Íslands: Þriðjudaginn 11. ágúst settum við út könnun til allra leikmanna í Pepsi Max deildunum, karla og kvenna. Við vildum kanna viðhorf leikmanna gagnvart því að byrja að spila aftur við þær aðstæður sem þá voru uppi, þ.e. seinni bylgja faraldursins í gangi, 100 manna samkomutakmörk og tveggja metra regla. Þann 14. ágúst samþykkti stjórn KSÍ nýjar reglur varðandi framkvæmd leikja á þeirra vegum og svo varðandi daglegt líf þeirra sem koma að leikjunum. Því skal haldið til haga að leikmenn voru ekki spurðir álits varðandi þessar reglur, hafa ekki samþykkt þær né fengið nokkurs konar kynningu á þeim reglum sem settar voru. Að auki spurðum við út í það hvort að félögin hefðu brugðist við með einhverjum hætti í fyrri bylgju faraldursins, þ.e. lækkað laun eða aðrar greiðslur og þá hvort það hefði verið gert í sátt við allan leikmannahópinn. Niðurstöðurnar í könnuninni, ásamt þeim reglum sem voru samþykktar án nokkurs samráðs við leikmenn, sýna okkur að enn er samtalið við leikmenn alls ekki nægilega gott. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og við vonumst til þess að KSÍ og aðrir hagsmunaaðilar fari að átta sig á því að leikmenn eru stærstu hagsmunaaðilarnir.
Þriðjudaginn 11. ágúst settum við út könnun til allra leikmanna í Pepsi Max deildunum, karla og kvenna. Við vildum kanna viðhorf leikmanna gagnvart því að byrja að spila aftur við þær aðstæður sem þá voru uppi, þ.e. seinni bylgja faraldursins í gangi, 100 manna samkomutakmörk og tveggja metra regla. Þann 14. ágúst samþykkti stjórn KSÍ nýjar reglur varðandi framkvæmd leikja á þeirra vegum og svo varðandi daglegt líf þeirra sem koma að leikjunum. Því skal haldið til haga að leikmenn voru ekki spurðir álits varðandi þessar reglur, hafa ekki samþykkt þær né fengið nokkurs konar kynningu á þeim reglum sem settar voru. Að auki spurðum við út í það hvort að félögin hefðu brugðist við með einhverjum hætti í fyrri bylgju faraldursins, þ.e. lækkað laun eða aðrar greiðslur og þá hvort það hefði verið gert í sátt við allan leikmannahópinn. Niðurstöðurnar í könnuninni, ásamt þeim reglum sem voru samþykktar án nokkurs samráðs við leikmenn, sýna okkur að enn er samtalið við leikmenn alls ekki nægilega gott. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og við vonumst til þess að KSÍ og aðrir hagsmunaaðilar fari að átta sig á því að leikmenn eru stærstu hagsmunaaðilarnir.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira