Rúm tíu prósent leikmanna í Pepsi Max vildu ekki hefja keppni á ný Ísak Hallmundarson skrifar 15. ágúst 2020 14:30 Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands. mynd/Stöð 2 Sport Leikmannasamtökin á Íslandi gerðu könnun meðal leikmanna í Pepsi Max deild karla og kvenna varðandi viðhorf þeirra til að byrja að spila fótbolta aftur eftir að ný bylgja kórónuveirusmita fór af stað í lok síðasta mánaðar. Keppni í Pepsi Max deild karla hófst aftur í gær eftir rúmt tveggja vikna hlé og mun keppni í Pepsi Max deild kvenna hefjast aftur á morgun. Það voru 345 leikmenn sem svöruðu könnunni, tæplega helmingur þeirra úr Pepsi Max deild kvenna og rúmur helmingur úr karladeildinni. Í könnunni er spurt: „Hvert er viðhorf þitt gagnvart því að fótboltinn hefjist aftur miðað við núverandi aðstæður í samfélaginu?“ Tæp 50% leikmanna svara „mjög gott“, 20% svara „gott“ og ríflega 10% svöruðu „slæmt“. Þá sögðust tæp 45% óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun en allar niðurstöður könnuninnar má skoða hér. Yfirlýsing Leikmannasamtaka Íslands: Þriðjudaginn 11. ágúst settum við út könnun til allra leikmanna í Pepsi Max deildunum, karla og kvenna. Við vildum kanna viðhorf leikmanna gagnvart því að byrja að spila aftur við þær aðstæður sem þá voru uppi, þ.e. seinni bylgja faraldursins í gangi, 100 manna samkomutakmörk og tveggja metra regla. Þann 14. ágúst samþykkti stjórn KSÍ nýjar reglur varðandi framkvæmd leikja á þeirra vegum og svo varðandi daglegt líf þeirra sem koma að leikjunum. Því skal haldið til haga að leikmenn voru ekki spurðir álits varðandi þessar reglur, hafa ekki samþykkt þær né fengið nokkurs konar kynningu á þeim reglum sem settar voru. Að auki spurðum við út í það hvort að félögin hefðu brugðist við með einhverjum hætti í fyrri bylgju faraldursins, þ.e. lækkað laun eða aðrar greiðslur og þá hvort það hefði verið gert í sátt við allan leikmannahópinn. Niðurstöðurnar í könnuninni, ásamt þeim reglum sem voru samþykktar án nokkurs samráðs við leikmenn, sýna okkur að enn er samtalið við leikmenn alls ekki nægilega gott. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og við vonumst til þess að KSÍ og aðrir hagsmunaaðilar fari að átta sig á því að leikmenn eru stærstu hagsmunaaðilarnir. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Leikmannasamtökin á Íslandi gerðu könnun meðal leikmanna í Pepsi Max deild karla og kvenna varðandi viðhorf þeirra til að byrja að spila fótbolta aftur eftir að ný bylgja kórónuveirusmita fór af stað í lok síðasta mánaðar. Keppni í Pepsi Max deild karla hófst aftur í gær eftir rúmt tveggja vikna hlé og mun keppni í Pepsi Max deild kvenna hefjast aftur á morgun. Það voru 345 leikmenn sem svöruðu könnunni, tæplega helmingur þeirra úr Pepsi Max deild kvenna og rúmur helmingur úr karladeildinni. Í könnunni er spurt: „Hvert er viðhorf þitt gagnvart því að fótboltinn hefjist aftur miðað við núverandi aðstæður í samfélaginu?“ Tæp 50% leikmanna svara „mjög gott“, 20% svara „gott“ og ríflega 10% svöruðu „slæmt“. Þá sögðust tæp 45% óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun en allar niðurstöður könnuninnar má skoða hér. Yfirlýsing Leikmannasamtaka Íslands: Þriðjudaginn 11. ágúst settum við út könnun til allra leikmanna í Pepsi Max deildunum, karla og kvenna. Við vildum kanna viðhorf leikmanna gagnvart því að byrja að spila aftur við þær aðstæður sem þá voru uppi, þ.e. seinni bylgja faraldursins í gangi, 100 manna samkomutakmörk og tveggja metra regla. Þann 14. ágúst samþykkti stjórn KSÍ nýjar reglur varðandi framkvæmd leikja á þeirra vegum og svo varðandi daglegt líf þeirra sem koma að leikjunum. Því skal haldið til haga að leikmenn voru ekki spurðir álits varðandi þessar reglur, hafa ekki samþykkt þær né fengið nokkurs konar kynningu á þeim reglum sem settar voru. Að auki spurðum við út í það hvort að félögin hefðu brugðist við með einhverjum hætti í fyrri bylgju faraldursins, þ.e. lækkað laun eða aðrar greiðslur og þá hvort það hefði verið gert í sátt við allan leikmannahópinn. Niðurstöðurnar í könnuninni, ásamt þeim reglum sem voru samþykktar án nokkurs samráðs við leikmenn, sýna okkur að enn er samtalið við leikmenn alls ekki nægilega gott. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og við vonumst til þess að KSÍ og aðrir hagsmunaaðilar fari að átta sig á því að leikmenn eru stærstu hagsmunaaðilarnir.
Þriðjudaginn 11. ágúst settum við út könnun til allra leikmanna í Pepsi Max deildunum, karla og kvenna. Við vildum kanna viðhorf leikmanna gagnvart því að byrja að spila aftur við þær aðstæður sem þá voru uppi, þ.e. seinni bylgja faraldursins í gangi, 100 manna samkomutakmörk og tveggja metra regla. Þann 14. ágúst samþykkti stjórn KSÍ nýjar reglur varðandi framkvæmd leikja á þeirra vegum og svo varðandi daglegt líf þeirra sem koma að leikjunum. Því skal haldið til haga að leikmenn voru ekki spurðir álits varðandi þessar reglur, hafa ekki samþykkt þær né fengið nokkurs konar kynningu á þeim reglum sem settar voru. Að auki spurðum við út í það hvort að félögin hefðu brugðist við með einhverjum hætti í fyrri bylgju faraldursins, þ.e. lækkað laun eða aðrar greiðslur og þá hvort það hefði verið gert í sátt við allan leikmannahópinn. Niðurstöðurnar í könnuninni, ásamt þeim reglum sem voru samþykktar án nokkurs samráðs við leikmenn, sýna okkur að enn er samtalið við leikmenn alls ekki nægilega gott. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og við vonumst til þess að KSÍ og aðrir hagsmunaaðilar fari að átta sig á því að leikmenn eru stærstu hagsmunaaðilarnir.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti